Skuldir fljótar að safnast upp ef nokkrir mánuðir fara í ranga átt Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2023 11:58 Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar. Aðsend Formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar segir fimleikafélag bæjarins þurfa að sameinast öðru íþróttafélagi svo laga megi reksturinn. Bærinn mun sjá til þess að fimleikastarfið hefjist aftur í haust, sama hvað, en félagið skuldar um tuttugu milljónir. Í gær var greint frá því að FIMAK, fimleikafélag Akureyrar, glímir við fjárhagserfiðleika en útlit er fyrir að félagið muni skulda yfir tuttugu milljónir króna í lok sumars. Hefur bærinn þurft að hlaupa undir bagga hvað varðar launakostnað í sumar. Var það gert með því skilyrði að félagið færi í sameiningarviðræður með annað hvort Þór eða KA sem eru stærstu íþróttafélög bæjarins. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar, segir afarkostinn hafa verið settan svo hægt væri að hafa meira eftirlit með fjármálunum. „Þetta er allt gert í sjálfboðavinnu og í stóru félögunum eru stöðugildi í vinnu bara til að sjá um fjármálin. Það er svona aðalástæðan. Þannig það séu ekki einhverjir foreldrar að sjá um alla þessa veltu sem er hjá fimleikadeildinni,“ segir Heimir en veltan er um sjötíu milljónir á ári. Ekki farið rétt að í fjármálunum Síðustu sex ár hafi klúbburinn ekki verið með fjármálin alveg í lagi. „Æfingagjöldin voru ekki hækkuð nægilega mikið, ekki rukkað fyrir ferðakostnað. Þetta er rosalega fljótt að koma í svona stórum klúbbi ef nokkrir mánuðir fara í ranga átt, þá er þetta rosa fljótt að koma. Þetta verður bara allt í góðum blóma næstu árin, ekki spurning,“ segir Heimir. Um 450 iðkendur eru í fimleikafélaginu og segir Heimir að sama hvað muni þeir geta haldið áfram að æfa fimleika í haust. „Við búum bara til gott plan og bara verum bjartsýn um næstu ár fyrir hönd félagsins,“ segir Heimir að lokum. Akureyri Fimleikar Íþróttir barna Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Í gær var greint frá því að FIMAK, fimleikafélag Akureyrar, glímir við fjárhagserfiðleika en útlit er fyrir að félagið muni skulda yfir tuttugu milljónir króna í lok sumars. Hefur bærinn þurft að hlaupa undir bagga hvað varðar launakostnað í sumar. Var það gert með því skilyrði að félagið færi í sameiningarviðræður með annað hvort Þór eða KA sem eru stærstu íþróttafélög bæjarins. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar, segir afarkostinn hafa verið settan svo hægt væri að hafa meira eftirlit með fjármálunum. „Þetta er allt gert í sjálfboðavinnu og í stóru félögunum eru stöðugildi í vinnu bara til að sjá um fjármálin. Það er svona aðalástæðan. Þannig það séu ekki einhverjir foreldrar að sjá um alla þessa veltu sem er hjá fimleikadeildinni,“ segir Heimir en veltan er um sjötíu milljónir á ári. Ekki farið rétt að í fjármálunum Síðustu sex ár hafi klúbburinn ekki verið með fjármálin alveg í lagi. „Æfingagjöldin voru ekki hækkuð nægilega mikið, ekki rukkað fyrir ferðakostnað. Þetta er rosalega fljótt að koma í svona stórum klúbbi ef nokkrir mánuðir fara í ranga átt, þá er þetta rosa fljótt að koma. Þetta verður bara allt í góðum blóma næstu árin, ekki spurning,“ segir Heimir. Um 450 iðkendur eru í fimleikafélaginu og segir Heimir að sama hvað muni þeir geta haldið áfram að æfa fimleika í haust. „Við búum bara til gott plan og bara verum bjartsýn um næstu ár fyrir hönd félagsins,“ segir Heimir að lokum.
Akureyri Fimleikar Íþróttir barna Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu