Allt jafnt í markaleik á Nesinu Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2023 21:10 Fjölnismenn eru á toppi Lengjudeildarinnar. Vísir/Vilhelm Grótta og Fjölnir gerðu 3-3 jafntefli þegar liðin mættust í lokaleik 17. umferðar Lengjudeildar karla í kvöld. Fjölnir er áfram í þriðja sæti deildarinnar eftir jafnteflið. Það er farið að síga á seinni hluta deildakeppninnar í Lengjudeild karla. Spennan er að magnast á toppnum og eftir fyrstu fimm leikina sem fóru fram í kvöld er Afturelding aðeins með eins stigs forystu á toppi deildarinnar. Í ár verður spiluð úrslitakeppni í Lengjudeildinni. Efsta liðið fer beint upp í Bestu deildina en liðin í 2. -5. sæti spila úrslitakeppni um hitt lausa sætið í efstu deild. Í síðasta leik umferðarinnar í kvöld mættust Grótta og Fjölnir á Seltjarnarnesi. Sigurður Steinar Björnsson og Gabríel Hrannar Eyjólfsson komu Gróttu í 2-0 með mörkum í upphafi hvors hálfleiks. Fjölnir náði hins vegar að jafna með tveimur mörkum með skömmu millibili í síðari hálfleik. Bjarni Gunnarsson skoraði fyrst á 69. mínútu og Bjarni Þór Hafstein jafnaði þremur mínútum síðar. Þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Fjölnir síðan víti sem Bjarni Gunnarsson skoraði úr og virtist vera að tryggja sigur Fjölnis. Öll sagan var hins vegar ekki sögð. Þegar komið var fram í uppbótartíma jafnaði Arnar Þór Helgason metin fyrir Gróttu og tryggði þeim eitt stig. Lokatölur 3-3 og Fjölnir er áfram í þriðja sæti deildarinnar. Liðið er sex stigum á eftir ÍA og sjö stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Grótta er fallið niður í 8. sæti eftir leiki kvöldsins en bæði Grindavík og Þór fóru uppfyrir Seltirninga eftir sigra í kvöld. Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Sjá meira
Það er farið að síga á seinni hluta deildakeppninnar í Lengjudeild karla. Spennan er að magnast á toppnum og eftir fyrstu fimm leikina sem fóru fram í kvöld er Afturelding aðeins með eins stigs forystu á toppi deildarinnar. Í ár verður spiluð úrslitakeppni í Lengjudeildinni. Efsta liðið fer beint upp í Bestu deildina en liðin í 2. -5. sæti spila úrslitakeppni um hitt lausa sætið í efstu deild. Í síðasta leik umferðarinnar í kvöld mættust Grótta og Fjölnir á Seltjarnarnesi. Sigurður Steinar Björnsson og Gabríel Hrannar Eyjólfsson komu Gróttu í 2-0 með mörkum í upphafi hvors hálfleiks. Fjölnir náði hins vegar að jafna með tveimur mörkum með skömmu millibili í síðari hálfleik. Bjarni Gunnarsson skoraði fyrst á 69. mínútu og Bjarni Þór Hafstein jafnaði þremur mínútum síðar. Þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Fjölnir síðan víti sem Bjarni Gunnarsson skoraði úr og virtist vera að tryggja sigur Fjölnis. Öll sagan var hins vegar ekki sögð. Þegar komið var fram í uppbótartíma jafnaði Arnar Þór Helgason metin fyrir Gróttu og tryggði þeim eitt stig. Lokatölur 3-3 og Fjölnir er áfram í þriðja sæti deildarinnar. Liðið er sex stigum á eftir ÍA og sjö stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Grótta er fallið niður í 8. sæti eftir leiki kvöldsins en bæði Grindavík og Þór fóru uppfyrir Seltirninga eftir sigra í kvöld.
Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Sjá meira