Stungu tekjum kvenna í eigin vasa og töluðu um að hneppa þær í þrældóm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2023 12:22 Andrew Tate, fyrir utan dómshúsið í Búkarest. AP/Andreea Alexandru BBC hefur undir höndum afrit af samskiptum bræðranna Andrew og Tristan Tate, þar sem þeir kalla konur hórur, hafa í hótunum við þær og tala um að „hneppa tíkur í þrældóm“. Um er að ræða gögn í máli ákæruvaldsins í Rúmeníu gegn bræðrunum, sem hafa verið ákærðir fyrir mansal og önnur brot. Andrew Tate hefur einnig verið ákærður fyrir nauðgun. Meðal gagna málsins er meðal annars vitnisburður kvenna sem saksóknarar segja hafa búið saman í húsi nærri heimili Tate-bræðra í Búkarest. Konurnar segja bræðurna hafa haldið utan um aðganga á Only Fans og Tik Tok, þar sem þær voru neyddar til að koma fram en ágóðinn er sagður hafa runnið í vasa bræðranna. Georgiana Naghel, sem einnig er ákærð í málinu, er sögð hafa séð um fjármál í tengslum við rekstur síðanna og hafa greitt konunum ákveðna uppæð án þess að upplýsa þær um heildartekjur rekstursins. Konurnar segja bræðurna hafa eignað sér helming teknanna. Naghel er sögð hafa haft í hótunum við konurnar, hótað þeim ofbeldi og jafnvel lífláti. Bæði hún og bræðurnir neita sök. Konurnar eru sagðar hafa verið neyddar til að greiða sektir fyrir ýmis „brot“, til að mynda að gráta í beinni eða þurrka sér um nefnið. Þannig hafi þær jafnvel endað í skuld við bræðurna. „Ég vil ekki að þær séu með aðgangsorðin. Ég vil ekki að þær séu með neitt,“ segir Tristan í einum skilaboðum. „Ég vil ekki segja þeim að þær séu með OnlyFans, ég vil að ég og þú fáum þennan pening...,“ í öðrum. „Aðallega ætla ég að hneppa þessar tíkur í þrældóm. [...] Ég ætla að láta þær vinna fleiri og fleiri tíma. [...] ÞRÆLA vinnu. Lágmark 10 eða 12 tíma á dag.“ Sjálfur segir Andrew í skilaboðum að Tristan og Georgiana sjái um reksturinn en hann sé sá sem stjórnar. Þá er í gögnunum að finna samtal milli hans og konu sem neitar því í fyrstu að verða við kröfum um hópkynlíf. Síðar segir hún: Elskan, ég verð að drekka. Ég get ekki gert þetta án þess að drekka.“ „Ekki vera leiðinleg,“ svarar Andrew. „Ég vil sjá þig undirgefna mér. [...] Haltu kjafti hóran þín og gerðu eins og ég segi.“ Þess ber að geta að svörin hafa mögulega verið þýdd úr ensku yfir á rúmensku og svo aftur yfir á ensku. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Mál Andrew Tate Jafnréttismál Rúmenía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Um er að ræða gögn í máli ákæruvaldsins í Rúmeníu gegn bræðrunum, sem hafa verið ákærðir fyrir mansal og önnur brot. Andrew Tate hefur einnig verið ákærður fyrir nauðgun. Meðal gagna málsins er meðal annars vitnisburður kvenna sem saksóknarar segja hafa búið saman í húsi nærri heimili Tate-bræðra í Búkarest. Konurnar segja bræðurna hafa haldið utan um aðganga á Only Fans og Tik Tok, þar sem þær voru neyddar til að koma fram en ágóðinn er sagður hafa runnið í vasa bræðranna. Georgiana Naghel, sem einnig er ákærð í málinu, er sögð hafa séð um fjármál í tengslum við rekstur síðanna og hafa greitt konunum ákveðna uppæð án þess að upplýsa þær um heildartekjur rekstursins. Konurnar segja bræðurna hafa eignað sér helming teknanna. Naghel er sögð hafa haft í hótunum við konurnar, hótað þeim ofbeldi og jafnvel lífláti. Bæði hún og bræðurnir neita sök. Konurnar eru sagðar hafa verið neyddar til að greiða sektir fyrir ýmis „brot“, til að mynda að gráta í beinni eða þurrka sér um nefnið. Þannig hafi þær jafnvel endað í skuld við bræðurna. „Ég vil ekki að þær séu með aðgangsorðin. Ég vil ekki að þær séu með neitt,“ segir Tristan í einum skilaboðum. „Ég vil ekki segja þeim að þær séu með OnlyFans, ég vil að ég og þú fáum þennan pening...,“ í öðrum. „Aðallega ætla ég að hneppa þessar tíkur í þrældóm. [...] Ég ætla að láta þær vinna fleiri og fleiri tíma. [...] ÞRÆLA vinnu. Lágmark 10 eða 12 tíma á dag.“ Sjálfur segir Andrew í skilaboðum að Tristan og Georgiana sjái um reksturinn en hann sé sá sem stjórnar. Þá er í gögnunum að finna samtal milli hans og konu sem neitar því í fyrstu að verða við kröfum um hópkynlíf. Síðar segir hún: Elskan, ég verð að drekka. Ég get ekki gert þetta án þess að drekka.“ „Ekki vera leiðinleg,“ svarar Andrew. „Ég vil sjá þig undirgefna mér. [...] Haltu kjafti hóran þín og gerðu eins og ég segi.“ Þess ber að geta að svörin hafa mögulega verið þýdd úr ensku yfir á rúmensku og svo aftur yfir á ensku. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Mál Andrew Tate Jafnréttismál Rúmenía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira