„Það eru ennþá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2023 12:50 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ. Öll samtökin hafa í sumar ákveðið að hætta viðskiptum sínum við Íslandsbanka. Vísir Þrenn stór félagasamtök hafa hætt viðskiptum sínum við Íslandsbanka í sumar með samtals milljarða viðskipti við bankann. Fyrsti varaforseti ASÍ segir að ákvörðun samtakana um að hætta viðskiptum verði ekki haggað. Alþýðusamband Íslands ákvað fyrir helgi hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og fyrsti varaforseti ASÍ segir viðbrögð Íslandsbanka vegna brota hans við sölu á hlut ríkisins í bankanum hafa valdið miklum vonbrigðum. „Það eru enn þá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur í þessum leik og hluti af stjórninni líka. Það gefur auga leið að þá er einfaldlega ekki nógu langt gengið í að ávinna sér traust á ný. Það eru þessi sterku skilaboð sem við og ASÍ erum að senda út. Við erum að setja strik í sandinn. Við höfnum þessari háttsemi stjórnenda í viðskiptalífinu,“ segir Ragnar. Ekki sé búið að ákveða hver verði viðskiptabanki VR verður. Þá muni ákvörðun ASÍ um að hætta viðskiptum við bankann standa. „Þetta var ákvörðun sem var tekin á miðstjórnarfundi ASÍ og henni verður ekkert haggað,“ segir Ingólfur. Ekki haft samband við Lífeyrissjóð verzlunarmanna Lífeyrissjóður verzlunarmanna á tæplega sjö prósent í Íslandsbanka og er fjórði stærsti hluthafi bankans. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í júní að færi svo að VR hætti viðskiptum við Íslandsbanka yrði þeim skilaboðum beint til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að gera slíkt hið sama. Hann segist hins vegar ekki hafa gert það nú. „Ég hef ekki verið í neinum samskiptum við lífeyrissjóðinn. Það er bara stjórn sjóðsins að taka ákvörðun um það hvort að hún telji að það sé þörf á að beina viðskiptum sínum eitthvert annað. En ef ég væri lífeyrissjóður þá myndi ég hugsa mig vel um hvort að bankinn sé raunverulega að gæta ítrustu hagsmuna félagsmanna minna,“ segir Ragnar. Neytendasamtökin hætt viðskiptum Neytendasamtökin ákváði í sumar að hætta viðskiptum við bankann og hafa þegar beint viðskiptum sínum til annars banka. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. „Stjórn Neytendasamtakanna kom saman í júní og tók þá ákvörðun vegna sölu bankans og aðkomu starfsmanna bankans að henni að hætta viðskiptum við Íslandsbanka og framkvæmdastjóra var falið að beina viðskiptum sínum til annars banka og það var gert,“ segir Breki. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Stéttarfélög ASÍ Neytendur Tengdar fréttir Neytendasamtökin einnig hætt viðskiptum við Íslandsbanka Neytendasamtökin hafa bæst í hóp þeirra aðila sem hafa hætt viðskiptum við Íslandsbanka í kjölfar brota sem framin voru þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur í mars síðastliðnum. 21. ágúst 2023 07:13 ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18. ágúst 2023 18:31 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Alþýðusamband Íslands ákvað fyrir helgi hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og fyrsti varaforseti ASÍ segir viðbrögð Íslandsbanka vegna brota hans við sölu á hlut ríkisins í bankanum hafa valdið miklum vonbrigðum. „Það eru enn þá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur í þessum leik og hluti af stjórninni líka. Það gefur auga leið að þá er einfaldlega ekki nógu langt gengið í að ávinna sér traust á ný. Það eru þessi sterku skilaboð sem við og ASÍ erum að senda út. Við erum að setja strik í sandinn. Við höfnum þessari háttsemi stjórnenda í viðskiptalífinu,“ segir Ragnar. Ekki sé búið að ákveða hver verði viðskiptabanki VR verður. Þá muni ákvörðun ASÍ um að hætta viðskiptum við bankann standa. „Þetta var ákvörðun sem var tekin á miðstjórnarfundi ASÍ og henni verður ekkert haggað,“ segir Ingólfur. Ekki haft samband við Lífeyrissjóð verzlunarmanna Lífeyrissjóður verzlunarmanna á tæplega sjö prósent í Íslandsbanka og er fjórði stærsti hluthafi bankans. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í júní að færi svo að VR hætti viðskiptum við Íslandsbanka yrði þeim skilaboðum beint til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að gera slíkt hið sama. Hann segist hins vegar ekki hafa gert það nú. „Ég hef ekki verið í neinum samskiptum við lífeyrissjóðinn. Það er bara stjórn sjóðsins að taka ákvörðun um það hvort að hún telji að það sé þörf á að beina viðskiptum sínum eitthvert annað. En ef ég væri lífeyrissjóður þá myndi ég hugsa mig vel um hvort að bankinn sé raunverulega að gæta ítrustu hagsmuna félagsmanna minna,“ segir Ragnar. Neytendasamtökin hætt viðskiptum Neytendasamtökin ákváði í sumar að hætta viðskiptum við bankann og hafa þegar beint viðskiptum sínum til annars banka. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. „Stjórn Neytendasamtakanna kom saman í júní og tók þá ákvörðun vegna sölu bankans og aðkomu starfsmanna bankans að henni að hætta viðskiptum við Íslandsbanka og framkvæmdastjóra var falið að beina viðskiptum sínum til annars banka og það var gert,“ segir Breki.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Stéttarfélög ASÍ Neytendur Tengdar fréttir Neytendasamtökin einnig hætt viðskiptum við Íslandsbanka Neytendasamtökin hafa bæst í hóp þeirra aðila sem hafa hætt viðskiptum við Íslandsbanka í kjölfar brota sem framin voru þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur í mars síðastliðnum. 21. ágúst 2023 07:13 ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18. ágúst 2023 18:31 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Neytendasamtökin einnig hætt viðskiptum við Íslandsbanka Neytendasamtökin hafa bæst í hóp þeirra aðila sem hafa hætt viðskiptum við Íslandsbanka í kjölfar brota sem framin voru þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur í mars síðastliðnum. 21. ágúst 2023 07:13
ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18. ágúst 2023 18:31