Ótrúlegur árekstur á leið í keppni á HM dró dilk á eftir sér Aron Guðmundsson skrifar 25. ágúst 2023 14:01 Andrew Hudson átti greinilega í vandræðum með hægra auga sitt í hlaupinu í gærkvöldi. Vísir/Getty Andrew Hudson, spretthlaupari frá Jamaíka, lenti heldur betur illa í því þegar að tvær skutlur, sem notaðar eru til þess að ferja keppendur á HM í frjálsum íþróttum frá upphitunarsvæði leikanna yfir á leikvanginn sjálfan, skullu saman. Í einni skutlunni mátti finna téðan Hudson ásamt keppinautum hans í 200 metra spretthlaupi, þar á meðal heimsmeistarann frá Bandaríkjunum Noah Lyles, en í myndskeiði sem hægt er að finna á samfélagsmiðlum má sjá aðra skutluna aka inn í hliðina á hinni. Not what you want to see before a race...Jamaica's Andrew Hudson was left with glass in his eye after two buggies crashed #WorldAthleticsChamps #BBCAthletics pic.twitter.com/asXjqdI02r— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2023 Hudson var sá sem fór hvað verst út úr þessum árekstri en hann fékk glerbrot í augað. Greint er frá raunum hans á BBC en Hudson hélt ótrauður áfram, tók þátt í 200 metra spretthlaupinu og endaði í 5.sæti. „Það fór glerbrot í hægra augað mitt og ég sé allt í móðu í hvert skipti sem ég opna það auga,“ sagði Hudson sem fékk lækni til þess að líta á augað fyrir hlaupið. „Hann reyndi að ná því út og á meðan var mótstjórn að spyrja mig hvort ég ætlaði mér að hlaupa eða ekki. Ég lagði það mikið á mig til þess að komast á þennan stað að ég hugsaði með mér að ég skyldi allavegana láta á þetta reyna.“ Þetta er fyrsta heimsmeistaramót Hudson í frjálsum íþróttum. „Þetta er því heldur betur eftirminnilegt mót. Ég kannski labba bara frá upphitunarsvæðinu yfir á leikvanginn næst,“ sagði Hudson sem glataði í það minnsta ekki húmornum í þessum árektri. En í fullri alvöru er Alþjóða frjálsíþróttasambandið með atvikið til skoðunar en auk Hudsons þurfti einn sjálfboðaliði að fá meðhöndlun frá lækni. Hudson, sem náði ekki að tryggja sig í úrslitahlaupið með frammistöðu sinni í gær, mótmælti niðurstöðunni í ljósi árekstursins. Mótmæli hans báru árangur því hann hefur nú fengið sæti í úrslitahlaupinu. Frjálsar íþróttir Jamaíka Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Í einni skutlunni mátti finna téðan Hudson ásamt keppinautum hans í 200 metra spretthlaupi, þar á meðal heimsmeistarann frá Bandaríkjunum Noah Lyles, en í myndskeiði sem hægt er að finna á samfélagsmiðlum má sjá aðra skutluna aka inn í hliðina á hinni. Not what you want to see before a race...Jamaica's Andrew Hudson was left with glass in his eye after two buggies crashed #WorldAthleticsChamps #BBCAthletics pic.twitter.com/asXjqdI02r— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2023 Hudson var sá sem fór hvað verst út úr þessum árekstri en hann fékk glerbrot í augað. Greint er frá raunum hans á BBC en Hudson hélt ótrauður áfram, tók þátt í 200 metra spretthlaupinu og endaði í 5.sæti. „Það fór glerbrot í hægra augað mitt og ég sé allt í móðu í hvert skipti sem ég opna það auga,“ sagði Hudson sem fékk lækni til þess að líta á augað fyrir hlaupið. „Hann reyndi að ná því út og á meðan var mótstjórn að spyrja mig hvort ég ætlaði mér að hlaupa eða ekki. Ég lagði það mikið á mig til þess að komast á þennan stað að ég hugsaði með mér að ég skyldi allavegana láta á þetta reyna.“ Þetta er fyrsta heimsmeistaramót Hudson í frjálsum íþróttum. „Þetta er því heldur betur eftirminnilegt mót. Ég kannski labba bara frá upphitunarsvæðinu yfir á leikvanginn næst,“ sagði Hudson sem glataði í það minnsta ekki húmornum í þessum árektri. En í fullri alvöru er Alþjóða frjálsíþróttasambandið með atvikið til skoðunar en auk Hudsons þurfti einn sjálfboðaliði að fá meðhöndlun frá lækni. Hudson, sem náði ekki að tryggja sig í úrslitahlaupið með frammistöðu sinni í gær, mótmælti niðurstöðunni í ljósi árekstursins. Mótmæli hans báru árangur því hann hefur nú fengið sæti í úrslitahlaupinu.
Frjálsar íþróttir Jamaíka Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira