Heimsmeistarinn Hermoso ekki sátt með rembingskoss forseta spænska sambandsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2023 23:31 Hermoso var til í að kyssa bikarinn en ekki forseta spænska knattspyrnusambandsins. Daniela Porcelli/Getty Images/Skjáskot Jennifer Hermoso spilaði stóran þátt í því að Spánn varð í fyrsta skipti heimsmeistari kvenna í knattspyrnu á sunnudag þegar liðið lagði England 1-0 í úrslitum. Ásamt því að fá gullverðlaun sín frá forseta spænska knattspyrnusambandsins fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss. Olga Carmona Garcia skoraði markið sem tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil og Hermoso fékk kjörið tækifæri til að gera út um leikinn á 70. mínútu þegar Spánn fékk vítaspyrnu. Mary Earps, markvörður Englands, gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Hermoso en það kom ekki að sök. Spánn hrósaði sigri og varð heimsmeistari í fyrsta skipti. Hin 33 ára gamla Hermoso sýndi að lengi býr í gömlum glæðum en framherjinn spilaði á miðjunni nær allt mótið og gerði það óaðfinnanlega. Þegar Spánverjar fengu afhent gullverðlaun sín eftir leik þá ákvað Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, að taka utan um andlit Hermoso og kyssa hana á munninn. Forsetinn hefur fengið á baukinn á samfélagsmiðlum enda fólk almennt á því að gríðarlega óviðeigandi hegðun hafi verið að ræða. „Eh … já, ég naut þessi engan veginn,“ sagði Hermoso þegar hún var spurð út í atvikið í viðtali eftir á. Jennifer Hermoso sur le baiser de Luis Rubiales : "Je n'ai pas aimé"pic.twitter.com/zArtGYeFnc— LigActu (@LigActu) August 20, 2023 Þær spænsku hafa verið í sviðsljósinu á HM enda vantaði fjöldann allan af frábærum leikmönnum í leikmannahóp liðsins vegna hegðunar Jorge Vilda, þjálfara liðsins. Alls skrifuðu 15 leikmenn liðsins undir bréf þar sem vottað var fyirr því að Vilda hefði slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Þá voru aðferðir hans gagnrýndar. Vakti það mikla athygli þegar liðið sást fagna í leikslok að Vilda fagnaði með starfsliði sínu á meðan leikmenn Spánar fögnuðu saman. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spánn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Olga Carmona Garcia skoraði markið sem tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil og Hermoso fékk kjörið tækifæri til að gera út um leikinn á 70. mínútu þegar Spánn fékk vítaspyrnu. Mary Earps, markvörður Englands, gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Hermoso en það kom ekki að sök. Spánn hrósaði sigri og varð heimsmeistari í fyrsta skipti. Hin 33 ára gamla Hermoso sýndi að lengi býr í gömlum glæðum en framherjinn spilaði á miðjunni nær allt mótið og gerði það óaðfinnanlega. Þegar Spánverjar fengu afhent gullverðlaun sín eftir leik þá ákvað Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, að taka utan um andlit Hermoso og kyssa hana á munninn. Forsetinn hefur fengið á baukinn á samfélagsmiðlum enda fólk almennt á því að gríðarlega óviðeigandi hegðun hafi verið að ræða. „Eh … já, ég naut þessi engan veginn,“ sagði Hermoso þegar hún var spurð út í atvikið í viðtali eftir á. Jennifer Hermoso sur le baiser de Luis Rubiales : "Je n'ai pas aimé"pic.twitter.com/zArtGYeFnc— LigActu (@LigActu) August 20, 2023 Þær spænsku hafa verið í sviðsljósinu á HM enda vantaði fjöldann allan af frábærum leikmönnum í leikmannahóp liðsins vegna hegðunar Jorge Vilda, þjálfara liðsins. Alls skrifuðu 15 leikmenn liðsins undir bréf þar sem vottað var fyirr því að Vilda hefði slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Þá voru aðferðir hans gagnrýndar. Vakti það mikla athygli þegar liðið sást fagna í leikslok að Vilda fagnaði með starfsliði sínu á meðan leikmenn Spánar fögnuðu saman.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spánn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira