ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2023 18:31 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, og Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ. Vísir/Egill/Vilhelm/Arnar Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. Í morgun sendi stjórn VR frá sér tilkynningu þar sem kom fram að stéttarfélagið hafi ákveðið hafi verið að hætta í viðskiptum við Íslandsbanka. Félagið hafði hótað þessu í lok júnímánaðar eftir að greint var frá því að bankinn hafi gerst sekur um alvarlegt lögbrot við sölu ríkisins á hlut í bankanum. Í tilkynningunni segir að viðbrögð bankans hafi verið ófullnægjandi. Ekki nóg gert Í sumar hafa meðal annars bankastjóri Íslandsbanka, einn framkvæmdastjóra bankans og yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar hans hætt störfum. Þá hætti helmingur stjórnar einnig störfum vegna sölunnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það þó ekki hafa verið nóg. „Það sem við vildum gera með þessari ákvörðun var að stíga fast til jarðar, setja strik í sandinn. Sýna það skýrt að þessi háttsemi mun hafa afleiðingar, ekki bara núna heldur líka í framtíðinni ef aðrir haga sér með þeim hætti og við eigum í viðskiptum við viðkomandi fyrirtæki. Setja ákveðið fordæmi,“ segir Ragnar. Klippa: ASÍ hætta einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Dapurlegt af stjórnendum Hann segir það vera dapurlegt að horfa upp á stjórnendur sem þekkja reglur fjármálafyrirtækja svo vel, brjóta þær jafn mikið og raun ber vitni. „Það eru gerðar gríðarlegar kröfur til starfsfólks sem starfar hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki bara af eftirlitsaðilum, Seðlabankanum, fjármálaeftirlitinu, löggjafanum heldur líka stjórnendum sem síðan ganga fram með þeim hætti sem þeir gera. Þetta á ekki að þekkjast í okkar samfélagi sérstaklega ekki miðað við það sem undan hefur gengið, eins og heilt fjármálahrun,“ segir Ragnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miðstjórn Alþýðusambands Íslands einnig ákveðið að hætta í viðskiptum við bankann. Félagsmenn ASÍ eru 127 þúsund talsins en Finnbjörn A. Hermannsson, formaður sambandsins, gaf ekki kost á sér í viðtal vegna málsins þegar fréttastofa óskaði eftir því fyrr í dag. Stéttarfélög Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar ASÍ Tengdar fréttir „Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í morgun sendi stjórn VR frá sér tilkynningu þar sem kom fram að stéttarfélagið hafi ákveðið hafi verið að hætta í viðskiptum við Íslandsbanka. Félagið hafði hótað þessu í lok júnímánaðar eftir að greint var frá því að bankinn hafi gerst sekur um alvarlegt lögbrot við sölu ríkisins á hlut í bankanum. Í tilkynningunni segir að viðbrögð bankans hafi verið ófullnægjandi. Ekki nóg gert Í sumar hafa meðal annars bankastjóri Íslandsbanka, einn framkvæmdastjóra bankans og yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar hans hætt störfum. Þá hætti helmingur stjórnar einnig störfum vegna sölunnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það þó ekki hafa verið nóg. „Það sem við vildum gera með þessari ákvörðun var að stíga fast til jarðar, setja strik í sandinn. Sýna það skýrt að þessi háttsemi mun hafa afleiðingar, ekki bara núna heldur líka í framtíðinni ef aðrir haga sér með þeim hætti og við eigum í viðskiptum við viðkomandi fyrirtæki. Setja ákveðið fordæmi,“ segir Ragnar. Klippa: ASÍ hætta einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Dapurlegt af stjórnendum Hann segir það vera dapurlegt að horfa upp á stjórnendur sem þekkja reglur fjármálafyrirtækja svo vel, brjóta þær jafn mikið og raun ber vitni. „Það eru gerðar gríðarlegar kröfur til starfsfólks sem starfar hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki bara af eftirlitsaðilum, Seðlabankanum, fjármálaeftirlitinu, löggjafanum heldur líka stjórnendum sem síðan ganga fram með þeim hætti sem þeir gera. Þetta á ekki að þekkjast í okkar samfélagi sérstaklega ekki miðað við það sem undan hefur gengið, eins og heilt fjármálahrun,“ segir Ragnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miðstjórn Alþýðusambands Íslands einnig ákveðið að hætta í viðskiptum við bankann. Félagsmenn ASÍ eru 127 þúsund talsins en Finnbjörn A. Hermannsson, formaður sambandsins, gaf ekki kost á sér í viðtal vegna málsins þegar fréttastofa óskaði eftir því fyrr í dag.
Stéttarfélög Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar ASÍ Tengdar fréttir „Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59