Bandaríkjamenn samþykkja formlega að Úkraínumenn fái F-16 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. ágúst 2023 07:19 „Á meðan þú bíður eftir þessum strætó, bíður Úkraína eftir F-16,“ segir á strætisvagni í Litháen. Getty/NurPhoto/Artur Widak Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt blessun sína yfir að F-16 herþotur verði fluttar frá Danmörku og Hollandi til Úkraínu um leið og þjálfun flugmanna er lokið. Herþoturnar eru bandarískar og sendingin háð samþykki bandarískra stjórnvalda. Reuters segist hafa séð erindi undirritað af Blinken þar sem hann lýsi yfir fullum stuðningi Bandaríkjanna við sendingu þotanna og þjálfun úkraínskra flugmanna. Í erindinu segir að það sé fyrir öllu að Úkraína geti varist árásum Rússa og aðför þeirra að sjálfræði landsins. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti yfir stuðningi við þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 þoturnar í maí en um svipað leyti var greint frá því að hún myndi fara fram í Danmörku og Rúmeníu. Rússar brugðust við með því að segja að uppátækið fæli í sér „gríðarlega áhættu“ fyrir Vesturlönd. Bandalag ellefu ríkja stendur að þjálfun flugmannanna, sem Danir segja að muni mögulega byrja að skila árangri í byrjun næsta árs. Yfirvöld í Úkraínu greindu frá því á miðvikudag að þau gerðu ekki ráð fyrir því að F-16 herþoturnar yrðu teknar í notkun í vetur en að þær myndu rata til Úkraínu þegar flugmennirnir snéru aftur úr þjálfun. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagðist í júlí gera ráð fyrir því að herþoturnar yrðu teknar í notkun í mars næstkomandi. Samkvæmt New York Times hefur eitt vandamálið snúið að tungumálakunnáttu úkraínsku flugmannanna en aðeins átta flugmenn hafa fundist sem eru taldir hafa nóga enskukunnáttu til að ljúka þjálfun. Tuttugu til viðbótar verða sendir til Bretlands í þessum mánuði, á nokkurs konar tungumálanámskeið. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Danmörk Holland Rúmenía Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Herþoturnar eru bandarískar og sendingin háð samþykki bandarískra stjórnvalda. Reuters segist hafa séð erindi undirritað af Blinken þar sem hann lýsi yfir fullum stuðningi Bandaríkjanna við sendingu þotanna og þjálfun úkraínskra flugmanna. Í erindinu segir að það sé fyrir öllu að Úkraína geti varist árásum Rússa og aðför þeirra að sjálfræði landsins. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti yfir stuðningi við þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 þoturnar í maí en um svipað leyti var greint frá því að hún myndi fara fram í Danmörku og Rúmeníu. Rússar brugðust við með því að segja að uppátækið fæli í sér „gríðarlega áhættu“ fyrir Vesturlönd. Bandalag ellefu ríkja stendur að þjálfun flugmannanna, sem Danir segja að muni mögulega byrja að skila árangri í byrjun næsta árs. Yfirvöld í Úkraínu greindu frá því á miðvikudag að þau gerðu ekki ráð fyrir því að F-16 herþoturnar yrðu teknar í notkun í vetur en að þær myndu rata til Úkraínu þegar flugmennirnir snéru aftur úr þjálfun. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagðist í júlí gera ráð fyrir því að herþoturnar yrðu teknar í notkun í mars næstkomandi. Samkvæmt New York Times hefur eitt vandamálið snúið að tungumálakunnáttu úkraínsku flugmannanna en aðeins átta flugmenn hafa fundist sem eru taldir hafa nóga enskukunnáttu til að ljúka þjálfun. Tuttugu til viðbótar verða sendir til Bretlands í þessum mánuði, á nokkurs konar tungumálanámskeið.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Danmörk Holland Rúmenía Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira