Sjáðu mörkin: Valur nálgast titilinn og fallið blasir við Selfyssingum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 15:30 Valskonur eru komnar með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn. Visir/Diego Síðasta umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu fyrir tvískiptingu deildarinnar fór fram í gær þegar heil umferð var leikin á sama tíma. Valskonur eru með pálmann í höndunum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn, en Selfyssingar þurfa á kraftaverki að halda til að halda sæti sínu í deildinni. Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan 4-1 sigur gegn Keflvíkingum þar sem Ásdís Karen Halldórsdóttir kom heimakonum í Val yfir á 22. mínútu leiksins. Aníta Lind Daníelsdóttir jafnaði metin fyrir Keflvíkinga stuttu síðar úr vítaspyrnu, en mörk frá Bryndísi Örnu Níelsdóttur, Þórdísi Elvu Ágústsdóttur og Fanndísi Friðriksdóttur í síðari hálfleik tryggðu sigur Valskvenna. Valur er nú með átta stiga forskot á toppi deildarinnar, en Keflavík situr í næst neðsta sæti, einu stigi frá öruggu sæti þegar úrslitakeppnin tekur við. Klippa: Mörkin úr leik Vals og Keflavíkur Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur gegn Selfyssingum þar sem öll mörk leiksins voru skoruð í síðari hálfleik. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir kom Garðbæingum yfir snemma í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Andrea Mist Pálsdóttir bætti tveimur mörkum við og innsiglaði sigurinn. Stjörnukonur eru því enn með í baráttunni um annað sæti deildarinnar við Breiðablik og fer liðið með 29 stig inn í úrslitakeppnina. Selfyssingar sitja hins vegar sem fastast á botninum með 11 stig og dugir ekkert minna en þrír sigrar í jafn mörgum leikjum í úrslitakeppninni til að eiga möguleika á að halda sér í deild þeirra bestu. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Selfoss Þá vann Þróttur sterkan 4-2 sigur gegn Breiðabliki í Laugardalnum. Birta Georgsdóttir kom Blikum yfir á 25. mínútu leiksins, en tvö mörk frá Sæunni Björnsdóttur sáu til þess að heimakonur fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikinn. Birta var svo aftur á ferðinni þegar hún jafnaði metin fyrir Blika eftir klukkutíma leik, en Elín Metta Jensen endurheimti forystu Þróttar stuttu síðar með sínu fyrsta marki eftir endurkomu hennar í boltann áður en Katla Tryggvadóttir tryggði heimakonum sigurinn með marki á 88. mínútu. Þróttur er því enn með í baráttunni um 2.-6. sæti deildarinnar með 28 stig þegar úrslitakeppnin hefst, en Blikar, sem sitja í öðru sæti með 34 stig, eru án sigurs í síðustu þremur leikjum og þurfa að fara að passa sig ef liðið ætlar ekki að missa lið á borð við Þrótt, Stjörnuna og FH fram úr sér. Klippa: Mörkin úr leik Þróttar og Breiðabliks Nýliðar FH unnu mikilvægan 0-2 útisigur er liðið heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Shaina Ashouri sáu um markaskorun gestanna í síðari hálfleik og nýliðar FH standa því vel að vígi fyrir lokasprettinn. FH-ingar eru með 28 stig í fimmta sæti deildarinnar og geta vel ógnað Breiðabliki, Stjörnunni og Þrótti í baráttunni um annað sæti. Eyjakonur sitja hins vegar í áttunda sæti með 18 stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og FH Að lokum gerðu Tindastóll og Þór/KA markalaust jafntefli í norðurlandsslag gærdagsins. Þór/KA situr í sjötta sæti með 26 stig og heldur því í liðin fyrir ofan sig í þéttum pakka efri hluta deildarinnar. Stólarnir þurfa hins vegar enn að berjast við falldrauginn, enda er liðið aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Besta deild kvenna Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan 4-1 sigur gegn Keflvíkingum þar sem Ásdís Karen Halldórsdóttir kom heimakonum í Val yfir á 22. mínútu leiksins. Aníta Lind Daníelsdóttir jafnaði metin fyrir Keflvíkinga stuttu síðar úr vítaspyrnu, en mörk frá Bryndísi Örnu Níelsdóttur, Þórdísi Elvu Ágústsdóttur og Fanndísi Friðriksdóttur í síðari hálfleik tryggðu sigur Valskvenna. Valur er nú með átta stiga forskot á toppi deildarinnar, en Keflavík situr í næst neðsta sæti, einu stigi frá öruggu sæti þegar úrslitakeppnin tekur við. Klippa: Mörkin úr leik Vals og Keflavíkur Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur gegn Selfyssingum þar sem öll mörk leiksins voru skoruð í síðari hálfleik. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir kom Garðbæingum yfir snemma í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Andrea Mist Pálsdóttir bætti tveimur mörkum við og innsiglaði sigurinn. Stjörnukonur eru því enn með í baráttunni um annað sæti deildarinnar við Breiðablik og fer liðið með 29 stig inn í úrslitakeppnina. Selfyssingar sitja hins vegar sem fastast á botninum með 11 stig og dugir ekkert minna en þrír sigrar í jafn mörgum leikjum í úrslitakeppninni til að eiga möguleika á að halda sér í deild þeirra bestu. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Selfoss Þá vann Þróttur sterkan 4-2 sigur gegn Breiðabliki í Laugardalnum. Birta Georgsdóttir kom Blikum yfir á 25. mínútu leiksins, en tvö mörk frá Sæunni Björnsdóttur sáu til þess að heimakonur fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikinn. Birta var svo aftur á ferðinni þegar hún jafnaði metin fyrir Blika eftir klukkutíma leik, en Elín Metta Jensen endurheimti forystu Þróttar stuttu síðar með sínu fyrsta marki eftir endurkomu hennar í boltann áður en Katla Tryggvadóttir tryggði heimakonum sigurinn með marki á 88. mínútu. Þróttur er því enn með í baráttunni um 2.-6. sæti deildarinnar með 28 stig þegar úrslitakeppnin hefst, en Blikar, sem sitja í öðru sæti með 34 stig, eru án sigurs í síðustu þremur leikjum og þurfa að fara að passa sig ef liðið ætlar ekki að missa lið á borð við Þrótt, Stjörnuna og FH fram úr sér. Klippa: Mörkin úr leik Þróttar og Breiðabliks Nýliðar FH unnu mikilvægan 0-2 útisigur er liðið heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Shaina Ashouri sáu um markaskorun gestanna í síðari hálfleik og nýliðar FH standa því vel að vígi fyrir lokasprettinn. FH-ingar eru með 28 stig í fimmta sæti deildarinnar og geta vel ógnað Breiðabliki, Stjörnunni og Þrótti í baráttunni um annað sæti. Eyjakonur sitja hins vegar í áttunda sæti með 18 stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og FH Að lokum gerðu Tindastóll og Þór/KA markalaust jafntefli í norðurlandsslag gærdagsins. Þór/KA situr í sjötta sæti með 26 stig og heldur því í liðin fyrir ofan sig í þéttum pakka efri hluta deildarinnar. Stólarnir þurfa hins vegar enn að berjast við falldrauginn, enda er liðið aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Besta deild kvenna Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira