Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. ágúst 2023 21:15 Grímur með laxinn, sem hann veiddi við Tannastaði í gær, risa fisk, sem var sleppt. Aðsend „Þetta er lang, langstærsti lax, sem ég hef fengið en ég veiddi hann á flugu, sem heitir „Black chost" við Tannastaði undir Ingólfsfjalli í gær. Hann hefur verið 32 til 34 pund en ég sleppti honum strax,” segir Grímur Arnarson, veiðimaður búsettur á Selfossi. Það tók Grím um klukkustund að landa laxinum en hann var einn að veiða. Þegar hann áttaði sig á því að þetta væri risa fiskur þá hringdi hann í félaga sinn, sem gæti þá orðið vitni að veiðinni og stærð fisksins. Vinurinn kom og tók nokkrar myndir af Grími með fiskinn. „Svona gerist bara einu sinni á ævinni, þannig að ég varð að hafa vitni,“ segir Grímur hlæjandi og stoltur. Grímur og styttan af langaafa hans, Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga. Hann var líka góður veiðimaður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Langaafi Gríms, Egill Thorarensen kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga, veiddi risa lax á þessum sama stað á sínum tíma en hann var 36 pund. Ölfus Lax Stangveiði Árborg Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði
Það tók Grím um klukkustund að landa laxinum en hann var einn að veiða. Þegar hann áttaði sig á því að þetta væri risa fiskur þá hringdi hann í félaga sinn, sem gæti þá orðið vitni að veiðinni og stærð fisksins. Vinurinn kom og tók nokkrar myndir af Grími með fiskinn. „Svona gerist bara einu sinni á ævinni, þannig að ég varð að hafa vitni,“ segir Grímur hlæjandi og stoltur. Grímur og styttan af langaafa hans, Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga. Hann var líka góður veiðimaður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Langaafi Gríms, Egill Thorarensen kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga, veiddi risa lax á þessum sama stað á sínum tíma en hann var 36 pund.
Ölfus Lax Stangveiði Árborg Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði