Reiði beinist að DeSantis Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2023 13:29 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída á minningarathöfn í Jacksonville á sunnudaginn. AP/John Raoux Eftir að ungur rasisti myrti þrjár svartar manneskjur í Jacksonville í Flórída um helgina hafa margir reiðst Ron DeSantis, ríkisstjóra. Fyrir árásina hafði hann verið sakaður um að skapa andrúmsloft haturs gegn svörtum Bandaríkjamönnum og öðru þeldökku fólki og reiðin hefur aukist eftir árasina. Árásarmaðurinn í Jacksonville hafði skreytt byssu sína með hakakross og lýst yfir hatri sínu á svörtu fólki. Þegar NAACP, hagsmunasamtök svartra Bandaríkjamanna, vöruðu fólk við því að ferðast til Flórída í vor gagnrýndi DeSantis þá viðvörun. Samtökin sögðu að skotvopnalög Flórída og herferð ríkisstjórans sem snerist um að neita tilvist kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum hefði aukið á hættuna. Ríkisstjórinn var einnig gagnrýndur nýverið fyrir viðleitni sína til að draga úr kennslu á þrælahaldi í skólum Flórída. Gagnrýnin gegn DeSantis hefur aukist eftir árásina en AP fréttaveitan segir samfélagsleiðtoga svartra í Flórída og víðar í Bandaríkjunum saka ríkisstjórann um að ýta undir hatur. DeSantis hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að kalla árásarmanninn ekki rasista, en hann lýsti honum sem miklum „drullusokk“. Sjá einnig: Myrti þrjá svarta með riffli skreyttum hakakrossum Í yfirlýsingu til AP segir talsmaður DeSantis það rangt að ríkisstjórinn hafi ekki fordæmt árásarmanninn nægilega vel og gagnrýnir hann fréttaveituna fyrir að dreifa „fölskum umræðupunktum“ um árásina. Þá sagði hann að DeSantis myndi ekki lýða hatur og ofbeldi á grunni rasisma í Flórída og hafna því að ódæðið yrði vopnvætt í pólitík. Í grein fréttaveitunnar segir að ódæðið hafi varpað skugga á forsetabaráttuna innan Repúblikanaflokksins og frambjóðendur hafi staðið frammi fyrir óþægilegum spurningum um það af hverju rasistar og hvítir þjóðernissinnar fylgi flokknum. DeSantis sjálfur hefur ekki nefnt slagorðið sitt „War on Woke“ á undanförnum dögum en hann hefur ítrekað beitt því í baráttu sinni. Barátta Repúblikana gegn því sem þeir kalla „Woke“ snýr að miklu leyti að því að standa í vegi viðurkenninga á kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum og auknum réttindum fyrir hinsegin fólk. Eins og segir í grein AP hafa svo gott sem allir frambjóðendur Repúblikanaflokksins boðað stefnu af þessum meiði. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Árásarmaðurinn í Jacksonville hafði skreytt byssu sína með hakakross og lýst yfir hatri sínu á svörtu fólki. Þegar NAACP, hagsmunasamtök svartra Bandaríkjamanna, vöruðu fólk við því að ferðast til Flórída í vor gagnrýndi DeSantis þá viðvörun. Samtökin sögðu að skotvopnalög Flórída og herferð ríkisstjórans sem snerist um að neita tilvist kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum hefði aukið á hættuna. Ríkisstjórinn var einnig gagnrýndur nýverið fyrir viðleitni sína til að draga úr kennslu á þrælahaldi í skólum Flórída. Gagnrýnin gegn DeSantis hefur aukist eftir árásina en AP fréttaveitan segir samfélagsleiðtoga svartra í Flórída og víðar í Bandaríkjunum saka ríkisstjórann um að ýta undir hatur. DeSantis hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að kalla árásarmanninn ekki rasista, en hann lýsti honum sem miklum „drullusokk“. Sjá einnig: Myrti þrjá svarta með riffli skreyttum hakakrossum Í yfirlýsingu til AP segir talsmaður DeSantis það rangt að ríkisstjórinn hafi ekki fordæmt árásarmanninn nægilega vel og gagnrýnir hann fréttaveituna fyrir að dreifa „fölskum umræðupunktum“ um árásina. Þá sagði hann að DeSantis myndi ekki lýða hatur og ofbeldi á grunni rasisma í Flórída og hafna því að ódæðið yrði vopnvætt í pólitík. Í grein fréttaveitunnar segir að ódæðið hafi varpað skugga á forsetabaráttuna innan Repúblikanaflokksins og frambjóðendur hafi staðið frammi fyrir óþægilegum spurningum um það af hverju rasistar og hvítir þjóðernissinnar fylgi flokknum. DeSantis sjálfur hefur ekki nefnt slagorðið sitt „War on Woke“ á undanförnum dögum en hann hefur ítrekað beitt því í baráttu sinni. Barátta Repúblikana gegn því sem þeir kalla „Woke“ snýr að miklu leyti að því að standa í vegi viðurkenninga á kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum og auknum réttindum fyrir hinsegin fólk. Eins og segir í grein AP hafa svo gott sem allir frambjóðendur Repúblikanaflokksins boðað stefnu af þessum meiði.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14
Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47