Stuðningsmenn Trumps bíða við fangelsið í Fulton-sýslu Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2023 18:47 Stuðningsmenn Trumps segja að þau vilji að hann sjái að hann njóti stuðnings þeirra. AP/Mike Stewart Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun gefa sig fram við lögreglu í Fulton-sýslu í Georgíu í kvöld. Mikill fjöldi stuðningsmanna forsetans hefur þegar komið sér fyrir við fangelsið þar sem Trump ætlar að gefa sig fram á tólfta tímanum í kvöld. Trump var ákærður í Georgíu fyrr í mánuðinum vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. Þó þetta sé fjórða ákæran og Trump hafi þurft að gefa sig fram þrisvar áður, verður þetta í fyrsta sinn sem svokölluðu fangamynd verður tekin af honum og birt opinberlega. Fyrr í vikunni hafa slíkar myndir birst af Rudy Guiliani, fyrrverandi einkalögmanni Trumps, og öðrum bandamönnum forsetans fyrrverandi. Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins, gaf sig fram á sjöunda tímanum í dag. Pat Labat, fógeti, segir að komið verði fram við Trump eins og alla aðra sakborninga. Trump og átján aðrir voru ákærðir af héraðssaksóknaranum Fani Willis. Þau voru ákærð á grunni RICO-laganna svokölluðu en þau voru upprunalega sett til að auðvelda yfirvöldum að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Nokkrir af þeim sem eru ákærðir eru sakaðir um að hafa reynt að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. Willis hefur lagt til að réttarhöldin hefjist í mars. AP fréttaveitan segir að stuðningsmönnum Trumps við fangelsið í Fulton-sýslu hafi fjölgað mjög í dag. Í samtali við fréttaveituna hafa stuðningsmenn Trumps haldið því fram að verið sé að koma fram við hann af mikilli ósanngirni. Þau sögðu meðal annars að ákærurnar væru pólitísks eðlis. Fólkið sagði einnig að ákærurnar hefðu aukið stuðning þeirra við Trump. Andstæðingar Trumps hafa einnig komið saman við fangelsið. Mótmælendur eru einnig búnir að koma saman við fangelsið í Fulton-sýslu.AP/Ben Gray Trump birti nú fyrir skömmu svokallaðan „sannleik“ á samfélagsmiðli sínum Truth Social, þar sem hann heldur því fram að viðtal hans hjá Tucker Carlson sem sýnt var á X, sem áður hét Twitter, hafi fengið tvöfalt meira áhorf en Ofurskálin. Þá bætir hann við að hann þurfi að fara til Atlanta þar sem hann verði handtekinn. Í færslunni kallar hann Willis lúsablesa og segir að hann verði handtekinn klukkan 19:30 að staðartíma. Það er klukkan hálf tólf í kvöld, að íslenskum tíma. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Starfsmaður Trumps dró framburð sinn til baka eftir að hann skipti um lögmann Starfsmaður í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi Donalds Trump í Flórída, dró vitnisburð sinn í einu af fjórum sakamálum gegn Trump til baka. Það gerði hann eftir að hann skipti um lögmann og hefur hann bendlað Trump og tvo aðstoðarmenn hans við að reyna að hindra framgang réttvísinnar. 22. ágúst 2023 23:09 Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Trump var ákærður í Georgíu fyrr í mánuðinum vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. Þó þetta sé fjórða ákæran og Trump hafi þurft að gefa sig fram þrisvar áður, verður þetta í fyrsta sinn sem svokölluðu fangamynd verður tekin af honum og birt opinberlega. Fyrr í vikunni hafa slíkar myndir birst af Rudy Guiliani, fyrrverandi einkalögmanni Trumps, og öðrum bandamönnum forsetans fyrrverandi. Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins, gaf sig fram á sjöunda tímanum í dag. Pat Labat, fógeti, segir að komið verði fram við Trump eins og alla aðra sakborninga. Trump og átján aðrir voru ákærðir af héraðssaksóknaranum Fani Willis. Þau voru ákærð á grunni RICO-laganna svokölluðu en þau voru upprunalega sett til að auðvelda yfirvöldum að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Nokkrir af þeim sem eru ákærðir eru sakaðir um að hafa reynt að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. Willis hefur lagt til að réttarhöldin hefjist í mars. AP fréttaveitan segir að stuðningsmönnum Trumps við fangelsið í Fulton-sýslu hafi fjölgað mjög í dag. Í samtali við fréttaveituna hafa stuðningsmenn Trumps haldið því fram að verið sé að koma fram við hann af mikilli ósanngirni. Þau sögðu meðal annars að ákærurnar væru pólitísks eðlis. Fólkið sagði einnig að ákærurnar hefðu aukið stuðning þeirra við Trump. Andstæðingar Trumps hafa einnig komið saman við fangelsið. Mótmælendur eru einnig búnir að koma saman við fangelsið í Fulton-sýslu.AP/Ben Gray Trump birti nú fyrir skömmu svokallaðan „sannleik“ á samfélagsmiðli sínum Truth Social, þar sem hann heldur því fram að viðtal hans hjá Tucker Carlson sem sýnt var á X, sem áður hét Twitter, hafi fengið tvöfalt meira áhorf en Ofurskálin. Þá bætir hann við að hann þurfi að fara til Atlanta þar sem hann verði handtekinn. Í færslunni kallar hann Willis lúsablesa og segir að hann verði handtekinn klukkan 19:30 að staðartíma. Það er klukkan hálf tólf í kvöld, að íslenskum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Starfsmaður Trumps dró framburð sinn til baka eftir að hann skipti um lögmann Starfsmaður í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi Donalds Trump í Flórída, dró vitnisburð sinn í einu af fjórum sakamálum gegn Trump til baka. Það gerði hann eftir að hann skipti um lögmann og hefur hann bendlað Trump og tvo aðstoðarmenn hans við að reyna að hindra framgang réttvísinnar. 22. ágúst 2023 23:09 Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14
Starfsmaður Trumps dró framburð sinn til baka eftir að hann skipti um lögmann Starfsmaður í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi Donalds Trump í Flórída, dró vitnisburð sinn í einu af fjórum sakamálum gegn Trump til baka. Það gerði hann eftir að hann skipti um lögmann og hefur hann bendlað Trump og tvo aðstoðarmenn hans við að reyna að hindra framgang réttvísinnar. 22. ágúst 2023 23:09
Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38