Hver er þessi þrítugi japanski landsliðsmaður sem á að leysa vandræði Liverpool? Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2023 22:45 Wataru Endo verður væntanlega orðinn leikmaður Liverpool áður en vikan er á enda. Vísir/Getty Það voru eflaust ekki margir stuðningsmenn Liverpool sem vissu hver Wataru Endo var fyrir nokkrum klukkustundum síðan. Hann verður engu að síður líklega orðinn leikmaður félagsins áður en vikan er á enda. Félagaskiptaglugginn hjá Liverpool hefur verið ansi sérstakur. Liðið var snemma búið að festa kaup á heimsmeistaranum Alexis Mac Allister frá Brighton og kom svo mögum í opna skjöldu þegar félagið opnaði budduna og nældi í Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig. Síðan þá hefur hins vegar lítið gerst. Liðið missti af Moses Caceido til Chelsea á dögunum eftir ótrúlega atburðarás og þá ákvað hinn ungi Romeo Lavia einnig að neita félaginu en Liverpool hafði verið á höttunum á eftir honum í ansi langan tíma. Í gær og í dag voru síðan fjölmargir miðjumenn orðaðir við félagið úr Bítlaborginni. Khephren Thuram, Ryan Gravenberch, Sofyan Ambrabat, Federico Valverde, Kalvin Philips, Boubacar Kamara og Cheick Doucoure voru á meðal þeirra sem nefndir voru til sögunnar en ekkert fast í hendi. Á topplistum í Þýskalandi Enginn hafði þó stungið upp á hinum þrítuga Japana Wataru Endo, fyrirliða Stuttgart. Líklega því flestir vissu lítið sem ekkert um hann. Engu að síður virðist sem hann sé lausnin sem Jurgen Klopp fann á vandræðum Liverpool, þó vissulega sé ekki ólíklegt að frekari kaup verði gerð á næstu dögum. Fjölmiðlar hafa greint frá því að 16 milljón punda tilboði Liverpool hafi verið tekið og að Endo gangist undir læknisskoðun hjá Liverpool á morgun. Wataru End to Liverpool, here we go! Medical tests booked on Thursday for Japanese midfielder who s joining from Stuttgard for 18m fee #LFCPersonal terms agreed in few hours as End asked as Stuttgart captain to leave & follow his dream.Exclusive story, confirmed. pic.twitter.com/AYZ2bKuauP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 16, 2023 Wataru Endo hefur leikið með Stuttgart síðan árið 2020 en lék áður fyrir Shonan Bellmare og Urawa Red Diamonds í heimalandinu auk Sint-Truiden í Belgíu. Hann er núverandi fyrirliði þýska félagsins og hefur þar að auki leikið meira en 50 landsleiki fyrir Japan. Þó einhverjir stuðningsmenn Liverpool hristi eflaust höfuðið yfir þessum félagaskiptum gæti tölfræði úr þýsku úrvalsdeildinni frá því á síðustu leiktíð fengið þá til að gleðjast. This could be a smart signing.https://t.co/aZUdKeuFdu— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) August 16, 2023 Samkvæmt úttekt knattspyrnutímaritsins Kicker var Endo einn af sex varnarsinnuðum miðjumönnum í deildinni sem tímaritið flokkaði í „alþjóðlegum klassa“. Á heimasíðu þýsku úrvalsdeildarinnar er honum líkt við Claude Makelele í umfjöllun og hann var í fjórða sæti yfir þá leikmenn á síðustu leiktíð sem átti flestar heppnaðar tæklingar. Endo er hátt skrifaður hjá Stuttgart, sérstaklega eftir að hafa skorað gríðarlega mikilvægt mark fyrir félagið undir lok tímabilsins 2021-22 þegar félagið átti í harðri fallbaráttu. Liverpool hefur verið þekkt fyrir það á síðustu árum að næla í leikmenn mörgum að óvörum. Gangi félagaskipti Waturo Endo í gegn verða þau þó að teljast með þeim allra óvæntustu á síðustu árum. Þýski boltinn Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Fleiri fréttir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Sjá meira
Félagaskiptaglugginn hjá Liverpool hefur verið ansi sérstakur. Liðið var snemma búið að festa kaup á heimsmeistaranum Alexis Mac Allister frá Brighton og kom svo mögum í opna skjöldu þegar félagið opnaði budduna og nældi í Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig. Síðan þá hefur hins vegar lítið gerst. Liðið missti af Moses Caceido til Chelsea á dögunum eftir ótrúlega atburðarás og þá ákvað hinn ungi Romeo Lavia einnig að neita félaginu en Liverpool hafði verið á höttunum á eftir honum í ansi langan tíma. Í gær og í dag voru síðan fjölmargir miðjumenn orðaðir við félagið úr Bítlaborginni. Khephren Thuram, Ryan Gravenberch, Sofyan Ambrabat, Federico Valverde, Kalvin Philips, Boubacar Kamara og Cheick Doucoure voru á meðal þeirra sem nefndir voru til sögunnar en ekkert fast í hendi. Á topplistum í Þýskalandi Enginn hafði þó stungið upp á hinum þrítuga Japana Wataru Endo, fyrirliða Stuttgart. Líklega því flestir vissu lítið sem ekkert um hann. Engu að síður virðist sem hann sé lausnin sem Jurgen Klopp fann á vandræðum Liverpool, þó vissulega sé ekki ólíklegt að frekari kaup verði gerð á næstu dögum. Fjölmiðlar hafa greint frá því að 16 milljón punda tilboði Liverpool hafi verið tekið og að Endo gangist undir læknisskoðun hjá Liverpool á morgun. Wataru End to Liverpool, here we go! Medical tests booked on Thursday for Japanese midfielder who s joining from Stuttgard for 18m fee #LFCPersonal terms agreed in few hours as End asked as Stuttgart captain to leave & follow his dream.Exclusive story, confirmed. pic.twitter.com/AYZ2bKuauP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 16, 2023 Wataru Endo hefur leikið með Stuttgart síðan árið 2020 en lék áður fyrir Shonan Bellmare og Urawa Red Diamonds í heimalandinu auk Sint-Truiden í Belgíu. Hann er núverandi fyrirliði þýska félagsins og hefur þar að auki leikið meira en 50 landsleiki fyrir Japan. Þó einhverjir stuðningsmenn Liverpool hristi eflaust höfuðið yfir þessum félagaskiptum gæti tölfræði úr þýsku úrvalsdeildinni frá því á síðustu leiktíð fengið þá til að gleðjast. This could be a smart signing.https://t.co/aZUdKeuFdu— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) August 16, 2023 Samkvæmt úttekt knattspyrnutímaritsins Kicker var Endo einn af sex varnarsinnuðum miðjumönnum í deildinni sem tímaritið flokkaði í „alþjóðlegum klassa“. Á heimasíðu þýsku úrvalsdeildarinnar er honum líkt við Claude Makelele í umfjöllun og hann var í fjórða sæti yfir þá leikmenn á síðustu leiktíð sem átti flestar heppnaðar tæklingar. Endo er hátt skrifaður hjá Stuttgart, sérstaklega eftir að hafa skorað gríðarlega mikilvægt mark fyrir félagið undir lok tímabilsins 2021-22 þegar félagið átti í harðri fallbaráttu. Liverpool hefur verið þekkt fyrir það á síðustu árum að næla í leikmenn mörgum að óvörum. Gangi félagaskipti Waturo Endo í gegn verða þau þó að teljast með þeim allra óvæntustu á síðustu árum.
Þýski boltinn Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Fleiri fréttir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn