Það tók Grím um klukkustund að landa laxinum en hann var einn að veiða. Þegar hann áttaði sig á því að þetta væri risa fiskur þá hringdi hann í félaga sinn, sem gæti þá orðið vitni að veiðinni og stærð fisksins. Vinurinn kom og tók nokkrar myndir af Grími með fiskinn.
„Svona gerist bara einu sinni á ævinni, þannig að ég varð að hafa vitni,“ segir Grímur hlæjandi og stoltur.

Langaafi Gríms, Egill Thorarensen kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga, veiddi risa lax á þessum sama stað á sínum tíma en hann var 36 pund.