Lukaku gæti endað í hlýjum faðmi Mourinho Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2023 18:31 Gætu sameinað krafta sína á nýjan leik. Alex Livesey/Getty Images Eftir að hafa verið orðaður við sitt fyrrum félag Inter brenndi Romelu Lukaku allar brýr til Mílanó þegar hann virtist á leið til Juventus. Það féll upp fyrir en það stöðvaði ekki leið Lukaku til Ítalíu. Nú virðist hann vera á leið til Rómaborgar þar sem fyrrverandi þjálfari hans ræður ríkjum. Ferill hins þrítuga Lukaku hefur verið heldur undarlegur síðustu misseri. Eftir að verða Ítalíumeistari með Inter vorið 2021 ákvað framherjinn að ganga aftur í raðir Chelsea á Englandi en hann var upphaflega á mála hjá félaginu frá árinu 2011 til 2014. Lukaku leið hins vegar ekki vel hjá Chelsea og var fljótur að koma sér í vandræði með því að tala um hversu mikið hann elskaði Inter og vildi spila fyrir félagið á nýjan leik. Hann var á endanum lánaður aftur til Ítalíu á síðustu leiktíð og talið var næsta öruggt að Inter myndi kaupa hann í sumar. Vandamálið er að Inter á voða lítið af pening til að eyða í leikmenn, félagið hefur aðeins eytt rúmum 35 milljónum evra í leikmenn í sumar á meðan rúmar 130 milljónir evra hafa komið inn fyrir sölur á leikmönnum. Það ásamt því að Lukaku var einnig í viðræðum við Juventus á sama tíma varð til þess að Inter hætti við að fá leikmanninn í sínar raðir. Stuttu eftir að Juventus dró sig út úr „kapphlaupinu“ varð ljóst að Lukaku virðist alveg sama hvar á Ítalíu hann spilar. Nú hefur Lukaku verið orðaður við Roma þar sem José Mourinho er við stjórnvölin. Þeir þekkjast ágætlega en Lukaku var þjálfari Manchester United þegar Lukaku kom þangað. Roma are in talks with Chelsea about taking striker Romelu Lukaku on loan this season.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2023 Roma er í leit að framherja þar sem Tammy Abraham er meiddur og Chelsea virðist tilbúið að leyfa Lukaku að fara á láni. Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, hefur ekki útilokað að nota Lukaku en markmiðið virðist þó að losa hann af launaskrá og senda hann frá Lundúnum. Hvort liðin nái hins vegar saman um kaup og kjör, ásamt kaupverði næsta sumar, á eftir að koma í ljós. Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu lokar 1. september en er þó opinn örlítið lengur í Tyrklandi og Sádi-Arabíu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Ferill hins þrítuga Lukaku hefur verið heldur undarlegur síðustu misseri. Eftir að verða Ítalíumeistari með Inter vorið 2021 ákvað framherjinn að ganga aftur í raðir Chelsea á Englandi en hann var upphaflega á mála hjá félaginu frá árinu 2011 til 2014. Lukaku leið hins vegar ekki vel hjá Chelsea og var fljótur að koma sér í vandræði með því að tala um hversu mikið hann elskaði Inter og vildi spila fyrir félagið á nýjan leik. Hann var á endanum lánaður aftur til Ítalíu á síðustu leiktíð og talið var næsta öruggt að Inter myndi kaupa hann í sumar. Vandamálið er að Inter á voða lítið af pening til að eyða í leikmenn, félagið hefur aðeins eytt rúmum 35 milljónum evra í leikmenn í sumar á meðan rúmar 130 milljónir evra hafa komið inn fyrir sölur á leikmönnum. Það ásamt því að Lukaku var einnig í viðræðum við Juventus á sama tíma varð til þess að Inter hætti við að fá leikmanninn í sínar raðir. Stuttu eftir að Juventus dró sig út úr „kapphlaupinu“ varð ljóst að Lukaku virðist alveg sama hvar á Ítalíu hann spilar. Nú hefur Lukaku verið orðaður við Roma þar sem José Mourinho er við stjórnvölin. Þeir þekkjast ágætlega en Lukaku var þjálfari Manchester United þegar Lukaku kom þangað. Roma are in talks with Chelsea about taking striker Romelu Lukaku on loan this season.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2023 Roma er í leit að framherja þar sem Tammy Abraham er meiddur og Chelsea virðist tilbúið að leyfa Lukaku að fara á láni. Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, hefur ekki útilokað að nota Lukaku en markmiðið virðist þó að losa hann af launaskrá og senda hann frá Lundúnum. Hvort liðin nái hins vegar saman um kaup og kjör, ásamt kaupverði næsta sumar, á eftir að koma í ljós. Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu lokar 1. september en er þó opinn örlítið lengur í Tyrklandi og Sádi-Arabíu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira