Stelpurnar okkar hækka sig hjá FIFA og bara þrettán lið betri en þær í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 09:31 Frænkurnar Dagný Brynjarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir hressar á EM í fyrra. VÍSIR/VILHELM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er fjórtánda besta landslið heims samkvæmt nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem var gefinn út í morgun. Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti úr því fimmtánda upp í það fjórtánda. Íslenska liðið hóf árið í sextánda sæti og hefur því hækkað sig um tvö sæti á árinu 2023. Íslensk landslið, karla né kvenna, hefur aldrei verið eins ofarlega á heimslista FIFA þótt að stelpurnar séu þó bara að jafna sinn besta árangur núna. Svíar, sem hækka sig um tvö sæti, eru efstar á heimslistanum en nýkrýndir heimsmeistarar Spánar ná bara upp í annað sætið. Bandaríska landsliðið dettur niður í þriðja sætið en liðið var á toppi listans fyrir heimsmeistaramótið í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Spænska liðið hækkar sig um fjögur sæti sem er glæsilegt. England og Frakkland halda bæði sætum sínum í fjórða og fimmta sæti listans. Af þjóðum á topp tíu þá hækka Holland (7. sæti) og Japan (8. sæti) sig á listanum en Þýskaland (6. sæti), Brasilía (9. sæti) og Kanada (10. sæti) eru á niðurleið sem og Ástralíu sem situr núna í ellefta sæti. Þýskaland fer niður um heil fjögur sæti og Kanada niður um þrjú sæti. Japanar fara upp um þrjú sæti. Næstu þjóðir fyrir ofan Ísland (14. sæti) eru Danmörk (12. sæti) og Noregur (13. sæti) en Ísland komst upp fyrir Kína (15. sæti) á þessum nýja lista. Fram undan hjá íslenska landsliðinu er Þjóðadeildin í haust. Ísland hefur leik í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli þann 22. september næstkomandi. Með Íslandi í riðli eru Wales, Danmörk og Þýskalandi. #FIFAWWC 2023 has drawn to a close and the latest #FIFARanking is in! edge to sit top of the table!— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) August 25, 2023 Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti úr því fimmtánda upp í það fjórtánda. Íslenska liðið hóf árið í sextánda sæti og hefur því hækkað sig um tvö sæti á árinu 2023. Íslensk landslið, karla né kvenna, hefur aldrei verið eins ofarlega á heimslista FIFA þótt að stelpurnar séu þó bara að jafna sinn besta árangur núna. Svíar, sem hækka sig um tvö sæti, eru efstar á heimslistanum en nýkrýndir heimsmeistarar Spánar ná bara upp í annað sætið. Bandaríska landsliðið dettur niður í þriðja sætið en liðið var á toppi listans fyrir heimsmeistaramótið í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Spænska liðið hækkar sig um fjögur sæti sem er glæsilegt. England og Frakkland halda bæði sætum sínum í fjórða og fimmta sæti listans. Af þjóðum á topp tíu þá hækka Holland (7. sæti) og Japan (8. sæti) sig á listanum en Þýskaland (6. sæti), Brasilía (9. sæti) og Kanada (10. sæti) eru á niðurleið sem og Ástralíu sem situr núna í ellefta sæti. Þýskaland fer niður um heil fjögur sæti og Kanada niður um þrjú sæti. Japanar fara upp um þrjú sæti. Næstu þjóðir fyrir ofan Ísland (14. sæti) eru Danmörk (12. sæti) og Noregur (13. sæti) en Ísland komst upp fyrir Kína (15. sæti) á þessum nýja lista. Fram undan hjá íslenska landsliðinu er Þjóðadeildin í haust. Ísland hefur leik í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli þann 22. september næstkomandi. Með Íslandi í riðli eru Wales, Danmörk og Þýskalandi. #FIFAWWC 2023 has drawn to a close and the latest #FIFARanking is in! edge to sit top of the table!— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) August 25, 2023
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira