Hilmar spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik eftir ótrúlega atburðarás Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 09:00 Hilmar Örn spilaði óvænt sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Þróttar á dögunum. Vísir/Sigurjón Hilmar Örn Pétursson, 18 ára markvörður 2. flokks Þróttar Reykjavíkur í knattspyrnu lék sinn fyrsta meistaraflokksleik um liðna helgi eftir lygilega atburðarrás. Það varð uppi fótur og fit þegar Þróttur R. heimsótti Gróttu á Seltjarnarnesi í Lengjudeildinni á föstudaginn var, 25. ágúst. Í upphitun meiddist Óskar Sigþórsson en hann átti að byrja leikinn. Sveinn Óli Guðnason, sem hefur varið mark Þróttar að mestu í sumar, byrjaði því leikinn á meðan þjálfarateymi Þróttar hringdi út varamarkmann. Það var þá sem Hilmar Örn fékk kallið en hann hafði nýlokið æfingu í Laugardalnum. „Þá kallar 2. flokks þjálfarinn á mig og segir að ég þurfi að drífa mig upp á völl því að ég er að fara vera á bekknum,“ segir Hilmar Örn. Hann átti þó ekki von á því að hans fyrsti leikur fyrir meistaraflokk væri í kortunum. Þegar hann mætir á Seltjarnarnes eru rétt tæpar tíu mínútur liðnar af leiknum og sér hann Svein Óla liggja í jörðinni. „Ég kem, er að labba niður í klefa þá sé ég Svenna fá byltuna og detta niður. Þegar ég er að klæða mig í fötin kemur markmannsþjálfarinn og segir mér að ég þurfi að fara inn á völlinn því Svenni sé meiddur.“ Hilmar Örn þurfti að hafa hraðar hendur og var án nokkurs fyrirvara mættur í markið. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en á fyrstu mínútum hans í meistaraflokki var beðið eftir sjúkrabíl fyrir Svein Óla. „Það var smá stress að sjá hann og finna fyrir honum fyrir aftan sig, ég fann til með honum. Manni líður miklu betur með að heyra að það sé í lagi með hann og hann megi byrja að æfa aftur á næstunni. Þetta er miklu þægilegra núna, eftir á.“ En hvernig var það fyrir þig að spila þinn fyrsta meistaraflokks leik? „Það eru ótrúlega mikil gæði í þessari deild og leikmennirnir þarna eru rosalega góðir. Þetta er mikið skref upp frá því að vera í 2. flokknum en annars var þetta bara góð reynsla, finnst mér,“ sagði Hilmar Örn að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit þegar Þróttur R. heimsótti Gróttu á Seltjarnarnesi í Lengjudeildinni á föstudaginn var, 25. ágúst. Í upphitun meiddist Óskar Sigþórsson en hann átti að byrja leikinn. Sveinn Óli Guðnason, sem hefur varið mark Þróttar að mestu í sumar, byrjaði því leikinn á meðan þjálfarateymi Þróttar hringdi út varamarkmann. Það var þá sem Hilmar Örn fékk kallið en hann hafði nýlokið æfingu í Laugardalnum. „Þá kallar 2. flokks þjálfarinn á mig og segir að ég þurfi að drífa mig upp á völl því að ég er að fara vera á bekknum,“ segir Hilmar Örn. Hann átti þó ekki von á því að hans fyrsti leikur fyrir meistaraflokk væri í kortunum. Þegar hann mætir á Seltjarnarnes eru rétt tæpar tíu mínútur liðnar af leiknum og sér hann Svein Óla liggja í jörðinni. „Ég kem, er að labba niður í klefa þá sé ég Svenna fá byltuna og detta niður. Þegar ég er að klæða mig í fötin kemur markmannsþjálfarinn og segir mér að ég þurfi að fara inn á völlinn því Svenni sé meiddur.“ Hilmar Örn þurfti að hafa hraðar hendur og var án nokkurs fyrirvara mættur í markið. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en á fyrstu mínútum hans í meistaraflokki var beðið eftir sjúkrabíl fyrir Svein Óla. „Það var smá stress að sjá hann og finna fyrir honum fyrir aftan sig, ég fann til með honum. Manni líður miklu betur með að heyra að það sé í lagi með hann og hann megi byrja að æfa aftur á næstunni. Þetta er miklu þægilegra núna, eftir á.“ En hvernig var það fyrir þig að spila þinn fyrsta meistaraflokks leik? „Það eru ótrúlega mikil gæði í þessari deild og leikmennirnir þarna eru rosalega góðir. Þetta er mikið skref upp frá því að vera í 2. flokknum en annars var þetta bara góð reynsla, finnst mér,“ sagði Hilmar Örn að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira