Rándýri Porsche-inn sem lyktaði dregur dilk á eftir sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2023 16:53 Einn af fjölmörgum Porsche-Cayenne sem eru til sölu hjá Bílabúð Benna. Bílabúð Benna Bílabúð Benna þarf að greiða Ólöfu Finnsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólasýslunnar, tæplega 700 þúsund krónur vegna gjalda sem Ólöf þurfti að standa skil á þrátt fyrir að kaupum hennar á Porsche hjá bílabúðinni hefði verði rift. Þá þarf Bílabúð Benna að greiða 700 þúsund krónur í málskostnað. Málið má rekja aftur til ársins 2016 þegar Ólöf keypti Porsche Cayenne hjá Bílabúð Benna á um fjórtán milljónir króna. Hún lýsti yfir riftun á kaupunum árið 2018 og höfðaði svo mál árið 2019. Hún hafði þá ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum sem olli meðal annars megnri ólykt. Eftir þó nokkrar árangurslausar tilraunir til þess að finna lausn á vandanum fór kaupandi fram á riftun kaupsamnings vegna bifreiðarinnar. Þetta felldi Bílabúðin sig ekki við og taldi að um óverulegan galla á bifreiðinni væri að ræða. Dómarar vanhæfir Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem reyndist aðeins flókið fyrir dómstóla landsins enda Ólöf þáverandi framkvæmdastjóri Dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Auk þess var eiginmaður Ólafar dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og aðrir dómarar við dómstólinn því metnir vanhæfir. Fól dómstjóri því dómstólasýslunni að finna óháðan dómara til að dæma í málinu. Dómari við Héraðsdóm Reykjaness varð fyrir valinu en verjandi bílabúðarinnar taldi að betra hefði verið að fá dómara utan við dómstólasýsluna til verksins. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ólöfu í vil. Bílabúð Benna áfrýjaði hins vegar dómi héraðsdóms. Lögmaður bílabúðarinnar sagði skjólstæðing sinn ósammála niðurstöðunni „í öllum atriðum“. Þar að auki hafi það verið „óheppilegt“ að eigandinn skuli hafa haft fyrrgreind tengsl við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem málið var dæmt. Í niðurstöðu Landsréttar var vísað til þess að bílabúðin hafi sjálf ákveðið að meðhöndla vandræðin með bílinn sem galla. Bílabúðin hafi haft rétt á því að reyna að gera við gallann og fékk bílabúðin fleiri en tvö tækifæri til þess. Taldi Landsréttur því að Ólöfu hafi verið heimilt að rifta kaupunum. Staðfesti Landsréttur því dóm héraðsdóms. Þarf Bílabúð Benna því að greiða Ólöfu 13,7 milljónir auk dráttarvaxta en þó að frádregnum 4,5 milljónum sem taki mið af afföllum vegna notkunar bílsins í tvö ár. Bílabúð Benna óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar en fékk ekki. Greiddi áfram gjöldin Ólöf höfðaði svo aftur mál í júní í fyrra og krafðist þess að bílabúðin greiddi sér 691 þúsund krónur. Ástæðan væri sú að eftir að hún höfðaði upphaflega málið á hendur Bílabúð Benna hefði hún áfram greitt ábyrgðar-, bílrúðu- og kaskótryggingar, bifreiðagjöld, úrvinnslugjöld og önnur gjöld sem hafi verið lögð á hana sem skráðan eiganda Porsche-sins. Taldi Ólöf að Bílabúð Benna hefði átt að greiða þau gjöld frá riftunardegi. Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu Ólafar. Koma verður í ljós hvort Bílabúð Benna áfrýi niðurstöðunni til Landsréttar. Dómurinn í héraði var kveðinn upp þann 25. júlí en nýlega birtur. Einar Karl Hallvarðsson, dómari við Héraðsdóm Suðurlands, kvað upp dóminn við Héraðsdóm Reykjavíkur. Dómsmál Bílar Neytendur Verslun Tengdar fréttir Bílabúð Benna fær ekki að áfrýja og þarf að greiða milljónir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Bílabúðar Benna um áfrýjun á máli er varðar gallaða Porsche bifreið. Bifreiðasalan þarf að greiða milljónir vegna riftunar á kaupsamningi. 12. maí 2022 18:53 Hafði aftur betur gegn Bílabúð Benna vegna illa lyktandi Porsche Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Bílabúð Benna þurfi að greiða Ólöfu Finnsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólasýslunnar, fjórtán milljónir vegna gallaðs Porsche-jeppa. 22. janúar 2022 08:28 Tengsl Porsche-eigandans við dómstólinn „óheppileg“ Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna. 21. ágúst 2020 14:09 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Málið má rekja aftur til ársins 2016 þegar Ólöf keypti Porsche Cayenne hjá Bílabúð Benna á um fjórtán milljónir króna. Hún lýsti yfir riftun á kaupunum árið 2018 og höfðaði svo mál árið 2019. Hún hafði þá ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum sem olli meðal annars megnri ólykt. Eftir þó nokkrar árangurslausar tilraunir til þess að finna lausn á vandanum fór kaupandi fram á riftun kaupsamnings vegna bifreiðarinnar. Þetta felldi Bílabúðin sig ekki við og taldi að um óverulegan galla á bifreiðinni væri að ræða. Dómarar vanhæfir Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem reyndist aðeins flókið fyrir dómstóla landsins enda Ólöf þáverandi framkvæmdastjóri Dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Auk þess var eiginmaður Ólafar dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og aðrir dómarar við dómstólinn því metnir vanhæfir. Fól dómstjóri því dómstólasýslunni að finna óháðan dómara til að dæma í málinu. Dómari við Héraðsdóm Reykjaness varð fyrir valinu en verjandi bílabúðarinnar taldi að betra hefði verið að fá dómara utan við dómstólasýsluna til verksins. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ólöfu í vil. Bílabúð Benna áfrýjaði hins vegar dómi héraðsdóms. Lögmaður bílabúðarinnar sagði skjólstæðing sinn ósammála niðurstöðunni „í öllum atriðum“. Þar að auki hafi það verið „óheppilegt“ að eigandinn skuli hafa haft fyrrgreind tengsl við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem málið var dæmt. Í niðurstöðu Landsréttar var vísað til þess að bílabúðin hafi sjálf ákveðið að meðhöndla vandræðin með bílinn sem galla. Bílabúðin hafi haft rétt á því að reyna að gera við gallann og fékk bílabúðin fleiri en tvö tækifæri til þess. Taldi Landsréttur því að Ólöfu hafi verið heimilt að rifta kaupunum. Staðfesti Landsréttur því dóm héraðsdóms. Þarf Bílabúð Benna því að greiða Ólöfu 13,7 milljónir auk dráttarvaxta en þó að frádregnum 4,5 milljónum sem taki mið af afföllum vegna notkunar bílsins í tvö ár. Bílabúð Benna óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar en fékk ekki. Greiddi áfram gjöldin Ólöf höfðaði svo aftur mál í júní í fyrra og krafðist þess að bílabúðin greiddi sér 691 þúsund krónur. Ástæðan væri sú að eftir að hún höfðaði upphaflega málið á hendur Bílabúð Benna hefði hún áfram greitt ábyrgðar-, bílrúðu- og kaskótryggingar, bifreiðagjöld, úrvinnslugjöld og önnur gjöld sem hafi verið lögð á hana sem skráðan eiganda Porsche-sins. Taldi Ólöf að Bílabúð Benna hefði átt að greiða þau gjöld frá riftunardegi. Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu Ólafar. Koma verður í ljós hvort Bílabúð Benna áfrýi niðurstöðunni til Landsréttar. Dómurinn í héraði var kveðinn upp þann 25. júlí en nýlega birtur. Einar Karl Hallvarðsson, dómari við Héraðsdóm Suðurlands, kvað upp dóminn við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Dómsmál Bílar Neytendur Verslun Tengdar fréttir Bílabúð Benna fær ekki að áfrýja og þarf að greiða milljónir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Bílabúðar Benna um áfrýjun á máli er varðar gallaða Porsche bifreið. Bifreiðasalan þarf að greiða milljónir vegna riftunar á kaupsamningi. 12. maí 2022 18:53 Hafði aftur betur gegn Bílabúð Benna vegna illa lyktandi Porsche Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Bílabúð Benna þurfi að greiða Ólöfu Finnsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólasýslunnar, fjórtán milljónir vegna gallaðs Porsche-jeppa. 22. janúar 2022 08:28 Tengsl Porsche-eigandans við dómstólinn „óheppileg“ Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna. 21. ágúst 2020 14:09 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Bílabúð Benna fær ekki að áfrýja og þarf að greiða milljónir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Bílabúðar Benna um áfrýjun á máli er varðar gallaða Porsche bifreið. Bifreiðasalan þarf að greiða milljónir vegna riftunar á kaupsamningi. 12. maí 2022 18:53
Hafði aftur betur gegn Bílabúð Benna vegna illa lyktandi Porsche Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Bílabúð Benna þurfi að greiða Ólöfu Finnsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólasýslunnar, fjórtán milljónir vegna gallaðs Porsche-jeppa. 22. janúar 2022 08:28
Tengsl Porsche-eigandans við dómstólinn „óheppileg“ Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna. 21. ágúst 2020 14:09
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent