Fjórir látnir eftir skotárás í Flórída Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. ágúst 2023 23:02 Íbúar í nágrenninu standa saman í hring og biðja fyrir fórnarlömbum árásarinnar. AP/John Raoux Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í verslun í Jacksonville í Flórída í dag. Ekki er búið að nafngreina skotmanninn en hann ku vera látinn og hafði ritað stefnuyfirlýsingu um áætlanir sínar áður en hann framkvæmdi árásina. Donna Deegan, bæjarstjóri Jacksonville, greindi frá árásinni, sem átti sér stað inni í verslun Dollar General í bænum, í viðtali við fréttastofu WJXT. „Ein skotárás er of mikið en það er virkilega erfitt að takast á við þessar fjöldaskotárásir,“ sagði Deegan í viðtali. Ju'Coby Pittman, borgarstjórnarmeðlimur í Jacksonville, sagði við WJXT að skotmaðurinn væri dáinn en gat ekki gefið frekari upplýsingar. Borgaryfirvöld hafa greint frá því að blaðamannafundur hennar og sýslumanns verði haldinn á næstunni til að greina frá frekari upplýsingum um málið. Lögregluþjónar í Jacksonville girða af svæðið í grinum Dollar General-verslunina þar sem skotárásin átti sér stað.AP/John Raoux Grunsamlegur maður við bókasafnið Fjöldi lögregluþjóna er á svæðinu í nágrenni við Edward Waters háskóla (EWU) en að sögn sjónarvotta sást til grunsamlegs manns við skólann í kringum 12:45 að staðartíma. Maðurinn á að hafa farið bak við bókasafn skólans þar sem hann setti á sig skothelt vesti. Öryggisverðir skólans reyndu að hafa upp á manninum en tókst það ekki. Hann hafi síðan farið í verslunina. Heimildarmenn WJXT herma að foreldrar skotmannsins hafi tilkynnt sýslumanni Clay-sýslu um áætlanir hans eftir að þau fundu stefnuyfirlýsingu hans. Skólastjórnendur EWU hafa sagt nemendum skólans að halda sig inni í herbergjum sínum á meðan verið er að tryggja svæðið. Enginn tengdur skólanum hafi verið viðriðinn árásina, hvorki nemendur né starfsmenn. EWU CAMPUS SAFETY ALERT Stay Informed. Sign-up for Tiger Alerts at: https://t.co/qwxNPDu5II pic.twitter.com/OTgB29UaNA— Edward Waters University (@ewctigers) August 26, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Donna Deegan, bæjarstjóri Jacksonville, greindi frá árásinni, sem átti sér stað inni í verslun Dollar General í bænum, í viðtali við fréttastofu WJXT. „Ein skotárás er of mikið en það er virkilega erfitt að takast á við þessar fjöldaskotárásir,“ sagði Deegan í viðtali. Ju'Coby Pittman, borgarstjórnarmeðlimur í Jacksonville, sagði við WJXT að skotmaðurinn væri dáinn en gat ekki gefið frekari upplýsingar. Borgaryfirvöld hafa greint frá því að blaðamannafundur hennar og sýslumanns verði haldinn á næstunni til að greina frá frekari upplýsingum um málið. Lögregluþjónar í Jacksonville girða af svæðið í grinum Dollar General-verslunina þar sem skotárásin átti sér stað.AP/John Raoux Grunsamlegur maður við bókasafnið Fjöldi lögregluþjóna er á svæðinu í nágrenni við Edward Waters háskóla (EWU) en að sögn sjónarvotta sást til grunsamlegs manns við skólann í kringum 12:45 að staðartíma. Maðurinn á að hafa farið bak við bókasafn skólans þar sem hann setti á sig skothelt vesti. Öryggisverðir skólans reyndu að hafa upp á manninum en tókst það ekki. Hann hafi síðan farið í verslunina. Heimildarmenn WJXT herma að foreldrar skotmannsins hafi tilkynnt sýslumanni Clay-sýslu um áætlanir hans eftir að þau fundu stefnuyfirlýsingu hans. Skólastjórnendur EWU hafa sagt nemendum skólans að halda sig inni í herbergjum sínum á meðan verið er að tryggja svæðið. Enginn tengdur skólanum hafi verið viðriðinn árásina, hvorki nemendur né starfsmenn. EWU CAMPUS SAFETY ALERT Stay Informed. Sign-up for Tiger Alerts at: https://t.co/qwxNPDu5II pic.twitter.com/OTgB29UaNA— Edward Waters University (@ewctigers) August 26, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira