Sannkallaður Hollywood-endir hjá Hollywood-liðinu í Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2023 22:46 Elliott Lee fagnar en hann sá til þess að Wrexham fékk stig í dag. Twitter@Wrexham_AFC Wrexham í ensku D-deildinni í knattspyrnu heldur áfram að vekja athygli en liðið skaust upp á sjónarsviðið þegar Ryan Reynolds og Rob McElhenney festu kaup á liðinu. Í dag gerði liðið 5-5 jafntefli við Swindon Town eftir að vera tveimur mörkum undir þegar venjulegum leiktíma var lokið. Wrexham hefur ekki byrjað lífið í D-deildinni jafnvel og vonast var til. Liðið tapaði 3-5 á heimavelli fyrir MK Dons í 1. umferð, gerði 1-1 jafntefli við AFC Wimbledon í 2. umferð og vann svo loks Walsall 4-2 í þeirri þriðju. Wrexham have played four games in League Two this season:LDWD 13 goals scored 13 goals conceded6.5 goals per game. https://t.co/4EVdu68Byl— Squawka (@Squawka) August 19, 2023 Í dag var því fullkominn tími til að hamra járnið meðan það var heitt og vinna annan leikinn í röð, það virtist þó aldrei í myndinni. Gestirnir komust yfir á 17. mínútu og tíu mínútum síðar var staðan orðin 0-2. Jake Bickerstaff minnkaði muninn í 1-2 en Swindon svaraði með tveimur mörkum og var 4-1 yfir í hálfleik. Phil Parkinson, þjálfari Wrexham, hefur eitthvað sagt við sína menn í hálfleik því Elliott Lee og James Jones minnkuðu muninn 3-4 í upphafi síðari hálfleiks. Þegar tuttugu mínútur tæplega lifðu leiks skoruðu gestirnir fimmta mark sitt og voru 5-3 yfir þegar venjulegur leiktími rann sitt skeið. Það virtist stefna í annað 3-5 tap Wrexham á heimavelli en annað kom á daginn. Jones skoraði sitt annað mark á 92. mínútu og gaf heimamönnum þannig líflínu. Hana greip Lee og jafnaði metin þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 5-5 í hreint út sagt ótrúlegum leik og eðlilega tjáðu eigendurnir sig strax og leik lauk. „Útskýra fyrir Bandaríkjamönnum hvernig jafntefli er í raun sigur (Þáttur 3, þáttaröð 3),“ sagði McElhenney á Twitter-síðu sinni en reikna má með að leikur dagsins verði gerð góð skil í raunveruleikaþáttunum um liðið. Explaining to Americans when a tie is actually a win (episode 3 season 3) pic.twitter.com/Ranu6CCSRV— Rob McElhenney (@RMcElhenney) August 19, 2023 „Svo mikið hjarta #AldreiFaraSnemmaAfWrexhamLeik,“ sagði Reynolds einfaldlega á Twitter-síðu sinni. So much heart. #NeverLeaveAWrexhamMatchEarly https://t.co/CSZT4KUC8L— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) August 19, 2023 Wrexham, sem setur stefnuna án efa á að komast upp um deild, er sem stendur með 5 stig í 15. sæti að loknum 4 leikjum. Gillingham trónir á toppi D-deildarinnar með 12 stig en MK Dons er í 2. sæti með 9 stig. Fótbolti Enski boltinn Hollywood Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Wrexham hefur ekki byrjað lífið í D-deildinni jafnvel og vonast var til. Liðið tapaði 3-5 á heimavelli fyrir MK Dons í 1. umferð, gerði 1-1 jafntefli við AFC Wimbledon í 2. umferð og vann svo loks Walsall 4-2 í þeirri þriðju. Wrexham have played four games in League Two this season:LDWD 13 goals scored 13 goals conceded6.5 goals per game. https://t.co/4EVdu68Byl— Squawka (@Squawka) August 19, 2023 Í dag var því fullkominn tími til að hamra járnið meðan það var heitt og vinna annan leikinn í röð, það virtist þó aldrei í myndinni. Gestirnir komust yfir á 17. mínútu og tíu mínútum síðar var staðan orðin 0-2. Jake Bickerstaff minnkaði muninn í 1-2 en Swindon svaraði með tveimur mörkum og var 4-1 yfir í hálfleik. Phil Parkinson, þjálfari Wrexham, hefur eitthvað sagt við sína menn í hálfleik því Elliott Lee og James Jones minnkuðu muninn 3-4 í upphafi síðari hálfleiks. Þegar tuttugu mínútur tæplega lifðu leiks skoruðu gestirnir fimmta mark sitt og voru 5-3 yfir þegar venjulegur leiktími rann sitt skeið. Það virtist stefna í annað 3-5 tap Wrexham á heimavelli en annað kom á daginn. Jones skoraði sitt annað mark á 92. mínútu og gaf heimamönnum þannig líflínu. Hana greip Lee og jafnaði metin þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 5-5 í hreint út sagt ótrúlegum leik og eðlilega tjáðu eigendurnir sig strax og leik lauk. „Útskýra fyrir Bandaríkjamönnum hvernig jafntefli er í raun sigur (Þáttur 3, þáttaröð 3),“ sagði McElhenney á Twitter-síðu sinni en reikna má með að leikur dagsins verði gerð góð skil í raunveruleikaþáttunum um liðið. Explaining to Americans when a tie is actually a win (episode 3 season 3) pic.twitter.com/Ranu6CCSRV— Rob McElhenney (@RMcElhenney) August 19, 2023 „Svo mikið hjarta #AldreiFaraSnemmaAfWrexhamLeik,“ sagði Reynolds einfaldlega á Twitter-síðu sinni. So much heart. #NeverLeaveAWrexhamMatchEarly https://t.co/CSZT4KUC8L— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) August 19, 2023 Wrexham, sem setur stefnuna án efa á að komast upp um deild, er sem stendur með 5 stig í 15. sæti að loknum 4 leikjum. Gillingham trónir á toppi D-deildarinnar með 12 stig en MK Dons er í 2. sæti með 9 stig.
Fótbolti Enski boltinn Hollywood Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira