„Samkeppnin ýtti okkur út í öfgar“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. ágúst 2023 13:00 Þeir Benedikt, til vinstri, og Halldór, til hægri, hafa ávallt höndlað samkeppni og samanburð vel. Samkeppnin hefur að öllum líkindum fleytt þeim lengra og komið þeim „út í öfgar,“ eins og Bensi orðar það. instagram Benedikt Karlsson hefur verið ráðinn nýr íþróttastjóri Mjölnis. Hann hefur stundað líkamsrækt frá tólf ára aldri ásamt tvíburabróður sínum, Halldóri. Hér ræðir hann samkeppni við tvíburabróðurinn, mataræði, glænýtt föðurhlutverk og „langa leikinn“, sem lykil að árangri í líkamsrækt. „Þetta snerist um það hvernig lífstíl ég vil lifa,“ segir Benedikt í samtali við Vísi um ákvörðun hans að færa sig úr þjálfun í World class yfir til Mjölnis. „Ég var mikið seinni partinn hjá World class og á morgnana. Í raun tímarnir þar sem aðrir eru búnir í vinnu. Þetta nýja gigg snýst meira um rekstur og ég fæ að stjórna þrekinu hér í Mjölni. Fæ að gera mínar breytingar strax.“ Benedikt, oftast kallaður Bensi, á sterkar rætur hjá Mjölni en hann og Halldór, jafnan kallaður Dóri, æfðu þar saman um árabil í víkingaþreki Mjölnis. Crossfit-deild var síðan stofnuð fyrir um hálfu ári og er ætlunin að Bensi blási lífi í hana. „Þetta er mjög fluid, við erum lítið teymi á skrifstofunni, lítil fjölskylda má segja. Það heillaði mig.“ Sjá einnig: Benedikt ráðinn nýr íþróttastjóri Mjölnis Benedikt byrjaði fjórtán ára að æfa í Mjölni. AÐSEND Sögur af þrekraunum heilluðu Grunnurinn að líkamsræktardellu þeirra Bensa og Dóra var lagður þegar þeir bjuggu í Iowa í Bandaríkjunum ellefu árra gamlir. „Áhuginn hjá mér kviknaði held ég fyrst út frá samkeppni við Dóra, að einhverju leyti. Við byrjuðum í langhlaupum í Bandaríkjunum og við urðum báðir orðið háðir því að klára sig, fara alla leið. Þaðan færðist það yfir í að geta gert meira með líkamann. Hundrað armbeygjur fyrir svefninn og svoleiðis.“ Þegar þeir mættu aftur til Íslands segir Bensi að þeir bræður hafi ekki passað jafn vel inn í hópíþróttirnar. Þeir hafi síðan smellpassað í þrekið í Mjölni. Líkamsræktin hefur alltaf höfðað til þeirra bræðra. Þótt vígalegir séu eru þeir ljúfir inn að beini.instagram „Að mæta klukkutíma og gjörsamlega stúta sér. Vellíðan sem fylgdi því. Við höfum alltaf verið heillaðir af áskorunum og svo hefur samkeppnin sennilega ýtt okkur út í öfgarnar.“ Hann á þó fleiri kenningar um hvers vegna þeir bræður séu svo kappsamir, alla jafnan. „Við erum miklir nördakallar vorum alltaf að lesa manga-teiknimyndasögur. Þú ert með japanskar myndasögur og síðan bandarískar. Í þessum bandarísku, til dæmis í Captain America, þá fær hann eina sprautu og verður sjúklega massaður. Spiderman er bitinn af könguló og verður að ofurhetju. En í japönsku teiknimyndunum þarf hetjan að fara í gegnum tíu ár af þjálfun í einhverju fjalli áður en hann mætir til leiks. Við vorum alltaf mun heillaðri af þessum sögum og ég er ekki frá því að þetta hugarfar hafi smitast inn í hausinn okkar á sínum tíma.“ Benedikt eignaðist sitt fyrsta barn í upphafi þessa árs og útskrifaðist úr viðskiptafræði rúmum mánuði síðar.instagram Pítsuétandi, óskipulögð grænmetisæta Þeir bræður hafa því verið í líkamsrækt frá tólf ára aldri. „Þetta snýst um að finna sér eitthvað skemmtilegt,“ segir Bensi spurður hver lykillinn sé að festu í ræktinni. „Það eru margir sem fara í ræktina og gera bara eitthvað. Hafa jafnvel engin markmið eða of háleit markmið, þá er þetta aldrei skemmtilegt.“ „Fólk fílar bara mismunandi hluti. Hvort sem það er skvass, strandblak, hlaup eða Crossfit. Maður verður samt að halda sér í einhverju til þess að átta sig á því hvort það henti. En það er langi lengurinn sem skiptir máli í þessu, að fara á hverjum degi.“ Hugsar þú mikið út í mataræði? „Ég pæli aðallega í kaloríum, að ég sé að borða nóg og fá nóg prótein. Ég hugsaði minna um meal-prep og gæði matarins, fékk mér pítsu tvisvar eða þrisvar í viku í langan tíma. Það var þá aðallega af því ég var að æfa í tvo tíma og þjálfa í fjóra tíma, með einum hádegismat á milli. Þá hugsaði ég bara: „andskotinn, ég þarf tvö þúsund og fimmhundruð kaloríur núna, annars verð ég bara skinn og bein.““ Hann segir áhersluna aðallega lagða á að fá nægilegt magn próteins, kolvetni fyrir orku og holla fitu. Pítsukúrinn er ekki eitthvað sem Bensi mælir með. „Ekki að ég sé næringarfræðingur, en það sem hefur líka áhrif er hvernig manni líður eftir að borða pítsu. Maður verður orkulaus og líður illa. Ég varð pakksaddur en vaknaði stundum bara skrýtinn í hausnum. Það eru vítamín og steinefni sem skilja á milli.“ View this post on Instagram A post shared by Benedikt Karlsson (@bensibae) Mataræðið er núna komið í betra horf, segir Bensi, með betra skipulagi. „Núna borða ég mikið af rauðu kjöti, hrísgrjónum og öðrum hlutum sem passa upp á micro-nutrients. Maður þarf að vera skipulagðari sem faðir, þá gengur ekkert að fara bara í skyndibita. Ég var líka grænmetisæta í tvö eða þrjú ár og var stundum í veseni með að fá nóg af próteini. Það var bara á mér þar sem ég var ekki nógu skipulagður. Núna er hakk og hrísgrjón eiginlega geitin hjá mér,“ segir Bensi. 24/7 vinna á bestu launum í heimi Margt hefur breyst í lífi Bensa á undanförnum mánuðum en hann segir þá Dóra alltaf vera bestu vini, það breytist ekki í bráð. „Ég myndi segja að það séu tvær tegundir af tvíburum til, eftir því hvernig þeir höndla samkeppni og samanburð. Við höfum alltaf náð að höndla það mjög vel, þegar við erum að keppa við hvort annan. Það er alltaf gagnkvæm virðing og aldrei neinir stælar. Með samanburðinn þá verður maður að átta sig á því snemma að fólk mun alltaf bera okkur saman. View this post on Instagram A post shared by Benedikt Karlsson (@bensibae) Við höfum alltaf höndlað þetta vel og líka getað aðskilið tvíburastimpilinn og gert hluti í sitt hvoru lagi og saman án þess að það hafi áhrif á sambandið.“ Halldór vinnur nú sem búningahönnuður og vinnur að næstu seríu ráðherrans um þessar mundir. Hann útskrifaðist sem fatahönnuður frá LHÍ á síðasta ári. Báðir útskrifuðust þeir úr MR á sínum tíma, en Bensi ári á eftir Dóra. Bensi eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun þessa árs, Önnu Elínu, ásamt kærustu sinni Emilíu Madeleine Heenen. View this post on Instagram A post shared by Emilía Madeleine Heenen (@emiliamheenen) „Það að vera pabbi er geðveikt. Ég var búinn að fókusa svo mikið á það neikvæða við að vera pabbi, mér fannst eins og fólk væri líka alltaf að tala um það. Hvað lífið er erfitt og eigi eftir að breytast. Eins og ég sé að joina einhvern hóp sem er slæmur. Verði í einhverri refsingu með fólki. Þegar ég eignaðist síðan Önnu Elínu var ég varla búinn að pæla í hvað ég fengi í hendurnar. Ótrúlegt stykki af manneskju sem veitir manni ekkert eðlilega mikla gleði. Þetta er 24/7 vinna en þú ert á bestu launum í heimi.“ Líkamsræktarstöðvar Vistaskipti Heilsa Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
„Þetta snerist um það hvernig lífstíl ég vil lifa,“ segir Benedikt í samtali við Vísi um ákvörðun hans að færa sig úr þjálfun í World class yfir til Mjölnis. „Ég var mikið seinni partinn hjá World class og á morgnana. Í raun tímarnir þar sem aðrir eru búnir í vinnu. Þetta nýja gigg snýst meira um rekstur og ég fæ að stjórna þrekinu hér í Mjölni. Fæ að gera mínar breytingar strax.“ Benedikt, oftast kallaður Bensi, á sterkar rætur hjá Mjölni en hann og Halldór, jafnan kallaður Dóri, æfðu þar saman um árabil í víkingaþreki Mjölnis. Crossfit-deild var síðan stofnuð fyrir um hálfu ári og er ætlunin að Bensi blási lífi í hana. „Þetta er mjög fluid, við erum lítið teymi á skrifstofunni, lítil fjölskylda má segja. Það heillaði mig.“ Sjá einnig: Benedikt ráðinn nýr íþróttastjóri Mjölnis Benedikt byrjaði fjórtán ára að æfa í Mjölni. AÐSEND Sögur af þrekraunum heilluðu Grunnurinn að líkamsræktardellu þeirra Bensa og Dóra var lagður þegar þeir bjuggu í Iowa í Bandaríkjunum ellefu árra gamlir. „Áhuginn hjá mér kviknaði held ég fyrst út frá samkeppni við Dóra, að einhverju leyti. Við byrjuðum í langhlaupum í Bandaríkjunum og við urðum báðir orðið háðir því að klára sig, fara alla leið. Þaðan færðist það yfir í að geta gert meira með líkamann. Hundrað armbeygjur fyrir svefninn og svoleiðis.“ Þegar þeir mættu aftur til Íslands segir Bensi að þeir bræður hafi ekki passað jafn vel inn í hópíþróttirnar. Þeir hafi síðan smellpassað í þrekið í Mjölni. Líkamsræktin hefur alltaf höfðað til þeirra bræðra. Þótt vígalegir séu eru þeir ljúfir inn að beini.instagram „Að mæta klukkutíma og gjörsamlega stúta sér. Vellíðan sem fylgdi því. Við höfum alltaf verið heillaðir af áskorunum og svo hefur samkeppnin sennilega ýtt okkur út í öfgarnar.“ Hann á þó fleiri kenningar um hvers vegna þeir bræður séu svo kappsamir, alla jafnan. „Við erum miklir nördakallar vorum alltaf að lesa manga-teiknimyndasögur. Þú ert með japanskar myndasögur og síðan bandarískar. Í þessum bandarísku, til dæmis í Captain America, þá fær hann eina sprautu og verður sjúklega massaður. Spiderman er bitinn af könguló og verður að ofurhetju. En í japönsku teiknimyndunum þarf hetjan að fara í gegnum tíu ár af þjálfun í einhverju fjalli áður en hann mætir til leiks. Við vorum alltaf mun heillaðri af þessum sögum og ég er ekki frá því að þetta hugarfar hafi smitast inn í hausinn okkar á sínum tíma.“ Benedikt eignaðist sitt fyrsta barn í upphafi þessa árs og útskrifaðist úr viðskiptafræði rúmum mánuði síðar.instagram Pítsuétandi, óskipulögð grænmetisæta Þeir bræður hafa því verið í líkamsrækt frá tólf ára aldri. „Þetta snýst um að finna sér eitthvað skemmtilegt,“ segir Bensi spurður hver lykillinn sé að festu í ræktinni. „Það eru margir sem fara í ræktina og gera bara eitthvað. Hafa jafnvel engin markmið eða of háleit markmið, þá er þetta aldrei skemmtilegt.“ „Fólk fílar bara mismunandi hluti. Hvort sem það er skvass, strandblak, hlaup eða Crossfit. Maður verður samt að halda sér í einhverju til þess að átta sig á því hvort það henti. En það er langi lengurinn sem skiptir máli í þessu, að fara á hverjum degi.“ Hugsar þú mikið út í mataræði? „Ég pæli aðallega í kaloríum, að ég sé að borða nóg og fá nóg prótein. Ég hugsaði minna um meal-prep og gæði matarins, fékk mér pítsu tvisvar eða þrisvar í viku í langan tíma. Það var þá aðallega af því ég var að æfa í tvo tíma og þjálfa í fjóra tíma, með einum hádegismat á milli. Þá hugsaði ég bara: „andskotinn, ég þarf tvö þúsund og fimmhundruð kaloríur núna, annars verð ég bara skinn og bein.““ Hann segir áhersluna aðallega lagða á að fá nægilegt magn próteins, kolvetni fyrir orku og holla fitu. Pítsukúrinn er ekki eitthvað sem Bensi mælir með. „Ekki að ég sé næringarfræðingur, en það sem hefur líka áhrif er hvernig manni líður eftir að borða pítsu. Maður verður orkulaus og líður illa. Ég varð pakksaddur en vaknaði stundum bara skrýtinn í hausnum. Það eru vítamín og steinefni sem skilja á milli.“ View this post on Instagram A post shared by Benedikt Karlsson (@bensibae) Mataræðið er núna komið í betra horf, segir Bensi, með betra skipulagi. „Núna borða ég mikið af rauðu kjöti, hrísgrjónum og öðrum hlutum sem passa upp á micro-nutrients. Maður þarf að vera skipulagðari sem faðir, þá gengur ekkert að fara bara í skyndibita. Ég var líka grænmetisæta í tvö eða þrjú ár og var stundum í veseni með að fá nóg af próteini. Það var bara á mér þar sem ég var ekki nógu skipulagður. Núna er hakk og hrísgrjón eiginlega geitin hjá mér,“ segir Bensi. 24/7 vinna á bestu launum í heimi Margt hefur breyst í lífi Bensa á undanförnum mánuðum en hann segir þá Dóra alltaf vera bestu vini, það breytist ekki í bráð. „Ég myndi segja að það séu tvær tegundir af tvíburum til, eftir því hvernig þeir höndla samkeppni og samanburð. Við höfum alltaf náð að höndla það mjög vel, þegar við erum að keppa við hvort annan. Það er alltaf gagnkvæm virðing og aldrei neinir stælar. Með samanburðinn þá verður maður að átta sig á því snemma að fólk mun alltaf bera okkur saman. View this post on Instagram A post shared by Benedikt Karlsson (@bensibae) Við höfum alltaf höndlað þetta vel og líka getað aðskilið tvíburastimpilinn og gert hluti í sitt hvoru lagi og saman án þess að það hafi áhrif á sambandið.“ Halldór vinnur nú sem búningahönnuður og vinnur að næstu seríu ráðherrans um þessar mundir. Hann útskrifaðist sem fatahönnuður frá LHÍ á síðasta ári. Báðir útskrifuðust þeir úr MR á sínum tíma, en Bensi ári á eftir Dóra. Bensi eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun þessa árs, Önnu Elínu, ásamt kærustu sinni Emilíu Madeleine Heenen. View this post on Instagram A post shared by Emilía Madeleine Heenen (@emiliamheenen) „Það að vera pabbi er geðveikt. Ég var búinn að fókusa svo mikið á það neikvæða við að vera pabbi, mér fannst eins og fólk væri líka alltaf að tala um það. Hvað lífið er erfitt og eigi eftir að breytast. Eins og ég sé að joina einhvern hóp sem er slæmur. Verði í einhverri refsingu með fólki. Þegar ég eignaðist síðan Önnu Elínu var ég varla búinn að pæla í hvað ég fengi í hendurnar. Ótrúlegt stykki af manneskju sem veitir manni ekkert eðlilega mikla gleði. Þetta er 24/7 vinna en þú ert á bestu launum í heimi.“
Líkamsræktarstöðvar Vistaskipti Heilsa Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira