Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2023 19:46 Frá minnisvarða um Prigozhin við höfuðstöðvar Wagner Group í Pétursborg. AP/Dmitri Lovetsky Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni. Sumir segja það alfarið óljóst, aðrir segja sprengju hafa verið notaða og þá segja aðrir að flugvélin hafi verið skotin niður. Verið var að fljúga einkaflugvél Prigozhin frá Moskvu til Pétursborgar í gær þegar hún féll til jarðar í minnst tveimur hlutum. Vitni segjast hafa heyrt háværar sprengingar og myndbönd hafa sýnt mögulega flugslóð eldflaugar úr loftvarnarkerfi. Mikil óvissa ríkir þó um af hverju flugvélin féll til jarðar og er einnig talið að sprengja hafi sprungið um borð. Patrick S. Ryder, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði í kvöld að Bandaríkjamenn hefðu engar upplýsingar sem bentu til þess að flugvélin hefði verið skotin niður. 'We don't have any information to indicate right now that there was some surface to air missile that took down a plane.'Pentagon Press Secretary Patrick S. Ryder speaks on the plane crash near Moscow that repordedly ended Prigozhin's lifehttps://t.co/yMLgwZCCNb Sky 501 pic.twitter.com/VpCCyoWO9n— Sky News (@SkyNews) August 24, 2023 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur heitið því að dauði Prigozhin verði rannsakaður en varar við því að rannsókn gæti tekið langan tíma. Flugmálayfirvöld í Rússlandi segja að tíu lík hafi fundist í braki flugvélarinnar en ekki hefur formlega verið staðfest að Prigozhin sé einn þeirra. Menn innan Wagner og yfirvalda í Rússlandi hafa þó sagt blaðamönnum að svo sé. Sjá einnig: Pútin tjáir sig og lofar rannsókn á dauða Prigozhin Pútín er efstur á lista yfir þá sem gætu hafa banað Prigozhin en eins og frægt er gerði auðjöfurinn skammlífa uppreisn í Rússlandi í sumar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Sumir segja það alfarið óljóst, aðrir segja sprengju hafa verið notaða og þá segja aðrir að flugvélin hafi verið skotin niður. Verið var að fljúga einkaflugvél Prigozhin frá Moskvu til Pétursborgar í gær þegar hún féll til jarðar í minnst tveimur hlutum. Vitni segjast hafa heyrt háværar sprengingar og myndbönd hafa sýnt mögulega flugslóð eldflaugar úr loftvarnarkerfi. Mikil óvissa ríkir þó um af hverju flugvélin féll til jarðar og er einnig talið að sprengja hafi sprungið um borð. Patrick S. Ryder, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði í kvöld að Bandaríkjamenn hefðu engar upplýsingar sem bentu til þess að flugvélin hefði verið skotin niður. 'We don't have any information to indicate right now that there was some surface to air missile that took down a plane.'Pentagon Press Secretary Patrick S. Ryder speaks on the plane crash near Moscow that repordedly ended Prigozhin's lifehttps://t.co/yMLgwZCCNb Sky 501 pic.twitter.com/VpCCyoWO9n— Sky News (@SkyNews) August 24, 2023 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur heitið því að dauði Prigozhin verði rannsakaður en varar við því að rannsókn gæti tekið langan tíma. Flugmálayfirvöld í Rússlandi segja að tíu lík hafi fundist í braki flugvélarinnar en ekki hefur formlega verið staðfest að Prigozhin sé einn þeirra. Menn innan Wagner og yfirvalda í Rússlandi hafa þó sagt blaðamönnum að svo sé. Sjá einnig: Pútin tjáir sig og lofar rannsókn á dauða Prigozhin Pútín er efstur á lista yfir þá sem gætu hafa banað Prigozhin en eins og frægt er gerði auðjöfurinn skammlífa uppreisn í Rússlandi í sumar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira