Ólga meðal útgerðarinnar vegna tillagna ráðherra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. ágúst 2023 19:01 Svandís Svavarsdóttir leggur til að veiðigjöld verði hækkuð, því mótmælir Heiðrún Lind Marteinsdóttir talsmaður SFS. Örvar Marteinsson talsmaður smærri sjávarútvegsfyrirtækja er ósáttur í heild við tillögur ráðherrans. Vísir Matvælaráðherra ætlar að hækka veiðigjald, auka gagnsæi í sjávarútvegi og leggur til auðlindaákvæði í stjórnarskrá. SFS gagnrýnir áætlanir um hækkunina. Ráðherrann veitist að meðalstórum útgerðafyrirtækjum, segir talsmaður þeirra Matvælaráðherra skipaði í fyrra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Tilgangurinn var að skapa meiri sátt um auðlindina meðal þjóðarinnar. Hóparnir skiluðu af sér skýrslunni Auðlindin okkar í dag sem á annað hundrað manns komu með einum eða öðrum hætti að. Þar eru dregnar upp þrjátíu megintillögur til endurbóta á löggöf um sjávarútveg sem skiptast í umhverfis-, samfélags og efnahagsmál. Meðal þess sem lagt er til er að kvótakerfinu verði viðhaldið, auðlindaákvæði fari í stjórnarskrá, veiðigjald verði einfaldað, hámarkseign útgerða verði í samræmi við samkeppnislög, upplýsingagjöf til Fiskistofu verði stórefld, Byggðarkvóti verði lagður niður, viðurlög við brottkasti verði hert, fiskveiðilöggjöfin verði einfölduð, stuðlað verði að dreifðara eignarhaldi í útgerðarfyrirtækjum og gagnsæi aukið. Hækkar veiðigjöld Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að þessi vinna sé til grundvallar nýju frumvarpi til nýrra laga um nýtingu og stjórnun í sjávarútvegi. Umhverfismál verði höfð í forgrunni „Við erum þarna að leggja áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og á orkuskipti í sjávarútvegi. Númer tvö þá vil ég nefna gagnsæismálin að það sé á hreinu hvernig eignar-og stjórnunartengsl eru í sjávarútvegi. Ég mun leggja til hækkun á veiðigjöldum sem er í samræmi við það sem liggur fyrir í fjármálaáætlun. Ég legg jafnframt til að það verði gerð tilraun með uppboðsleið með ákveðnar heimildir sem eru út úr því sem heitir almennur byggðakvóti. Þá legg ég til uppstokkun á þessum félagslegu kerfum. Loks er lagt til í þessari vinnu að komi auðlindaákvæði í stjórnarskrá.,“ segir Svandís. Óánægja með hækkun Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Fyrirtækja í sjávarútvegi telur tillögur starfshópanna og ráðherra ekki fara saman og furðar sig á fyrirætlun um hækkun veiðigjalda. „Í kynningu á vinnu samráðsnefndanna var í fyrsta lagi ekki talað um hækkun veiðigjalds eða breytingu á því og alls ekki uppboð veiðiheimilda en það virðist vera það tvennt sem ráðherrann setur á oddinn við framlagningu frumvarpa á alþingi. Þessi áhersla kemur mér spánskt fyrir sjónir,“ segir Heiðrún. Þarna er fátt gott, margt miður gott og margt ennþá verra Örvar Marteinsson formaður Samtaka smærri útgerða segir tillögur ráðherra leggjast illa í þau fyrirtæki. „ÉG tel að þetta sé bara hálfgerð árás, þarna er fátt gott, margt miður gott og margt ennþá verra. Þarna á að hygla fyrirtækjum sem skrá sig á markað sem verða bara þeir allra allra stærstu og það mun skaða fjölskyldufyrirtækin út á landi enn og aftur sem gleymast sífellt,“ segir Örvar. Sjávarútvegur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Matvælaráðherra skipaði í fyrra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Tilgangurinn var að skapa meiri sátt um auðlindina meðal þjóðarinnar. Hóparnir skiluðu af sér skýrslunni Auðlindin okkar í dag sem á annað hundrað manns komu með einum eða öðrum hætti að. Þar eru dregnar upp þrjátíu megintillögur til endurbóta á löggöf um sjávarútveg sem skiptast í umhverfis-, samfélags og efnahagsmál. Meðal þess sem lagt er til er að kvótakerfinu verði viðhaldið, auðlindaákvæði fari í stjórnarskrá, veiðigjald verði einfaldað, hámarkseign útgerða verði í samræmi við samkeppnislög, upplýsingagjöf til Fiskistofu verði stórefld, Byggðarkvóti verði lagður niður, viðurlög við brottkasti verði hert, fiskveiðilöggjöfin verði einfölduð, stuðlað verði að dreifðara eignarhaldi í útgerðarfyrirtækjum og gagnsæi aukið. Hækkar veiðigjöld Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að þessi vinna sé til grundvallar nýju frumvarpi til nýrra laga um nýtingu og stjórnun í sjávarútvegi. Umhverfismál verði höfð í forgrunni „Við erum þarna að leggja áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og á orkuskipti í sjávarútvegi. Númer tvö þá vil ég nefna gagnsæismálin að það sé á hreinu hvernig eignar-og stjórnunartengsl eru í sjávarútvegi. Ég mun leggja til hækkun á veiðigjöldum sem er í samræmi við það sem liggur fyrir í fjármálaáætlun. Ég legg jafnframt til að það verði gerð tilraun með uppboðsleið með ákveðnar heimildir sem eru út úr því sem heitir almennur byggðakvóti. Þá legg ég til uppstokkun á þessum félagslegu kerfum. Loks er lagt til í þessari vinnu að komi auðlindaákvæði í stjórnarskrá.,“ segir Svandís. Óánægja með hækkun Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Fyrirtækja í sjávarútvegi telur tillögur starfshópanna og ráðherra ekki fara saman og furðar sig á fyrirætlun um hækkun veiðigjalda. „Í kynningu á vinnu samráðsnefndanna var í fyrsta lagi ekki talað um hækkun veiðigjalds eða breytingu á því og alls ekki uppboð veiðiheimilda en það virðist vera það tvennt sem ráðherrann setur á oddinn við framlagningu frumvarpa á alþingi. Þessi áhersla kemur mér spánskt fyrir sjónir,“ segir Heiðrún. Þarna er fátt gott, margt miður gott og margt ennþá verra Örvar Marteinsson formaður Samtaka smærri útgerða segir tillögur ráðherra leggjast illa í þau fyrirtæki. „ÉG tel að þetta sé bara hálfgerð árás, þarna er fátt gott, margt miður gott og margt ennþá verra. Þarna á að hygla fyrirtækjum sem skrá sig á markað sem verða bara þeir allra allra stærstu og það mun skaða fjölskyldufyrirtækin út á landi enn og aftur sem gleymast sífellt,“ segir Örvar.
Sjávarútvegur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira