Hefur ekki heyrt af dýrum sem brunnu inni Bjarki Sigurðsson skrifar 21. ágúst 2023 11:28 Mikill meirihluti hússins er ónýtur. Vísir/Vilhelm Vettvangur þar sem gríðarlegur eldsvoði varð í Hafnarfirði í gær hefur verið afhentur lögreglu. Slökkvistarfi lauk í nótt eftir tólf tíma aðgerð. Slökkvistjórinn segist ekki vita til þess að dýr hafi brunnið inni. Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um brunann rétt eftir klukkan eitt í gær. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði þar sem einnig var ósamþykkt búseta. Fjöldi fólks var inni í húsinu sofandi er eldurinn kviknaði en tókst að koma öllum út í tæka tíð. Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu nú hafa vettvanginn til rannsóknar en meðal þess sem rannsakað verður eru hver eldsupptökin voru. „En hjá okkur hefur tekið við að fara yfir, kannski tvíþætt, annars vegar að ganga frá eftir þetta mikla slökkvistarf í gær og því að koma öllum hlutum í lag hjá okkur. Síðan erum við að fara yfir húsnæðið, teikningarnar af því og aðeins að velta upp stöðunni hvað varðar húsnæðið og búsetuna sem var í því,“ segir Birgir. Húsið í heild sinni er eyðilagt fyrir utan bílskúrseiningar á suðurhlið hússins. Voru þar eldvarnarveggir sem héldu út. „Það er auðvitað þannig að eldvarnarveggir eru gerðir til þess að standa ákveðið álag í ákveðið langan tíma. Ég ætla ekkert að fullyrða um það að það hafi ekki verið einhverjir slíkir veggir í húsinu sem síðan hafi gefið sig af því að brunaálagið varð svona mikið og lengi,“ segir Birgir. Á samfélagsmiðlum hafa birst færslur frá íbúum hússins sem leita að gæludýrum sínum sem gætu hafa orðið eftir inni. Birgir segist ekki hafa fengið neinar tilkynningar um gæludýr sem ekki tókst að bjarga. „Við höfum ekki fengið til okkar á þann máta eins og þú nefnir,“ segir Birgir að lokum. Slökkvilið Bruni á Hvaleyrarbraut Lögreglumál Hafnarfjörður Gæludýr Dýr Tengdar fréttir Slökkvistarfi lauk undir morgun Síðustu slökkviliðsmenn fóru af vettvangi stórbruna við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði um klukkan 04:30 í morgun. 21. ágúst 2023 06:40 Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49 Tjón sem slagar upp í 90 milljónir Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir. 20. ágúst 2023 20:35 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um brunann rétt eftir klukkan eitt í gær. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði þar sem einnig var ósamþykkt búseta. Fjöldi fólks var inni í húsinu sofandi er eldurinn kviknaði en tókst að koma öllum út í tæka tíð. Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu nú hafa vettvanginn til rannsóknar en meðal þess sem rannsakað verður eru hver eldsupptökin voru. „En hjá okkur hefur tekið við að fara yfir, kannski tvíþætt, annars vegar að ganga frá eftir þetta mikla slökkvistarf í gær og því að koma öllum hlutum í lag hjá okkur. Síðan erum við að fara yfir húsnæðið, teikningarnar af því og aðeins að velta upp stöðunni hvað varðar húsnæðið og búsetuna sem var í því,“ segir Birgir. Húsið í heild sinni er eyðilagt fyrir utan bílskúrseiningar á suðurhlið hússins. Voru þar eldvarnarveggir sem héldu út. „Það er auðvitað þannig að eldvarnarveggir eru gerðir til þess að standa ákveðið álag í ákveðið langan tíma. Ég ætla ekkert að fullyrða um það að það hafi ekki verið einhverjir slíkir veggir í húsinu sem síðan hafi gefið sig af því að brunaálagið varð svona mikið og lengi,“ segir Birgir. Á samfélagsmiðlum hafa birst færslur frá íbúum hússins sem leita að gæludýrum sínum sem gætu hafa orðið eftir inni. Birgir segist ekki hafa fengið neinar tilkynningar um gæludýr sem ekki tókst að bjarga. „Við höfum ekki fengið til okkar á þann máta eins og þú nefnir,“ segir Birgir að lokum.
Slökkvilið Bruni á Hvaleyrarbraut Lögreglumál Hafnarfjörður Gæludýr Dýr Tengdar fréttir Slökkvistarfi lauk undir morgun Síðustu slökkviliðsmenn fóru af vettvangi stórbruna við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði um klukkan 04:30 í morgun. 21. ágúst 2023 06:40 Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49 Tjón sem slagar upp í 90 milljónir Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir. 20. ágúst 2023 20:35 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Slökkvistarfi lauk undir morgun Síðustu slökkviliðsmenn fóru af vettvangi stórbruna við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði um klukkan 04:30 í morgun. 21. ágúst 2023 06:40
Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49
Tjón sem slagar upp í 90 milljónir Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir. 20. ágúst 2023 20:35