Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Siggeir Ævarsson skrifar 27. ágúst 2023 13:01 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks er markahæsti leikmaðurinn í Evrópukeppnum um þessar mundir Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. Breiðablik hafði óskað eftir því að leikurinn yrði færður inn í komandi landsleikjahlé, en Víkingar höfnuðu þeirri beiðni þar sem einhverjir leikmenn liðsins yrðu fjarverandi í landsliðsverkefnum. Blikar standa í ströngu þessa dagana í Sambandsdeildinni, en þegar leikurinn fer fram í kvöld verða aðeins liðnir rúmir þrír sólarhringar síðan flautað var til leiksloka í fyrri leik Blika gegn norður-makedónska liðinu Struga. Seinni leikurinn í því einvígi fer fram næstkomandi fimmtudag og Breiðablik óskaði eftir því snemma í síðustu viku að leik liðsins gegn Víkingum yrði frestað. Þar sem samþykki beggja liða fyrir frestun lá ekki fyrir hafnaði KSÍ beiðni Breiðabliks. Í gær sendi Breiðablik svo nýtt erindi inn til stjórnar KSÍ og bað hana um að endurskoða ákvörðun sína. Vísaði Breiðablik til jafnréttissjónarmiða en knattspyrnusamband N-Makedóníu hafði þá ákveðið að fresta deildarleik Struga. Sennilega mikilvægasti leikur í sögu liðsins Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, var í útvarpsviðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag þar sem hann undirstrikaði mikilvægi leiksins gegn Struga og að leik kvöldins yrði frestað. Þegar viðtalið var tekið hafði ekkert svar borist frá KSÍ en sambandið birti svar sitt á vefsíðu sinni nú rétt í þessu. Þar sem segir m.a. „Helst voru skoðaðar tvær mögulegar lausnir, þar sem ekki er hægt að þétta úrslitakeppnina. Annars vegar að lengja mótið í heild og hins vegar að nota landsleikjahléið í september. Eftir að hafa skoðað þessa möguleika vandlega og leitað lausna er niðurstaðan að synja beiðni um frestun, þrátt fyrir góðan vilja allra sem komu að málinu.“ KSÍ telur að hvorug lausnin gangi upp en óskar Blikum góðs gengis í Evrópukeppninni. „Stjórn KSÍ tekur þessa ákvörðun með hagsmuni heildarinnar í huga og eftir vandlega íhugun. Stjórnin hefur fullan skilning á sjónarmiðum Breiðabliks og hefði sannarlega viljað geta komið til móts við félagið. Stjórn KSÍ vann þetta mál af bestu samvisku og ákvörðunin var vissulega erfið að taka. Stjórnin vonar innilega að Breiðablik nái enn lengra í Evrópukeppni og óskar liðinu alls hins besta í komandi leik gegn FC Struga.“ Lesa má niðurstöðu og rökstuðning KSÍ í heild sinni á vef knattspyrnusambandsins. Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun. 26. ágúst 2023 21:27 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Breiðablik hafði óskað eftir því að leikurinn yrði færður inn í komandi landsleikjahlé, en Víkingar höfnuðu þeirri beiðni þar sem einhverjir leikmenn liðsins yrðu fjarverandi í landsliðsverkefnum. Blikar standa í ströngu þessa dagana í Sambandsdeildinni, en þegar leikurinn fer fram í kvöld verða aðeins liðnir rúmir þrír sólarhringar síðan flautað var til leiksloka í fyrri leik Blika gegn norður-makedónska liðinu Struga. Seinni leikurinn í því einvígi fer fram næstkomandi fimmtudag og Breiðablik óskaði eftir því snemma í síðustu viku að leik liðsins gegn Víkingum yrði frestað. Þar sem samþykki beggja liða fyrir frestun lá ekki fyrir hafnaði KSÍ beiðni Breiðabliks. Í gær sendi Breiðablik svo nýtt erindi inn til stjórnar KSÍ og bað hana um að endurskoða ákvörðun sína. Vísaði Breiðablik til jafnréttissjónarmiða en knattspyrnusamband N-Makedóníu hafði þá ákveðið að fresta deildarleik Struga. Sennilega mikilvægasti leikur í sögu liðsins Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, var í útvarpsviðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag þar sem hann undirstrikaði mikilvægi leiksins gegn Struga og að leik kvöldins yrði frestað. Þegar viðtalið var tekið hafði ekkert svar borist frá KSÍ en sambandið birti svar sitt á vefsíðu sinni nú rétt í þessu. Þar sem segir m.a. „Helst voru skoðaðar tvær mögulegar lausnir, þar sem ekki er hægt að þétta úrslitakeppnina. Annars vegar að lengja mótið í heild og hins vegar að nota landsleikjahléið í september. Eftir að hafa skoðað þessa möguleika vandlega og leitað lausna er niðurstaðan að synja beiðni um frestun, þrátt fyrir góðan vilja allra sem komu að málinu.“ KSÍ telur að hvorug lausnin gangi upp en óskar Blikum góðs gengis í Evrópukeppninni. „Stjórn KSÍ tekur þessa ákvörðun með hagsmuni heildarinnar í huga og eftir vandlega íhugun. Stjórnin hefur fullan skilning á sjónarmiðum Breiðabliks og hefði sannarlega viljað geta komið til móts við félagið. Stjórn KSÍ vann þetta mál af bestu samvisku og ákvörðunin var vissulega erfið að taka. Stjórnin vonar innilega að Breiðablik nái enn lengra í Evrópukeppni og óskar liðinu alls hins besta í komandi leik gegn FC Struga.“ Lesa má niðurstöðu og rökstuðning KSÍ í heild sinni á vef knattspyrnusambandsins.
Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun. 26. ágúst 2023 21:27 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun. 26. ágúst 2023 21:27