Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. ágúst 2023 12:15 Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðismanna telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýjur. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun væntanlega skýra frá ákvörðun sinni í málinu á næstu dögum. Vísir Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. Gjáin sem hefur verið milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í hvalveiðimálinu svokallaða birtist glöggt í ályktunum flokksráðsfunda ríkisstjórnarflokkanna um helgina. Vinstri grænir lýstu yfir fullum stuðningi við ákvörðun matvælaráðherra um að banna veiðar á stórhvelum á sínum fundi. Sjálfstæðismenn ályktuðu hins vegar að ráðherrann hefði með fyrirvaralausri frestun hvalveiða hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs. Teitur Björn Einarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd. „Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þeirri stjórnsýslu sem matvælaráðherra hafði upp í júní þegar hún frestaði upphafi veiðitímabilsins með mjög gerræðislegum hætti. Fundurinn fordæmir þau vinnubrögð,“ segir Teitur. Starfshópur Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum skilar niðurstöðum sínum í dag samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu. Væntanlega mun ráðherrann skýra frá ákvörðun sinni um hvalveiðar í framhaldinu enda rennur hvalveiðibannið út um mánaðamótin. Teitur telur liggja fyrir hver ákvörðun Svandísar verður. „Mér þykir einsýnt að hvalveiðar hefjist aftur 1. september, Pólitískt liggur það fyrir að Vinstri grænir enda eru á móti hvalveiðum en þetta mál var sérstaklega tekið fyrir í umræðum formanna flokkanna við myndun þessara ríkisstjórnar. Það er alveg skýrt og hefur komið fram í máli formanns Sjálfstæðisflokksins að Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því einfaldlega að það færi inn í stjórnarsáttmála að að hvalveiðar yrðu bannaðar þannig að þetta er hin pólitíska afstaða sem er uppi og ég vænti þess að hún muni ekki breytast,“ segir Teitur. Aðspurður um hvaða áhrif það hefði á ríkisstjórnarsamstarfið að matvælaráðherra framlengdi hvalveiðibannið svarar Teitur: „Ég get ekki ímyndað mér að matvælaráðherra komist að þeirri niðurstöðu að hún ætli að halda áfram að brjóta lög. Auðvitað væri það mjög alvarlegt ef ráðherra í ríkisstjórninni gengi fram með slíkum hætti áfram. Ég hef sagt það áður og segi það aftur að matvælaráðherra með sínum aðgerðum í júni skaðaði þetta ríkisstjórnarsamstarf,“ segir Teitur. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Andstaðan eykst almennt en fleiri konur segjast hlynntar veiðunum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53 Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. 23. ágúst 2023 15:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Gjáin sem hefur verið milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í hvalveiðimálinu svokallaða birtist glöggt í ályktunum flokksráðsfunda ríkisstjórnarflokkanna um helgina. Vinstri grænir lýstu yfir fullum stuðningi við ákvörðun matvælaráðherra um að banna veiðar á stórhvelum á sínum fundi. Sjálfstæðismenn ályktuðu hins vegar að ráðherrann hefði með fyrirvaralausri frestun hvalveiða hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs. Teitur Björn Einarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd. „Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þeirri stjórnsýslu sem matvælaráðherra hafði upp í júní þegar hún frestaði upphafi veiðitímabilsins með mjög gerræðislegum hætti. Fundurinn fordæmir þau vinnubrögð,“ segir Teitur. Starfshópur Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum skilar niðurstöðum sínum í dag samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu. Væntanlega mun ráðherrann skýra frá ákvörðun sinni um hvalveiðar í framhaldinu enda rennur hvalveiðibannið út um mánaðamótin. Teitur telur liggja fyrir hver ákvörðun Svandísar verður. „Mér þykir einsýnt að hvalveiðar hefjist aftur 1. september, Pólitískt liggur það fyrir að Vinstri grænir enda eru á móti hvalveiðum en þetta mál var sérstaklega tekið fyrir í umræðum formanna flokkanna við myndun þessara ríkisstjórnar. Það er alveg skýrt og hefur komið fram í máli formanns Sjálfstæðisflokksins að Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því einfaldlega að það færi inn í stjórnarsáttmála að að hvalveiðar yrðu bannaðar þannig að þetta er hin pólitíska afstaða sem er uppi og ég vænti þess að hún muni ekki breytast,“ segir Teitur. Aðspurður um hvaða áhrif það hefði á ríkisstjórnarsamstarfið að matvælaráðherra framlengdi hvalveiðibannið svarar Teitur: „Ég get ekki ímyndað mér að matvælaráðherra komist að þeirri niðurstöðu að hún ætli að halda áfram að brjóta lög. Auðvitað væri það mjög alvarlegt ef ráðherra í ríkisstjórninni gengi fram með slíkum hætti áfram. Ég hef sagt það áður og segi það aftur að matvælaráðherra með sínum aðgerðum í júni skaðaði þetta ríkisstjórnarsamstarf,“ segir Teitur.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Andstaðan eykst almennt en fleiri konur segjast hlynntar veiðunum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53 Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. 23. ágúst 2023 15:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Andstaðan eykst almennt en fleiri konur segjast hlynntar veiðunum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53
Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03
Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. 23. ágúst 2023 15:30