„Það kom aldrei til greina að ég færi að klæða mig eins og allir hinir“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2023 11:31 Álfgrímur Aðalsteinsson er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Instagram @elfgrime Leiklistaneminn, lífskúnstnerinn og einn best klæddi Íslendingurinn árið 2022 Álfgrímur Aðalsteinsson hefur alltaf farið eigin leiðir í fatavali. Í grunnskóla var hann að eigin sögn lagður í hálfgert einelti fyrir einstakan stíl sinn en lét það ekki stoppa sig og segir mikilvægt að hafa pláss til að gera tilraunir og finna eigin stíl. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Álfgrímur fer eigin leiðir í tískunni og er með einstakan stíl. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún breytist ört og gengur í hringi. Það er nánast annan hvern dag að eitthvað sem er löngu dottið úr tísku og margir búnir að sammælast um að sé hræðilega ljótt detti aftur inn og er allt í einu aftur orðið æðislegt. Álfgrímur elskar hvað tískan breytist ört og fer í hringi.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Sko það flakkar á milli tveggja skópara sem ég eignaðist í sumar. Þá annars vegar himinhárra glimmer stígvéla sem alter egóið mitt BLOSSI vildi ólmur fjárfesta í og eru í raun hið fallegasta stofustáss. Glimmer stígvélin umræddu.Aðsend Svo eru það brúnir leður Crocs sandalar sem ég keypti notaða í Seattle. Þeir eru dæmi um svo sérstaklega ljóta hönnun að manni finnst þeir bara frábærir. Crocs sandalarnir umræddu.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Já, ég eyði dágóðum tíma í það sport að versla föt. Ég versla mest mengis bara notuð föt svo ég eyði meiri tíma inn í nytjabúðum í að gramsa og finna einstaka gersemar í aragrúanum af ljótum fötum sem eiga það til að vera í slíkum búðum. Mér finnst það í raun skemmtilegra að þurfa að hafa svolítið fyrir því að finna föt sem ég vil kaupa, frekar en að fara bara beint í nýju fötin í þessum helstu fataverslunum þar sem hægt er að ganga að því vísu að flest öll fötin séu flott. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Kósý á daginn - Hot á kvöldin. Álfgrímur hér að kvöldi til.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já hann hefur svo sannarlega breyst. Ég hef gengið í gegnum mörg tímabil og ég held að fataskápurinn sé miklu meira útpældur í dag en í denn. Ég hef alltaf farið mínar eigin leiðir í fatavali. Ég var meira segja lagður í hálfgert einelti í grunnskóla af því ég var með svo sérstakan stíl en það kom aldrei til greina að ég færi að klæða mig eins og allir hinir. Það kom aldrei til greina hjá Álfgrími að hann færi að klæða sig eins og hinir.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Auðveld leið fyrir mig til að fá innblástur er að eyða tíma í að fara í gegnum föt í nytjabúðum (e. second hand) og þannig fæ ég oft hugmyndir að hinum ýmsu samsetningum. Svo skoða ég auðvitað samfélagsmiðlana góðu þar sem ég fæ beint í æð efni frá helstu stjörnum og stílistum þessa heims en tek þó aldrei beint upp frá þeim heldur reyni að vera með mínar eigin útfærslur. Álfgrímur sækir innblásturinn víða en útfærir þó stíl sinn alltaf á eigin hátt.Instagram @elfgrime Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég er ekki með nein bönn! Það verður að vera pláss til að gera tilraunir og finna sinn stíl. Boð frá mér: Ekki vera hrædd/ur/tt. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Háu silfur tribal stígvélin sem ég átti um tíma. Þau voru iconic. Ég píndi mig í þau nokkrum sinnum þó þau væru alltof lítil á mig og endaði svo á að losa mig við þau í stað þess höggva af mér hæl og tá eins og vondu stjúpsysturnar í Öskubusku. Álfgrímur lagði ekki í að höggva af sér tær svo hann varð að láta þessi stígvél frá sér.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Sko mig langar mest að mæla með því að fólk gefi sér tíma til að versla notuð föt. Það tekur lengri tíma en það getur verið svo skemmtilegt og er svo miklu betra fyrir umhverfið. Hér má fylgjast með Álfgrími á samfélagsmiðlinum Instagram. Tíska og hönnun Tískutal Tengdar fréttir „Sjálfstraustið er aðal hráefnið“ Fatahönnuðurinn Ástrós Lena hefur með árunum orðið öruggari með fataval sitt og eftir að hún flutti til Danmerkur í nám fór hún að verða óhræddari við að prófa sig áfram. Hún segist oftar en ekki verið of sein eitthvert sökum fatakrísu en getur alltaf treyst á hjálp vinkvenna sinna ef hún veit ekki hvaða fötum hún á að klæðast. Ástrós Lena er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 19. ágúst 2023 11:31 „Í dag finnst mér kvenlegur fatnaður ekki síður valdeflandi“ Kvikmyndagagnrýnandinn og lífskúnstnerinn Jóna Gréta Hilmarsdóttir getur litið á hvaða áfangastað sem er sem tískusýningu þar sem þú ætlar að skilja fólk eftir agndofa. Hún segir tískuna geta verið vopn gegn fyrirmótuðum hugmyndum, sækir tískuinnblásturinn meðal annars til sjónvarpsþáttanna Beðmál í borginni og er enn þekkt af sumum sem stelpan með röndóttu húfuna. Jóna Gréta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 5. ágúst 2023 11:30 Kýs alltaf fín föt fram yfir hversdagslegan klæðnað Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London og vinnur þar að ýmsum stórum og spennandi verkefnum. Tískan er stór hluti af hans lífi og segist hann alltaf kjósa frekar að vera fínt klæddur en í hversdagslegum klæðnaði. Alexander Sig er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 12. ágúst 2023 11:30 „Ég hef aldrei nennt að „fitta“ inn“ Lífskúnstnerinn, fótboltamaðurinn og fatahönnuðarneminn Birnir Ingason hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í klæðaburði og hefur hreinlega gaman að því þegar fólk gerir athugasemdir við fataval sitt. Hann segist þó hafa þróast í aðra átt með árunum þar sem hann sækir nú minna í lætin og meira í þægindi og hagkvæm kaup. Birnir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 29. júlí 2023 11:31 „Hef lært með árunum að álit annarra á mér kemur mér bara ekkert við“ Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg lýsir stílnum sínum sem tímalausum og stílhreinum en elskar þó stundum að leika sér með æpandi liti. Hann fer sínar eigin leiðir í tískunni, leggur upp úr því að klæða sig fyrir sjálfan sig og segir stíl sinn hafa þróast í einfaldari átt á undanförnum árum. Birkir Már er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 8. júlí 2023 11:31 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Álfgrímur fer eigin leiðir í tískunni og er með einstakan stíl. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún breytist ört og gengur í hringi. Það er nánast annan hvern dag að eitthvað sem er löngu dottið úr tísku og margir búnir að sammælast um að sé hræðilega ljótt detti aftur inn og er allt í einu aftur orðið æðislegt. Álfgrímur elskar hvað tískan breytist ört og fer í hringi.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Sko það flakkar á milli tveggja skópara sem ég eignaðist í sumar. Þá annars vegar himinhárra glimmer stígvéla sem alter egóið mitt BLOSSI vildi ólmur fjárfesta í og eru í raun hið fallegasta stofustáss. Glimmer stígvélin umræddu.Aðsend Svo eru það brúnir leður Crocs sandalar sem ég keypti notaða í Seattle. Þeir eru dæmi um svo sérstaklega ljóta hönnun að manni finnst þeir bara frábærir. Crocs sandalarnir umræddu.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Já, ég eyði dágóðum tíma í það sport að versla föt. Ég versla mest mengis bara notuð föt svo ég eyði meiri tíma inn í nytjabúðum í að gramsa og finna einstaka gersemar í aragrúanum af ljótum fötum sem eiga það til að vera í slíkum búðum. Mér finnst það í raun skemmtilegra að þurfa að hafa svolítið fyrir því að finna föt sem ég vil kaupa, frekar en að fara bara beint í nýju fötin í þessum helstu fataverslunum þar sem hægt er að ganga að því vísu að flest öll fötin séu flott. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Kósý á daginn - Hot á kvöldin. Álfgrímur hér að kvöldi til.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já hann hefur svo sannarlega breyst. Ég hef gengið í gegnum mörg tímabil og ég held að fataskápurinn sé miklu meira útpældur í dag en í denn. Ég hef alltaf farið mínar eigin leiðir í fatavali. Ég var meira segja lagður í hálfgert einelti í grunnskóla af því ég var með svo sérstakan stíl en það kom aldrei til greina að ég færi að klæða mig eins og allir hinir. Það kom aldrei til greina hjá Álfgrími að hann færi að klæða sig eins og hinir.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Auðveld leið fyrir mig til að fá innblástur er að eyða tíma í að fara í gegnum föt í nytjabúðum (e. second hand) og þannig fæ ég oft hugmyndir að hinum ýmsu samsetningum. Svo skoða ég auðvitað samfélagsmiðlana góðu þar sem ég fæ beint í æð efni frá helstu stjörnum og stílistum þessa heims en tek þó aldrei beint upp frá þeim heldur reyni að vera með mínar eigin útfærslur. Álfgrímur sækir innblásturinn víða en útfærir þó stíl sinn alltaf á eigin hátt.Instagram @elfgrime Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég er ekki með nein bönn! Það verður að vera pláss til að gera tilraunir og finna sinn stíl. Boð frá mér: Ekki vera hrædd/ur/tt. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Háu silfur tribal stígvélin sem ég átti um tíma. Þau voru iconic. Ég píndi mig í þau nokkrum sinnum þó þau væru alltof lítil á mig og endaði svo á að losa mig við þau í stað þess höggva af mér hæl og tá eins og vondu stjúpsysturnar í Öskubusku. Álfgrímur lagði ekki í að höggva af sér tær svo hann varð að láta þessi stígvél frá sér.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Sko mig langar mest að mæla með því að fólk gefi sér tíma til að versla notuð föt. Það tekur lengri tíma en það getur verið svo skemmtilegt og er svo miklu betra fyrir umhverfið. Hér má fylgjast með Álfgrími á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tíska og hönnun Tískutal Tengdar fréttir „Sjálfstraustið er aðal hráefnið“ Fatahönnuðurinn Ástrós Lena hefur með árunum orðið öruggari með fataval sitt og eftir að hún flutti til Danmerkur í nám fór hún að verða óhræddari við að prófa sig áfram. Hún segist oftar en ekki verið of sein eitthvert sökum fatakrísu en getur alltaf treyst á hjálp vinkvenna sinna ef hún veit ekki hvaða fötum hún á að klæðast. Ástrós Lena er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 19. ágúst 2023 11:31 „Í dag finnst mér kvenlegur fatnaður ekki síður valdeflandi“ Kvikmyndagagnrýnandinn og lífskúnstnerinn Jóna Gréta Hilmarsdóttir getur litið á hvaða áfangastað sem er sem tískusýningu þar sem þú ætlar að skilja fólk eftir agndofa. Hún segir tískuna geta verið vopn gegn fyrirmótuðum hugmyndum, sækir tískuinnblásturinn meðal annars til sjónvarpsþáttanna Beðmál í borginni og er enn þekkt af sumum sem stelpan með röndóttu húfuna. Jóna Gréta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 5. ágúst 2023 11:30 Kýs alltaf fín föt fram yfir hversdagslegan klæðnað Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London og vinnur þar að ýmsum stórum og spennandi verkefnum. Tískan er stór hluti af hans lífi og segist hann alltaf kjósa frekar að vera fínt klæddur en í hversdagslegum klæðnaði. Alexander Sig er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 12. ágúst 2023 11:30 „Ég hef aldrei nennt að „fitta“ inn“ Lífskúnstnerinn, fótboltamaðurinn og fatahönnuðarneminn Birnir Ingason hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í klæðaburði og hefur hreinlega gaman að því þegar fólk gerir athugasemdir við fataval sitt. Hann segist þó hafa þróast í aðra átt með árunum þar sem hann sækir nú minna í lætin og meira í þægindi og hagkvæm kaup. Birnir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 29. júlí 2023 11:31 „Hef lært með árunum að álit annarra á mér kemur mér bara ekkert við“ Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg lýsir stílnum sínum sem tímalausum og stílhreinum en elskar þó stundum að leika sér með æpandi liti. Hann fer sínar eigin leiðir í tískunni, leggur upp úr því að klæða sig fyrir sjálfan sig og segir stíl sinn hafa þróast í einfaldari átt á undanförnum árum. Birkir Már er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 8. júlí 2023 11:31 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Sjálfstraustið er aðal hráefnið“ Fatahönnuðurinn Ástrós Lena hefur með árunum orðið öruggari með fataval sitt og eftir að hún flutti til Danmerkur í nám fór hún að verða óhræddari við að prófa sig áfram. Hún segist oftar en ekki verið of sein eitthvert sökum fatakrísu en getur alltaf treyst á hjálp vinkvenna sinna ef hún veit ekki hvaða fötum hún á að klæðast. Ástrós Lena er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 19. ágúst 2023 11:31
„Í dag finnst mér kvenlegur fatnaður ekki síður valdeflandi“ Kvikmyndagagnrýnandinn og lífskúnstnerinn Jóna Gréta Hilmarsdóttir getur litið á hvaða áfangastað sem er sem tískusýningu þar sem þú ætlar að skilja fólk eftir agndofa. Hún segir tískuna geta verið vopn gegn fyrirmótuðum hugmyndum, sækir tískuinnblásturinn meðal annars til sjónvarpsþáttanna Beðmál í borginni og er enn þekkt af sumum sem stelpan með röndóttu húfuna. Jóna Gréta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 5. ágúst 2023 11:30
Kýs alltaf fín föt fram yfir hversdagslegan klæðnað Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London og vinnur þar að ýmsum stórum og spennandi verkefnum. Tískan er stór hluti af hans lífi og segist hann alltaf kjósa frekar að vera fínt klæddur en í hversdagslegum klæðnaði. Alexander Sig er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 12. ágúst 2023 11:30
„Ég hef aldrei nennt að „fitta“ inn“ Lífskúnstnerinn, fótboltamaðurinn og fatahönnuðarneminn Birnir Ingason hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í klæðaburði og hefur hreinlega gaman að því þegar fólk gerir athugasemdir við fataval sitt. Hann segist þó hafa þróast í aðra átt með árunum þar sem hann sækir nú minna í lætin og meira í þægindi og hagkvæm kaup. Birnir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 29. júlí 2023 11:31
„Hef lært með árunum að álit annarra á mér kemur mér bara ekkert við“ Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg lýsir stílnum sínum sem tímalausum og stílhreinum en elskar þó stundum að leika sér með æpandi liti. Hann fer sínar eigin leiðir í tískunni, leggur upp úr því að klæða sig fyrir sjálfan sig og segir stíl sinn hafa þróast í einfaldari átt á undanförnum árum. Birkir Már er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 8. júlí 2023 11:31