Lögbrotin hafi verið ásetningur en ekki mistök Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2023 18:32 Bankastjóri Íslandsbanka ætlar að gera sitt besta til að endurnýja traust hjá þeim viðskiptavinum sem snúið hafa baki við bankanum. Ekki sé þó að vænta frekari breytinga á næstunni á stjórn eða starfsmannahaldi. Forseti ASÍ segir lögbrot bankans hafa verið alvarlegur ásetningur og því hafi samtökin ákveðið að hætta viðskiptum við hann. Neytendasamtökin hættu viðskiptum sínum við Íslandsbanka í júní eftir að Fjármálaeftirlitið sektaði bankann yfir milljarð vegna lögbrota við útboð á hlut ríkisins í honum á síðasta ári. VR tilkynnti á föstudaginn að félagið hygðist hætta viðskiptum sínum við bankann vegna málsins. Formaður VR sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ekki væri nóg að bankastjóri, hluti af stjórn og nokkrir starfsmenn bankans hefðu látið af störfum vegna málsins. Það hefði þurft enn meiri endurnýjun. Miðstjórn ASÍ kom saman eftir sumarfrí á miðvikudaginn í síðustu viku og ákvað þar að slíta viðskiptasambandi sínu við Íslandsbanka vegna þeirra lögbrota sem bankinn framdi við söluna á sjálfum sér á síðasta ári. „Alvarleg lögbrot voru framin við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Miðstjórn var einhuga um að slíta þessu viðskiptasambandi. Við teljum að þetta fyrirkomulag sölu á hlutum í Íslandsbanka hafi verið ásetningur en ekki mistök,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ . Finnbjörn hitti stjórnendur Íslandsbanka í dag og tilkynnti þeim formlega um ákvörðun samtakanna. Hann segir að fyrst og fremst sé verið að mótmæla háttsemi starfsmanna í sjálfu útboðinu á bankanum en ekki þeim viðbrögðum sem síðar komu. „Það er mjög gott og virðingarvert af Íslandsbanka að taka þessi lögbrot mjög alvarlega en gjörningurinn er stendur og við erum að mótmæla honum með því að færa okkar viðskipti,“ segir hann. Hann útilokar ekki að ASÍ hefji aftur viðskipti við Íslandsbanka en alls tóku samtökin um átta hundruð milljónir króna út úr Íslandsbanka í dag. „Það má vel vera að við förum aftur til baka en þeir verða bara að sanna sig að þeir séu traustsins verðir,“ segir Finnbjörn. Sárt að missa viðskiptavini Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka vonast til að fá félagasamtökin þrjú aftur í viðskipti. „Það er sárt að missa viðskiptavini. Við munum gera okkar besta til að endurvinna traust þeirra og fá þau aftur í viðskipti ef mögulegt er,“ segir Jón Guðni Jón Guðni segist hafa lokið öllum breytingum á stjórn og starfsmannahaldi í kjölfar sekta Fjármálaeftirlitsins í sumar. Nú sé verið að fara yfir aðra ferla í bankanum. „Við erum búin að gera miklar breytingar í stjórnendateyminu, meirihluti stjórnar hefur breyst og nýr stjórnarformaður hefur tekið við. Við erum núna að vinna í úrbótaáætlun samræmi við sátt við Seðlabankann,“ segir Jón Guðni. Hann segir aðspurður að fáir hafi ákveðið að yfirgefa bankann eftir að Íslandsbankamálið svokallaða kom upp á síðasta ári. „Það hafa ekki verið margir en við tökum það hins vegar ávallt alvarlega þegar fólk hættir hjá okkur eins og síðustu daga,“ segir hann að lokum. Lítil verðlækkun Vendingar síðustu daga virðast hafa hreyft lítillega við verði á hlutabréfum í Íslandsbanka sem lækkuðu um tvö prósent í dag. Stærstu eigendur bankans eru ríkissjóður með um fjörutíu og tveggja prósenta hlut og níu lífeyrissjóðir sem fara samanlagt með um þriðjung í bankanum. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Tengdar fréttir „Það eru ennþá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur“ Þrenn stór félagasamtök hafa hætt viðskiptum sínum við Íslandsbanka í sumar með samtals milljarða viðskipti við bankann. Fyrsti varaforseti ASÍ segir að ákvörðun samtakana um að hætta viðskiptum verði ekki haggað. 21. ágúst 2023 12:50 ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18. ágúst 2023 18:31 „Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59 „Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59 Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. 29. júní 2023 18:47 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Neytendasamtökin hættu viðskiptum sínum við Íslandsbanka í júní eftir að Fjármálaeftirlitið sektaði bankann yfir milljarð vegna lögbrota við útboð á hlut ríkisins í honum á síðasta ári. VR tilkynnti á föstudaginn að félagið hygðist hætta viðskiptum sínum við bankann vegna málsins. Formaður VR sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ekki væri nóg að bankastjóri, hluti af stjórn og nokkrir starfsmenn bankans hefðu látið af störfum vegna málsins. Það hefði þurft enn meiri endurnýjun. Miðstjórn ASÍ kom saman eftir sumarfrí á miðvikudaginn í síðustu viku og ákvað þar að slíta viðskiptasambandi sínu við Íslandsbanka vegna þeirra lögbrota sem bankinn framdi við söluna á sjálfum sér á síðasta ári. „Alvarleg lögbrot voru framin við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Miðstjórn var einhuga um að slíta þessu viðskiptasambandi. Við teljum að þetta fyrirkomulag sölu á hlutum í Íslandsbanka hafi verið ásetningur en ekki mistök,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ . Finnbjörn hitti stjórnendur Íslandsbanka í dag og tilkynnti þeim formlega um ákvörðun samtakanna. Hann segir að fyrst og fremst sé verið að mótmæla háttsemi starfsmanna í sjálfu útboðinu á bankanum en ekki þeim viðbrögðum sem síðar komu. „Það er mjög gott og virðingarvert af Íslandsbanka að taka þessi lögbrot mjög alvarlega en gjörningurinn er stendur og við erum að mótmæla honum með því að færa okkar viðskipti,“ segir hann. Hann útilokar ekki að ASÍ hefji aftur viðskipti við Íslandsbanka en alls tóku samtökin um átta hundruð milljónir króna út úr Íslandsbanka í dag. „Það má vel vera að við förum aftur til baka en þeir verða bara að sanna sig að þeir séu traustsins verðir,“ segir Finnbjörn. Sárt að missa viðskiptavini Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka vonast til að fá félagasamtökin þrjú aftur í viðskipti. „Það er sárt að missa viðskiptavini. Við munum gera okkar besta til að endurvinna traust þeirra og fá þau aftur í viðskipti ef mögulegt er,“ segir Jón Guðni Jón Guðni segist hafa lokið öllum breytingum á stjórn og starfsmannahaldi í kjölfar sekta Fjármálaeftirlitsins í sumar. Nú sé verið að fara yfir aðra ferla í bankanum. „Við erum búin að gera miklar breytingar í stjórnendateyminu, meirihluti stjórnar hefur breyst og nýr stjórnarformaður hefur tekið við. Við erum núna að vinna í úrbótaáætlun samræmi við sátt við Seðlabankann,“ segir Jón Guðni. Hann segir aðspurður að fáir hafi ákveðið að yfirgefa bankann eftir að Íslandsbankamálið svokallaða kom upp á síðasta ári. „Það hafa ekki verið margir en við tökum það hins vegar ávallt alvarlega þegar fólk hættir hjá okkur eins og síðustu daga,“ segir hann að lokum. Lítil verðlækkun Vendingar síðustu daga virðast hafa hreyft lítillega við verði á hlutabréfum í Íslandsbanka sem lækkuðu um tvö prósent í dag. Stærstu eigendur bankans eru ríkissjóður með um fjörutíu og tveggja prósenta hlut og níu lífeyrissjóðir sem fara samanlagt með um þriðjung í bankanum.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Tengdar fréttir „Það eru ennþá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur“ Þrenn stór félagasamtök hafa hætt viðskiptum sínum við Íslandsbanka í sumar með samtals milljarða viðskipti við bankann. Fyrsti varaforseti ASÍ segir að ákvörðun samtakana um að hætta viðskiptum verði ekki haggað. 21. ágúst 2023 12:50 ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18. ágúst 2023 18:31 „Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59 „Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59 Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. 29. júní 2023 18:47 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
„Það eru ennþá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur“ Þrenn stór félagasamtök hafa hætt viðskiptum sínum við Íslandsbanka í sumar með samtals milljarða viðskipti við bankann. Fyrsti varaforseti ASÍ segir að ákvörðun samtakana um að hætta viðskiptum verði ekki haggað. 21. ágúst 2023 12:50
ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18. ágúst 2023 18:31
„Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59
„Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59
Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. 29. júní 2023 18:47
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu