„Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku” Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2023 21:01 Guðlaugur Þór Þórðarsson segir útilokað að ná loftlagsmarkmiðum án þess að framleiða græna orku. Vísir/Sigurjón Umhverfisráðherra segir umræðuna hér á landi hvað varðar græna orku skrítna og ekki i samræmi við það sem þekkist annars staðar. Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. Í spánni sem Landsnet birti í morgun kemur fram að áformaðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir ásamt stækkunum eldri virkjana muni ekki duga fyrir orkuskiptum. Niðurstaða rannsókna sé að með aukunni skilvirkni í orkumálum sé raunhæft að miða við árið 2050 en ekki 2040 líkt og stjórnvöld höfðu áður stefnt að. Þessi niðurstaða kemur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ekki á óvart. „Þetta er nákvæmlega í samræmi við það sem ég hef verið að vekja athygli á. Okkur vantar græna orku. Ég held að við þurfum fyrst og fremst að líta til ársins 2030, þar sem við erum með metnaðarfull markmið sem við verðum að ná. Og það liggur alveg fyrir að það er eins með okkur Íslendinga eins og alla aðra, ef við ætlum að ná loftlagsmarkmiðum þá þarf græna orku,” segir Guðlaugur Þór Þórðarsson. Varðandi það hvort hann sé sammála niðurstöðu Landsnets um að markmiðin um orkuskipti náist árið 2050 en ekki 2040 segir Guðlaugur að hann vilji fyrst og fremst horfa til ársins 2030. „Það er bara á morgun. Það er það sem liggur virkilega á. Það sem snýr að 2040, við ráðum ekki þeim hlutum sjálf, stærstu hlutunum, hvað varðar flugvélar og skipunum og annað slíkt en 2030 er í okkar höndum og þar liggur okkur mjög á.“ Í vanda vegna tafa á samþykkt rammaáætlunar Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á alþingi síðasta vor. „Þegar við samþykktum hann síðast hafði hann ekki verið samþykktur í níu ár,” segir Guðlaugur. „Þá var algjör stöðnun í framleiðslu á raforku í sextán ár á Íslandi. Þess vegna erum við í þessum vandræðum, því það var mjög lítið framleitt af grænni orku á þeim tíma.” Umræðan hér á landi skrítin Hann segir umræðuna hér á landi ekki hafa tekið mið af augljósum staðreyndum. „Umræðan hér hefur verið mjög skrítin og ekki í samræmi við neitt sem maður sér annars staðar. Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku. Og berjast fyrir því að við séum með regluverk sem kveður á um að við séum með græna orku og tökum út jarðefnaeldsneyti. Út á það gengur málið.” Náttúruverndasinnar hafa sumir sagt orkuskiptin afsökun fyrir frekari virkjunum. Þessari gagnrýni vísar Guðlaugur á bug. „Ef menn trúa því virkilega að við þurfum ekki græna orku þá skulum við líka algjörlega gefast upp með þessi loftslagsmarkmið. Og bara segja það. Því það er útilokað að ná loftslagsmarkmiðum sem ganga að stærstum hluta út á að taka út bensín og dísel án þess að setja græna orku í staðinn. Svo einfalt er það og það veit það allur heimurinn.” Umhverfismál Orkuskipti Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Í spánni sem Landsnet birti í morgun kemur fram að áformaðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir ásamt stækkunum eldri virkjana muni ekki duga fyrir orkuskiptum. Niðurstaða rannsókna sé að með aukunni skilvirkni í orkumálum sé raunhæft að miða við árið 2050 en ekki 2040 líkt og stjórnvöld höfðu áður stefnt að. Þessi niðurstaða kemur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ekki á óvart. „Þetta er nákvæmlega í samræmi við það sem ég hef verið að vekja athygli á. Okkur vantar græna orku. Ég held að við þurfum fyrst og fremst að líta til ársins 2030, þar sem við erum með metnaðarfull markmið sem við verðum að ná. Og það liggur alveg fyrir að það er eins með okkur Íslendinga eins og alla aðra, ef við ætlum að ná loftlagsmarkmiðum þá þarf græna orku,” segir Guðlaugur Þór Þórðarsson. Varðandi það hvort hann sé sammála niðurstöðu Landsnets um að markmiðin um orkuskipti náist árið 2050 en ekki 2040 segir Guðlaugur að hann vilji fyrst og fremst horfa til ársins 2030. „Það er bara á morgun. Það er það sem liggur virkilega á. Það sem snýr að 2040, við ráðum ekki þeim hlutum sjálf, stærstu hlutunum, hvað varðar flugvélar og skipunum og annað slíkt en 2030 er í okkar höndum og þar liggur okkur mjög á.“ Í vanda vegna tafa á samþykkt rammaáætlunar Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á alþingi síðasta vor. „Þegar við samþykktum hann síðast hafði hann ekki verið samþykktur í níu ár,” segir Guðlaugur. „Þá var algjör stöðnun í framleiðslu á raforku í sextán ár á Íslandi. Þess vegna erum við í þessum vandræðum, því það var mjög lítið framleitt af grænni orku á þeim tíma.” Umræðan hér á landi skrítin Hann segir umræðuna hér á landi ekki hafa tekið mið af augljósum staðreyndum. „Umræðan hér hefur verið mjög skrítin og ekki í samræmi við neitt sem maður sér annars staðar. Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku. Og berjast fyrir því að við séum með regluverk sem kveður á um að við séum með græna orku og tökum út jarðefnaeldsneyti. Út á það gengur málið.” Náttúruverndasinnar hafa sumir sagt orkuskiptin afsökun fyrir frekari virkjunum. Þessari gagnrýni vísar Guðlaugur á bug. „Ef menn trúa því virkilega að við þurfum ekki græna orku þá skulum við líka algjörlega gefast upp með þessi loftslagsmarkmið. Og bara segja það. Því það er útilokað að ná loftslagsmarkmiðum sem ganga að stærstum hluta út á að taka út bensín og dísel án þess að setja græna orku í staðinn. Svo einfalt er það og það veit það allur heimurinn.”
Umhverfismál Orkuskipti Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira