Dennis Schröder hetja Þjóðverja í sigri á Ástralíu í háspennuleik Siggeir Ævarsson skrifar 27. ágúst 2023 11:58 Patty Mills og Dennis Schröder tókust oft á í dag en Schroder hafði betur að lokum Vísir/Getty Þjóðverjar eru komnir í kjörstöðu í E-riðli á heimsmeistaramótinu í körfubolta eftir góðan 85-82 sigur á Ástralíu í dag. Dennis Schröder, leikmaður Toronto Raptors, skoraði 30 stig fyrir Þjóðverja og leiddi liðið til sigurs. Leikurinn í dag var toppslagur E-riðils, þar sem einnig leika heimamenn í Japan og Finnar. Ástralía er um þessar mundir í 3. sæti heimslista FIBA en flestir leikmenn liðsins leika í NBA deildinni. Þjóðverjar eru í 11. sæti sama lista. Leikurinn var nokkuð jafn framan af og liðin skiptust á að leiða. Þjóðverjar fóru með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn en góður þriðji leikhluti hjá Áströlum snéri stöðunni við og staðan 66-62 þeim í vil fyrir lokaátökin. Þjóðverjar reyndust svo sterkari á lokasprettinum en staðan var 79-79 þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Schröder fór á vítalínuna og setti bæði og skoraði svo aftur skömmu seinna og staðan 81-83 þegar 46 sekúndur voru til leiksloka. Josh Giddey fékk tækifæri til að jafna leikinn með skoti frá miðju þegar flaut gall en færið var þröngt og boltinn aldrei nálægt því að rata ofan í. Ástralir vildu fá villu en dómarar leiksins tóku það ekki í mál. Germany past Australia in a clash of favorites for their second win in as many games in the #FIBAWC! #WinForDeutschland pic.twitter.com/cZpJetAcxX— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) August 27, 2023 Svekkjandi endir fyrir Ástrali og Giddey, en hann getur í það minnsta huggað sig við það að hann átti sennilega flottustu tilþrif leiksins. GIDDEY UP!!!! #FIBAWC x #WinForAustralia pic.twitter.com/8ZZDZWcELQ— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) August 27, 2023 HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Leikurinn í dag var toppslagur E-riðils, þar sem einnig leika heimamenn í Japan og Finnar. Ástralía er um þessar mundir í 3. sæti heimslista FIBA en flestir leikmenn liðsins leika í NBA deildinni. Þjóðverjar eru í 11. sæti sama lista. Leikurinn var nokkuð jafn framan af og liðin skiptust á að leiða. Þjóðverjar fóru með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn en góður þriðji leikhluti hjá Áströlum snéri stöðunni við og staðan 66-62 þeim í vil fyrir lokaátökin. Þjóðverjar reyndust svo sterkari á lokasprettinum en staðan var 79-79 þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Schröder fór á vítalínuna og setti bæði og skoraði svo aftur skömmu seinna og staðan 81-83 þegar 46 sekúndur voru til leiksloka. Josh Giddey fékk tækifæri til að jafna leikinn með skoti frá miðju þegar flaut gall en færið var þröngt og boltinn aldrei nálægt því að rata ofan í. Ástralir vildu fá villu en dómarar leiksins tóku það ekki í mál. Germany past Australia in a clash of favorites for their second win in as many games in the #FIBAWC! #WinForDeutschland pic.twitter.com/cZpJetAcxX— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) August 27, 2023 Svekkjandi endir fyrir Ástrali og Giddey, en hann getur í það minnsta huggað sig við það að hann átti sennilega flottustu tilþrif leiksins. GIDDEY UP!!!! #FIBAWC x #WinForAustralia pic.twitter.com/8ZZDZWcELQ— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) August 27, 2023
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira