Sjáðu mörkin: Valur nálgast titilinn og fallið blasir við Selfyssingum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 15:30 Valskonur eru komnar með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn. Visir/Diego Síðasta umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu fyrir tvískiptingu deildarinnar fór fram í gær þegar heil umferð var leikin á sama tíma. Valskonur eru með pálmann í höndunum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn, en Selfyssingar þurfa á kraftaverki að halda til að halda sæti sínu í deildinni. Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan 4-1 sigur gegn Keflvíkingum þar sem Ásdís Karen Halldórsdóttir kom heimakonum í Val yfir á 22. mínútu leiksins. Aníta Lind Daníelsdóttir jafnaði metin fyrir Keflvíkinga stuttu síðar úr vítaspyrnu, en mörk frá Bryndísi Örnu Níelsdóttur, Þórdísi Elvu Ágústsdóttur og Fanndísi Friðriksdóttur í síðari hálfleik tryggðu sigur Valskvenna. Valur er nú með átta stiga forskot á toppi deildarinnar, en Keflavík situr í næst neðsta sæti, einu stigi frá öruggu sæti þegar úrslitakeppnin tekur við. Klippa: Mörkin úr leik Vals og Keflavíkur Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur gegn Selfyssingum þar sem öll mörk leiksins voru skoruð í síðari hálfleik. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir kom Garðbæingum yfir snemma í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Andrea Mist Pálsdóttir bætti tveimur mörkum við og innsiglaði sigurinn. Stjörnukonur eru því enn með í baráttunni um annað sæti deildarinnar við Breiðablik og fer liðið með 29 stig inn í úrslitakeppnina. Selfyssingar sitja hins vegar sem fastast á botninum með 11 stig og dugir ekkert minna en þrír sigrar í jafn mörgum leikjum í úrslitakeppninni til að eiga möguleika á að halda sér í deild þeirra bestu. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Selfoss Þá vann Þróttur sterkan 4-2 sigur gegn Breiðabliki í Laugardalnum. Birta Georgsdóttir kom Blikum yfir á 25. mínútu leiksins, en tvö mörk frá Sæunni Björnsdóttur sáu til þess að heimakonur fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikinn. Birta var svo aftur á ferðinni þegar hún jafnaði metin fyrir Blika eftir klukkutíma leik, en Elín Metta Jensen endurheimti forystu Þróttar stuttu síðar með sínu fyrsta marki eftir endurkomu hennar í boltann áður en Katla Tryggvadóttir tryggði heimakonum sigurinn með marki á 88. mínútu. Þróttur er því enn með í baráttunni um 2.-6. sæti deildarinnar með 28 stig þegar úrslitakeppnin hefst, en Blikar, sem sitja í öðru sæti með 34 stig, eru án sigurs í síðustu þremur leikjum og þurfa að fara að passa sig ef liðið ætlar ekki að missa lið á borð við Þrótt, Stjörnuna og FH fram úr sér. Klippa: Mörkin úr leik Þróttar og Breiðabliks Nýliðar FH unnu mikilvægan 0-2 útisigur er liðið heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Shaina Ashouri sáu um markaskorun gestanna í síðari hálfleik og nýliðar FH standa því vel að vígi fyrir lokasprettinn. FH-ingar eru með 28 stig í fimmta sæti deildarinnar og geta vel ógnað Breiðabliki, Stjörnunni og Þrótti í baráttunni um annað sæti. Eyjakonur sitja hins vegar í áttunda sæti með 18 stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og FH Að lokum gerðu Tindastóll og Þór/KA markalaust jafntefli í norðurlandsslag gærdagsins. Þór/KA situr í sjötta sæti með 26 stig og heldur því í liðin fyrir ofan sig í þéttum pakka efri hluta deildarinnar. Stólarnir þurfa hins vegar enn að berjast við falldrauginn, enda er liðið aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Besta deild kvenna Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan 4-1 sigur gegn Keflvíkingum þar sem Ásdís Karen Halldórsdóttir kom heimakonum í Val yfir á 22. mínútu leiksins. Aníta Lind Daníelsdóttir jafnaði metin fyrir Keflvíkinga stuttu síðar úr vítaspyrnu, en mörk frá Bryndísi Örnu Níelsdóttur, Þórdísi Elvu Ágústsdóttur og Fanndísi Friðriksdóttur í síðari hálfleik tryggðu sigur Valskvenna. Valur er nú með átta stiga forskot á toppi deildarinnar, en Keflavík situr í næst neðsta sæti, einu stigi frá öruggu sæti þegar úrslitakeppnin tekur við. Klippa: Mörkin úr leik Vals og Keflavíkur Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur gegn Selfyssingum þar sem öll mörk leiksins voru skoruð í síðari hálfleik. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir kom Garðbæingum yfir snemma í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Andrea Mist Pálsdóttir bætti tveimur mörkum við og innsiglaði sigurinn. Stjörnukonur eru því enn með í baráttunni um annað sæti deildarinnar við Breiðablik og fer liðið með 29 stig inn í úrslitakeppnina. Selfyssingar sitja hins vegar sem fastast á botninum með 11 stig og dugir ekkert minna en þrír sigrar í jafn mörgum leikjum í úrslitakeppninni til að eiga möguleika á að halda sér í deild þeirra bestu. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Selfoss Þá vann Þróttur sterkan 4-2 sigur gegn Breiðabliki í Laugardalnum. Birta Georgsdóttir kom Blikum yfir á 25. mínútu leiksins, en tvö mörk frá Sæunni Björnsdóttur sáu til þess að heimakonur fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikinn. Birta var svo aftur á ferðinni þegar hún jafnaði metin fyrir Blika eftir klukkutíma leik, en Elín Metta Jensen endurheimti forystu Þróttar stuttu síðar með sínu fyrsta marki eftir endurkomu hennar í boltann áður en Katla Tryggvadóttir tryggði heimakonum sigurinn með marki á 88. mínútu. Þróttur er því enn með í baráttunni um 2.-6. sæti deildarinnar með 28 stig þegar úrslitakeppnin hefst, en Blikar, sem sitja í öðru sæti með 34 stig, eru án sigurs í síðustu þremur leikjum og þurfa að fara að passa sig ef liðið ætlar ekki að missa lið á borð við Þrótt, Stjörnuna og FH fram úr sér. Klippa: Mörkin úr leik Þróttar og Breiðabliks Nýliðar FH unnu mikilvægan 0-2 útisigur er liðið heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Shaina Ashouri sáu um markaskorun gestanna í síðari hálfleik og nýliðar FH standa því vel að vígi fyrir lokasprettinn. FH-ingar eru með 28 stig í fimmta sæti deildarinnar og geta vel ógnað Breiðabliki, Stjörnunni og Þrótti í baráttunni um annað sæti. Eyjakonur sitja hins vegar í áttunda sæti með 18 stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og FH Að lokum gerðu Tindastóll og Þór/KA markalaust jafntefli í norðurlandsslag gærdagsins. Þór/KA situr í sjötta sæti með 26 stig og heldur því í liðin fyrir ofan sig í þéttum pakka efri hluta deildarinnar. Stólarnir þurfa hins vegar enn að berjast við falldrauginn, enda er liðið aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Besta deild kvenna Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira