Fyrrverandi kanslari ákærður fyrir meinsæri Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2023 11:48 Fyrri stjórn Sebastians Kurz vegna lausmælgis leiðtoga samstarfsflokksins árið 2019. Sú seinni féll þegar rannsókn hófst á meintri spillingu hans sjálfs. AP/Lisa Leutner Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, var ákærður fyrir að ljúga að þingnefnd sem rannsakaði hneykslismál sem felldi fyrstu ríkisstjórn hans. Fyrrverandi skrifstofustjóri Kurz er einnig ákærður í málinu. Saksóknarar sem rannsaka opinbera spillingu lögðu ákæruna á hendur Kurz, Bernhard Bonelli, skrifstofustjóra hans, og öðrum ónefndum einstaklingi fram í Vín í dag. Réttað verður yfir Kurz 18. október. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákæran snýst um framburð Kurz um stofnun eignarhaldsfélags utan um sumar ríkiseignir og skipan í stjórn þess fyrir rannsóknarnefnd þingsins á spillingarmáli sem felldi fyrri ríkisstjórn Þjóðarflokks hans og Freslsisflokksins árið 2019. Kurz er sakaður um að hafa ekki sagt satt og rétt frá aðkomu sinni að skipan náins trúnaðarmanns hans sem yfirmanns félags sem heldur utan um ýmsar ríkiseignir. Kurz hrökklaðist úr embætti eftir að saksóknarar hófu rannsókn á honum og níu öðrum í öðru máli vegna gruns um trúnaðarbrest, spillingu og mútuþægni árið 2021. Kurz og félagar hans eru sakaðir um að hafa notað opinbera fjármuni til þess að fá götublað til þess að birta skoðanakannanir sem var hagrætt og jákvæða umfjöllun um hann til þess að hjálpa honum að ná frama í flokknum og ríkisstjórn. Ákæran kom honum ekki á óvart Á ýmsu gekk í ráðuneyti Kurz. Heinz-Christian Strache, varakanslari og leiðtogi samstarfsflokksins Frelsisflokksins, sagði af sér árið 2019 eftir að myndband birtist af honum þar sem hann virtist bjóðast til þess að hagræða ríkissamningum og útskýra hvernig mætti komast í kringum lög um framlög til stjórnmálaflokka fyrir konu sem þóttist vera frænka rússnesk ólígarka á eyjunni Ibiza. Kurz, sem neitar sök, sagðist ekki hissa á að saksóknarar hefðu ákveðið að ákæra hann þrátt fyrir það sem hann lýsti sem sönnunum fyrir sakleysi hans í færslu á samfélagsmiðlinum X sem áður hét Twitter. Mein Team und ich wurden gerade von mehreren Journalisten informiert, dass die Anklage wegen mutmaßlicher Falschaussage im U-Ausschuss unmittelbar bevorsteht. Aus diesem Grund möchte ich wie folgt Stellung nehmen:(1/3)— Sebastian Kurz (@sebastiankurz) August 18, 2023 Fréttirnar af ákærunni birtust á meðan Karl Nehammer, eftirmaður Kurz sem kanslari og leiðtogi Þjóðarflokksins, hélt blaðamannafund með Olaf Schulz, kanslara Þýskalands, í morgun. Nehammer sagðist fagna því að skýrleiki fengist í mál Kurz. Eftir að Kurz sagði af sér sagði hann skilið við stjórnmálin og hóf störf fyrir Thiel Capital, fjárfestingafélag þýsk-bandaríska auðkýfingsins Peters Thiel sem hefur beitt sér fyrir ýmsum jaðarhægrimálefnum vestanhafs. Austurríki Tengdar fréttir Segir skilið við stjórnmálin Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin. Hinn 35 ára Kurz sagði af sér sem kanslari í október í kjölfar ásakana um spillingu. 2. desember 2021 09:43 Kanslari Austurríkis stígur til hliðar Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embættinu í kjölfar mikils þrýstings um það vegna hneykslismáls sem hann og flokkur hans tengjast. 9. október 2021 19:23 Rannsaka mútur og trúnaðarbrest kanslara Austurríkis Saksóknarar í Austurríki rannsaka nú Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, vegna gruns um mútuþægni og trúnaðarbrest. Þeir gerðu húsleit á skrifstofu flokks kanslarans og náinna ráðgjafa hans í dag. 6. október 2021 21:37 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Saksóknarar sem rannsaka opinbera spillingu lögðu ákæruna á hendur Kurz, Bernhard Bonelli, skrifstofustjóra hans, og öðrum ónefndum einstaklingi fram í Vín í dag. Réttað verður yfir Kurz 18. október. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákæran snýst um framburð Kurz um stofnun eignarhaldsfélags utan um sumar ríkiseignir og skipan í stjórn þess fyrir rannsóknarnefnd þingsins á spillingarmáli sem felldi fyrri ríkisstjórn Þjóðarflokks hans og Freslsisflokksins árið 2019. Kurz er sakaður um að hafa ekki sagt satt og rétt frá aðkomu sinni að skipan náins trúnaðarmanns hans sem yfirmanns félags sem heldur utan um ýmsar ríkiseignir. Kurz hrökklaðist úr embætti eftir að saksóknarar hófu rannsókn á honum og níu öðrum í öðru máli vegna gruns um trúnaðarbrest, spillingu og mútuþægni árið 2021. Kurz og félagar hans eru sakaðir um að hafa notað opinbera fjármuni til þess að fá götublað til þess að birta skoðanakannanir sem var hagrætt og jákvæða umfjöllun um hann til þess að hjálpa honum að ná frama í flokknum og ríkisstjórn. Ákæran kom honum ekki á óvart Á ýmsu gekk í ráðuneyti Kurz. Heinz-Christian Strache, varakanslari og leiðtogi samstarfsflokksins Frelsisflokksins, sagði af sér árið 2019 eftir að myndband birtist af honum þar sem hann virtist bjóðast til þess að hagræða ríkissamningum og útskýra hvernig mætti komast í kringum lög um framlög til stjórnmálaflokka fyrir konu sem þóttist vera frænka rússnesk ólígarka á eyjunni Ibiza. Kurz, sem neitar sök, sagðist ekki hissa á að saksóknarar hefðu ákveðið að ákæra hann þrátt fyrir það sem hann lýsti sem sönnunum fyrir sakleysi hans í færslu á samfélagsmiðlinum X sem áður hét Twitter. Mein Team und ich wurden gerade von mehreren Journalisten informiert, dass die Anklage wegen mutmaßlicher Falschaussage im U-Ausschuss unmittelbar bevorsteht. Aus diesem Grund möchte ich wie folgt Stellung nehmen:(1/3)— Sebastian Kurz (@sebastiankurz) August 18, 2023 Fréttirnar af ákærunni birtust á meðan Karl Nehammer, eftirmaður Kurz sem kanslari og leiðtogi Þjóðarflokksins, hélt blaðamannafund með Olaf Schulz, kanslara Þýskalands, í morgun. Nehammer sagðist fagna því að skýrleiki fengist í mál Kurz. Eftir að Kurz sagði af sér sagði hann skilið við stjórnmálin og hóf störf fyrir Thiel Capital, fjárfestingafélag þýsk-bandaríska auðkýfingsins Peters Thiel sem hefur beitt sér fyrir ýmsum jaðarhægrimálefnum vestanhafs.
Austurríki Tengdar fréttir Segir skilið við stjórnmálin Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin. Hinn 35 ára Kurz sagði af sér sem kanslari í október í kjölfar ásakana um spillingu. 2. desember 2021 09:43 Kanslari Austurríkis stígur til hliðar Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embættinu í kjölfar mikils þrýstings um það vegna hneykslismáls sem hann og flokkur hans tengjast. 9. október 2021 19:23 Rannsaka mútur og trúnaðarbrest kanslara Austurríkis Saksóknarar í Austurríki rannsaka nú Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, vegna gruns um mútuþægni og trúnaðarbrest. Þeir gerðu húsleit á skrifstofu flokks kanslarans og náinna ráðgjafa hans í dag. 6. október 2021 21:37 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Segir skilið við stjórnmálin Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin. Hinn 35 ára Kurz sagði af sér sem kanslari í október í kjölfar ásakana um spillingu. 2. desember 2021 09:43
Kanslari Austurríkis stígur til hliðar Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embættinu í kjölfar mikils þrýstings um það vegna hneykslismáls sem hann og flokkur hans tengjast. 9. október 2021 19:23
Rannsaka mútur og trúnaðarbrest kanslara Austurríkis Saksóknarar í Austurríki rannsaka nú Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, vegna gruns um mútuþægni og trúnaðarbrest. Þeir gerðu húsleit á skrifstofu flokks kanslarans og náinna ráðgjafa hans í dag. 6. október 2021 21:37