Albert Guðmundsson kærður fyrir kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2023 15:26 Albert Guðmundsson í landsleik á Laugardalsvelli. Vísir/Vilhelm Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Knattspyrnusambandi Íslands barst staðfesting á kærunni í morgun. Hann fær ekki að koma fram fyrir hönd Íslands á meðan málið er rannsakað. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir við Vísi að sambandið hafi fengið staðfest frá lögmanni kærandans í morgun að kæran á hendur landsliðsmanni hafi verið lögð fram. Málið sé nú á borði lögreglunnar og samskiptaráðgjafa KSÍ. DV sagði fyrst frá kærunni. Vanda gat ekki tjáð sig frekar um málið né hver leikmaðurinn væri en leikmaðurinn sem er kærður er Albert Guðmundsson samkvæmt heimildum Vísis. Sambandið fékk fyrst það sem Vanda segir óljósar upplýsingar um málið í júlí. Þeim hafi strax verið vísað á samskiptaráðgjafa í samræmi við verklagsreglur sambandsins. Ekkert formlegt mál hafi þá verið í gangi. Leikmaðurinn sem um ræðir stígur til hliðar á meðan rannsókn málsins er í gangi, að sögn Vöndu. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um hvort að fulltrúar sambandsins hefðu rætt við leikmanninn vegna málsins. Fjöldi landsliðsmanna sakaður um brot Nokkur fjöldi liðsmanna karlalandsliðsins hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og ofbeldi gegn konum á undanförnum árum. Gylfi Sigurðsson, skærasta stjarna liðsins til fjölda ára, sætti farbanni á Englandi í tæp tvö ár á meðan hann sætti rannsókn vegna kynferðisbrots þar. Málið var fellt niður fyrr á þessu ári. Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðsins, og Eggert Gunnþór Jónsson, voru kærðir fyrir gróft kynferðisbrot gegn þrítugri konu sem sakaði þá um að hafa nauðgað sér. Rannsókn á þeim var felld niður í maí í fyrra. Þá sökuðu tvær konur Kolbein Sigþórsson, fyrrverandi framherja landsliðsins, um að hafa veist að sér á skemmtistað árið 2017. Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi miðvörður liðsins, var rannsakaður vegna heimilisofbeldis og skemmdarverka sama sumar og landsliðið keppti á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. Það mál var ekki kært. Fréttin hefur verið uppfærð. Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Tengdar fréttir Arnar um Gumma Ben og Albert: Hef ekki tíma til að pæla í svona hlutum Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, vildi lítið tjá sig um yfirlýsingu Guðmundar Benediktssonar fyrir helgi. Guðmundur gagnrýndi þá starfshætti Arnars og hvernig hann talaði um son hans Albert Guðmundsson á opinberum vettvangi. 22. mars 2023 18:47 Yfirlýsing frá Gumma Ben: Ég kalla þetta leikþátt Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður og faðir knattspyrnukappans Alberts Guðmundssonar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls sonar hans og landsliðsþjálfarans, Arnars Þórs Viðarssonar. 17. mars 2023 14:25 „Ég get ekki valið leikmenn í hópinn sem eru ekki tilbúnir að byrja á bekknum“ Arnar Þór Viðarsson segist hafa sett sig í samband við Albert Guðmundsson varðandi það að snúa aftur í íslenska fótboltalandsliðið en ákveðið að velja hann ekki. 16. mars 2023 13:54 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir við Vísi að sambandið hafi fengið staðfest frá lögmanni kærandans í morgun að kæran á hendur landsliðsmanni hafi verið lögð fram. Málið sé nú á borði lögreglunnar og samskiptaráðgjafa KSÍ. DV sagði fyrst frá kærunni. Vanda gat ekki tjáð sig frekar um málið né hver leikmaðurinn væri en leikmaðurinn sem er kærður er Albert Guðmundsson samkvæmt heimildum Vísis. Sambandið fékk fyrst það sem Vanda segir óljósar upplýsingar um málið í júlí. Þeim hafi strax verið vísað á samskiptaráðgjafa í samræmi við verklagsreglur sambandsins. Ekkert formlegt mál hafi þá verið í gangi. Leikmaðurinn sem um ræðir stígur til hliðar á meðan rannsókn málsins er í gangi, að sögn Vöndu. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um hvort að fulltrúar sambandsins hefðu rætt við leikmanninn vegna málsins. Fjöldi landsliðsmanna sakaður um brot Nokkur fjöldi liðsmanna karlalandsliðsins hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og ofbeldi gegn konum á undanförnum árum. Gylfi Sigurðsson, skærasta stjarna liðsins til fjölda ára, sætti farbanni á Englandi í tæp tvö ár á meðan hann sætti rannsókn vegna kynferðisbrots þar. Málið var fellt niður fyrr á þessu ári. Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðsins, og Eggert Gunnþór Jónsson, voru kærðir fyrir gróft kynferðisbrot gegn þrítugri konu sem sakaði þá um að hafa nauðgað sér. Rannsókn á þeim var felld niður í maí í fyrra. Þá sökuðu tvær konur Kolbein Sigþórsson, fyrrverandi framherja landsliðsins, um að hafa veist að sér á skemmtistað árið 2017. Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi miðvörður liðsins, var rannsakaður vegna heimilisofbeldis og skemmdarverka sama sumar og landsliðið keppti á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. Það mál var ekki kært. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Tengdar fréttir Arnar um Gumma Ben og Albert: Hef ekki tíma til að pæla í svona hlutum Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, vildi lítið tjá sig um yfirlýsingu Guðmundar Benediktssonar fyrir helgi. Guðmundur gagnrýndi þá starfshætti Arnars og hvernig hann talaði um son hans Albert Guðmundsson á opinberum vettvangi. 22. mars 2023 18:47 Yfirlýsing frá Gumma Ben: Ég kalla þetta leikþátt Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður og faðir knattspyrnukappans Alberts Guðmundssonar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls sonar hans og landsliðsþjálfarans, Arnars Þórs Viðarssonar. 17. mars 2023 14:25 „Ég get ekki valið leikmenn í hópinn sem eru ekki tilbúnir að byrja á bekknum“ Arnar Þór Viðarsson segist hafa sett sig í samband við Albert Guðmundsson varðandi það að snúa aftur í íslenska fótboltalandsliðið en ákveðið að velja hann ekki. 16. mars 2023 13:54 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Arnar um Gumma Ben og Albert: Hef ekki tíma til að pæla í svona hlutum Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, vildi lítið tjá sig um yfirlýsingu Guðmundar Benediktssonar fyrir helgi. Guðmundur gagnrýndi þá starfshætti Arnars og hvernig hann talaði um son hans Albert Guðmundsson á opinberum vettvangi. 22. mars 2023 18:47
Yfirlýsing frá Gumma Ben: Ég kalla þetta leikþátt Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður og faðir knattspyrnukappans Alberts Guðmundssonar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls sonar hans og landsliðsþjálfarans, Arnars Þórs Viðarssonar. 17. mars 2023 14:25
„Ég get ekki valið leikmenn í hópinn sem eru ekki tilbúnir að byrja á bekknum“ Arnar Þór Viðarsson segist hafa sett sig í samband við Albert Guðmundsson varðandi það að snúa aftur í íslenska fótboltalandsliðið en ákveðið að velja hann ekki. 16. mars 2023 13:54