Finnum ástríðu okkar og þróum hana Hermundur Sigmundsson og Svava Þ. Hjaltalín skrifa 23. ágúst 2023 13:00 Áskoranir Það er ekki alltaf allt eins og best verður á kosið og fyrir því eru margar og mismunandi ástæður. Kulnun verður sífellt algengari, einstaklingar komast í þrot og þurfa jafnvel í veikindaleyfi frá vinnu. Fólk í álagsstörfum er útsettara fyrir því að greinast með kulnun og má nefna að hér á landi hafa allt að 30% kennara fallið í þann flokk. Þegar við horfum til unga fólksins okkar þá glíma stöðugt fleiri við kvíða og hefur lyfjanotkun aukist gífurlega síðustu árin vegna kvíða, streitu og þunglyndis. Börnin okkar glíma við stærri áskoranir hvað góða félagsfærni varðar, að vera í félagslegum samskiptum við aðra. Þótt dregin sé upp svört mynd þá er ekkert sem segir að hún þurfi að vera viðvarandi. Vísindi Innan jákvæðrar sálfræði er einblínt á möguleika fólks í stað þess að gefa erfiðleikum eða áskorunum mestan gaum. Leitast er við að finna út hvar áhugasvið einstaklings liggur eða liggja því það er mjög mikilvægt að beina athygli og orku að þeim. Með því að einblína á áhugasvið einstaklings styrkist áhugahvöt hans og þegar hún er aukin fær viðkomandi aukna orku sem oft kallast þrautseigja (e. grit) sem er talin einn af lyklum að velgengni í leik og starfi. Undanfarna áratugi hafa rannsóknir Hermundar og félaga í Noregi sýnt að sterkur áhugi, ástríða (e. passion), fyrir þema, færni eða sviði gerir það að verkum að orka leysist úr læðingi og einstaklingur á auðveldara og nýtur þess betur að sinna viðfangsefninu. Samkvæmt niðurstöðum þeirra er sterkt samband milli ástríðu og þrautseigju. Því sterkari sem ástríðan er því sterkari verður þrautseigjan. Rannsóknir þeirra sýna einnig að sterkt samband er milli ástríðu og gróskuhugarfars. Fræðilega nálgun þeirra sækir útgangspunkt sinn í þýska heimspekingnum Hegel (1780) en hann sagði: ‘nothing great happens without passion.’ Samband ástríðu og flæðis er einnig sterkt sem þýðir að ástríða eflir flæði og flæði eflir ástríðu. En bæði ástríða, þrautseigja, gróskuhugarfar og flæði tengjast sterkt árangri og vellíðan.Ástríða er einn af þremur lykilþáttum til að þróa/efla og viðhalda gráa og hvíta efni heilans sem eru grunnstoðir heilastarfssemi. Hinir þættirnir eru hreyfing og félagsleg tengsl. Möguleikar Þegar rætt er við fólk á öllum aldri eru nokkrir mikilvægir útgangspunktar:- Áhugasvið: Hvaða áhugasvið hefur einstaklingur? Það er mikilvægt að hver og einn finni sitt áhugasvið.- Ræktun: Það er mikilvægt að einstaklingur gefi sér tíma til að vinna með tiltekið áhugasvið, rækta það, hlúa að því og þróa það. Líkja má áhugasviðum við blóm sem þurfa góðan jarðveg, birtu og vatn til að blómstra. Einstaklingur getur átt fleiri en eitt áhugasvið en þau geta verið til dæmis að syngja, spila á hljóðfæri, stunda líkamlega hreyfingu eða íþróttir, spila brids, tefla, prjóna, mála, hlusta á tónlist, lesa, vera í leikfélagi og skrifa pistla svo eitthvað sé nefnt. Megi okkur öllum farnast og líða vel. Finnum ástríðu okkar og þróum hana (e. Find your passion and develop it!)! Hermundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Norska tækni - og vísindaháskólann og Háskóla Íslands. Svava Þ. Hjaltalín er grunnskólakennari, og verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Svava Þ. Hjaltalín Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Áskoranir Það er ekki alltaf allt eins og best verður á kosið og fyrir því eru margar og mismunandi ástæður. Kulnun verður sífellt algengari, einstaklingar komast í þrot og þurfa jafnvel í veikindaleyfi frá vinnu. Fólk í álagsstörfum er útsettara fyrir því að greinast með kulnun og má nefna að hér á landi hafa allt að 30% kennara fallið í þann flokk. Þegar við horfum til unga fólksins okkar þá glíma stöðugt fleiri við kvíða og hefur lyfjanotkun aukist gífurlega síðustu árin vegna kvíða, streitu og þunglyndis. Börnin okkar glíma við stærri áskoranir hvað góða félagsfærni varðar, að vera í félagslegum samskiptum við aðra. Þótt dregin sé upp svört mynd þá er ekkert sem segir að hún þurfi að vera viðvarandi. Vísindi Innan jákvæðrar sálfræði er einblínt á möguleika fólks í stað þess að gefa erfiðleikum eða áskorunum mestan gaum. Leitast er við að finna út hvar áhugasvið einstaklings liggur eða liggja því það er mjög mikilvægt að beina athygli og orku að þeim. Með því að einblína á áhugasvið einstaklings styrkist áhugahvöt hans og þegar hún er aukin fær viðkomandi aukna orku sem oft kallast þrautseigja (e. grit) sem er talin einn af lyklum að velgengni í leik og starfi. Undanfarna áratugi hafa rannsóknir Hermundar og félaga í Noregi sýnt að sterkur áhugi, ástríða (e. passion), fyrir þema, færni eða sviði gerir það að verkum að orka leysist úr læðingi og einstaklingur á auðveldara og nýtur þess betur að sinna viðfangsefninu. Samkvæmt niðurstöðum þeirra er sterkt samband milli ástríðu og þrautseigju. Því sterkari sem ástríðan er því sterkari verður þrautseigjan. Rannsóknir þeirra sýna einnig að sterkt samband er milli ástríðu og gróskuhugarfars. Fræðilega nálgun þeirra sækir útgangspunkt sinn í þýska heimspekingnum Hegel (1780) en hann sagði: ‘nothing great happens without passion.’ Samband ástríðu og flæðis er einnig sterkt sem þýðir að ástríða eflir flæði og flæði eflir ástríðu. En bæði ástríða, þrautseigja, gróskuhugarfar og flæði tengjast sterkt árangri og vellíðan.Ástríða er einn af þremur lykilþáttum til að þróa/efla og viðhalda gráa og hvíta efni heilans sem eru grunnstoðir heilastarfssemi. Hinir þættirnir eru hreyfing og félagsleg tengsl. Möguleikar Þegar rætt er við fólk á öllum aldri eru nokkrir mikilvægir útgangspunktar:- Áhugasvið: Hvaða áhugasvið hefur einstaklingur? Það er mikilvægt að hver og einn finni sitt áhugasvið.- Ræktun: Það er mikilvægt að einstaklingur gefi sér tíma til að vinna með tiltekið áhugasvið, rækta það, hlúa að því og þróa það. Líkja má áhugasviðum við blóm sem þurfa góðan jarðveg, birtu og vatn til að blómstra. Einstaklingur getur átt fleiri en eitt áhugasvið en þau geta verið til dæmis að syngja, spila á hljóðfæri, stunda líkamlega hreyfingu eða íþróttir, spila brids, tefla, prjóna, mála, hlusta á tónlist, lesa, vera í leikfélagi og skrifa pistla svo eitthvað sé nefnt. Megi okkur öllum farnast og líða vel. Finnum ástríðu okkar og þróum hana (e. Find your passion and develop it!)! Hermundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Norska tækni - og vísindaháskólann og Háskóla Íslands. Svava Þ. Hjaltalín er grunnskólakennari, og verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun