Stungu tekjum kvenna í eigin vasa og töluðu um að hneppa þær í þrældóm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2023 12:22 Andrew Tate, fyrir utan dómshúsið í Búkarest. AP/Andreea Alexandru BBC hefur undir höndum afrit af samskiptum bræðranna Andrew og Tristan Tate, þar sem þeir kalla konur hórur, hafa í hótunum við þær og tala um að „hneppa tíkur í þrældóm“. Um er að ræða gögn í máli ákæruvaldsins í Rúmeníu gegn bræðrunum, sem hafa verið ákærðir fyrir mansal og önnur brot. Andrew Tate hefur einnig verið ákærður fyrir nauðgun. Meðal gagna málsins er meðal annars vitnisburður kvenna sem saksóknarar segja hafa búið saman í húsi nærri heimili Tate-bræðra í Búkarest. Konurnar segja bræðurna hafa haldið utan um aðganga á Only Fans og Tik Tok, þar sem þær voru neyddar til að koma fram en ágóðinn er sagður hafa runnið í vasa bræðranna. Georgiana Naghel, sem einnig er ákærð í málinu, er sögð hafa séð um fjármál í tengslum við rekstur síðanna og hafa greitt konunum ákveðna uppæð án þess að upplýsa þær um heildartekjur rekstursins. Konurnar segja bræðurna hafa eignað sér helming teknanna. Naghel er sögð hafa haft í hótunum við konurnar, hótað þeim ofbeldi og jafnvel lífláti. Bæði hún og bræðurnir neita sök. Konurnar eru sagðar hafa verið neyddar til að greiða sektir fyrir ýmis „brot“, til að mynda að gráta í beinni eða þurrka sér um nefnið. Þannig hafi þær jafnvel endað í skuld við bræðurna. „Ég vil ekki að þær séu með aðgangsorðin. Ég vil ekki að þær séu með neitt,“ segir Tristan í einum skilaboðum. „Ég vil ekki segja þeim að þær séu með OnlyFans, ég vil að ég og þú fáum þennan pening...,“ í öðrum. „Aðallega ætla ég að hneppa þessar tíkur í þrældóm. [...] Ég ætla að láta þær vinna fleiri og fleiri tíma. [...] ÞRÆLA vinnu. Lágmark 10 eða 12 tíma á dag.“ Sjálfur segir Andrew í skilaboðum að Tristan og Georgiana sjái um reksturinn en hann sé sá sem stjórnar. Þá er í gögnunum að finna samtal milli hans og konu sem neitar því í fyrstu að verða við kröfum um hópkynlíf. Síðar segir hún: Elskan, ég verð að drekka. Ég get ekki gert þetta án þess að drekka.“ „Ekki vera leiðinleg,“ svarar Andrew. „Ég vil sjá þig undirgefna mér. [...] Haltu kjafti hóran þín og gerðu eins og ég segi.“ Þess ber að geta að svörin hafa mögulega verið þýdd úr ensku yfir á rúmensku og svo aftur yfir á ensku. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Mál Andrew Tate Jafnréttismál Rúmenía Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Sjá meira
Um er að ræða gögn í máli ákæruvaldsins í Rúmeníu gegn bræðrunum, sem hafa verið ákærðir fyrir mansal og önnur brot. Andrew Tate hefur einnig verið ákærður fyrir nauðgun. Meðal gagna málsins er meðal annars vitnisburður kvenna sem saksóknarar segja hafa búið saman í húsi nærri heimili Tate-bræðra í Búkarest. Konurnar segja bræðurna hafa haldið utan um aðganga á Only Fans og Tik Tok, þar sem þær voru neyddar til að koma fram en ágóðinn er sagður hafa runnið í vasa bræðranna. Georgiana Naghel, sem einnig er ákærð í málinu, er sögð hafa séð um fjármál í tengslum við rekstur síðanna og hafa greitt konunum ákveðna uppæð án þess að upplýsa þær um heildartekjur rekstursins. Konurnar segja bræðurna hafa eignað sér helming teknanna. Naghel er sögð hafa haft í hótunum við konurnar, hótað þeim ofbeldi og jafnvel lífláti. Bæði hún og bræðurnir neita sök. Konurnar eru sagðar hafa verið neyddar til að greiða sektir fyrir ýmis „brot“, til að mynda að gráta í beinni eða þurrka sér um nefnið. Þannig hafi þær jafnvel endað í skuld við bræðurna. „Ég vil ekki að þær séu með aðgangsorðin. Ég vil ekki að þær séu með neitt,“ segir Tristan í einum skilaboðum. „Ég vil ekki segja þeim að þær séu með OnlyFans, ég vil að ég og þú fáum þennan pening...,“ í öðrum. „Aðallega ætla ég að hneppa þessar tíkur í þrældóm. [...] Ég ætla að láta þær vinna fleiri og fleiri tíma. [...] ÞRÆLA vinnu. Lágmark 10 eða 12 tíma á dag.“ Sjálfur segir Andrew í skilaboðum að Tristan og Georgiana sjái um reksturinn en hann sé sá sem stjórnar. Þá er í gögnunum að finna samtal milli hans og konu sem neitar því í fyrstu að verða við kröfum um hópkynlíf. Síðar segir hún: Elskan, ég verð að drekka. Ég get ekki gert þetta án þess að drekka.“ „Ekki vera leiðinleg,“ svarar Andrew. „Ég vil sjá þig undirgefna mér. [...] Haltu kjafti hóran þín og gerðu eins og ég segi.“ Þess ber að geta að svörin hafa mögulega verið þýdd úr ensku yfir á rúmensku og svo aftur yfir á ensku. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Mál Andrew Tate Jafnréttismál Rúmenía Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Sjá meira