Ætlar að tvöfalda uppbyggingu til að bregðast við niðursveiflu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. ágúst 2023 21:39 Sigurður Ingi Jóhannsson ætlar að tvöfalda uppbyggingu á húsnæði fyrir tekjulága til að bregðast við samdrátt í uppbyggingu húsnæðis. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir brýnt að bregðast við svo málið þvælist ekki fyrir í næstu kjarasamningum. Vísir Framboð á nýjum íbúðum virðist vera að dragast saman þrátt fyrir að ríki og borg hafi gert með sér tímamótasamkomulag á síðasta ári um fjölgun þeirra. Innviðaráðherra segist ætla að tvöfalda uppbyggingu leiguíbúða á næstu þremur árum. Innviðaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og HMS kynntu það sem þau kölluðu tímamótasamning í fyrra um byggingu fjögur þúsund íbúða árlega næstu fimm ár. Á húsnæðisþingi ráðuneytisins og HMS á Hótel Hilton í dag kom hins vegar fram að það væru blikur á lofti með að þetta náist. Samband íslenskra sveitafélaga hafði bent á það strax í vor. Elmar Erlendsson framkvæmdastjóri lánasviðs hjá HMS segir hátt vaxtarstig og verðbólgu draga úr uppbyggingu á húsnæði.Vísir/Einar Elmar Erlendsson framkvæmdastjóri lánasviðs hjá HMS segir hátt vaxtarstig og verðbólgu draga úr uppbyggingu á húsnæði. „Við erum búin að sjá skýrar vísbendingar um það undanfarið að það hafi verulega hægt á sem leiðir til þess að það muni fækka í fullbúnum íbúðum á næstu árum. Út af efnahagsástandinu virðast byggingaraðilar vera að halda að sér höndum þar til aðstæður breytast,“ segir Elmar. Ætlar að tvöfalda uppbyggingu Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti nýja húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar á þinginu og segir að þegar hafi verið ákveðið að bregðast við núverandi stöðu með ýmsu móti. „Við ætlum að meira en tvöfalda almennar íbúðir á leigumarkaði fyrir hina tekjulágu í ár og næstu tvö ár með stofnframlögum. Þetta eru í heild 2.800 íbúðir á þessum þremur árum. Þá breyttum við markmiðum í kringum hlutdeildarlánin í sumar sem er stuðningur fyrir þá sem kaupa húsnæði í fyrsta skipti með stuðningi hins opinbera. Sá markaður tók verulega við sér í sumar,“ segir Sigurður. Brýnt að allir taki þátt „ Byggingarverktakar eru held ég alveg í stakk búnir að bæta í og byggja en við þurfum að ná þessu efnahagsjafnvægi. Það er ekki bara Seðlabankinn og ríkisvaldið sem þurfa að koma að því, þar þurfa aðilar vinnumarkaðarins líka að koma að. Ef við leggjumst öll á plóginn þá náum við verðbólgunni niður og komumst inn í betra vaxtaumhverfi,“ segir Sigurður. Ekki er enn útlit fyrir lækkun verðbólgu en í dag kom fram að hún er aftur á uppleið eftir lækkanir síðustu mánaða. Hún mældist 7,7 prósent í ágúst og hækkaði um 0,34 prósent milli mánaða. Brýnt að bregðast við Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir að brýnt að bregðast við of lítilli uppbyggingu fyrir næstu kjarasamningalotu. „Við höfum lagt höfuðáherslu á félagslega kerfið og munum gera það inn í komandi kjarasamningum. Þetta útspil innviðaráðherra er ágætis innlegg inn í það. Það verður hins vegar að gera þetta mjög hratt,“ segir Finnbjörn. Aðspurður um hvort hann sé vongóður um að það verði gert svarar Finnbjörn: „Ég veit það ekki, við sáum þessa kynningu 2019, svo aftur 2021 og svo 2022 og svo aftur núna og kannski fylgir hugur máli núna það verður bara að koma í ljós,“ segir Finnbjörn að lokum. Húsnæðismál Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir SI telja íbúðauppbyggingu fara í öfuga átt Samtök iðnaðarins telja stjórnvöld leggja of litla áherslu á uppbyggingu séreignarhúsnæðis. Nú sé skortur á íbúðum og mikil uppbyggingarþörf en samtökin óttast að íbúðauppbygging stefni í öfuga átt. Þetta kemur fram í nýrri greiningu samtakanna. 24. ágúst 2023 10:23 Mesti samdráttur í íbúðafjárfestingu frá fjármálakreppunni 2008 Íbúðafjárfesting dróst saman um 14 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Það er mesti samdráttur frá fjármálakreppunni 2008, segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. Íbúðafjárfesting reyndist töluvert minni en Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir í spá. 23. ágúst 2023 11:20 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Innviðaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og HMS kynntu það sem þau kölluðu tímamótasamning í fyrra um byggingu fjögur þúsund íbúða árlega næstu fimm ár. Á húsnæðisþingi ráðuneytisins og HMS á Hótel Hilton í dag kom hins vegar fram að það væru blikur á lofti með að þetta náist. Samband íslenskra sveitafélaga hafði bent á það strax í vor. Elmar Erlendsson framkvæmdastjóri lánasviðs hjá HMS segir hátt vaxtarstig og verðbólgu draga úr uppbyggingu á húsnæði.Vísir/Einar Elmar Erlendsson framkvæmdastjóri lánasviðs hjá HMS segir hátt vaxtarstig og verðbólgu draga úr uppbyggingu á húsnæði. „Við erum búin að sjá skýrar vísbendingar um það undanfarið að það hafi verulega hægt á sem leiðir til þess að það muni fækka í fullbúnum íbúðum á næstu árum. Út af efnahagsástandinu virðast byggingaraðilar vera að halda að sér höndum þar til aðstæður breytast,“ segir Elmar. Ætlar að tvöfalda uppbyggingu Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti nýja húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar á þinginu og segir að þegar hafi verið ákveðið að bregðast við núverandi stöðu með ýmsu móti. „Við ætlum að meira en tvöfalda almennar íbúðir á leigumarkaði fyrir hina tekjulágu í ár og næstu tvö ár með stofnframlögum. Þetta eru í heild 2.800 íbúðir á þessum þremur árum. Þá breyttum við markmiðum í kringum hlutdeildarlánin í sumar sem er stuðningur fyrir þá sem kaupa húsnæði í fyrsta skipti með stuðningi hins opinbera. Sá markaður tók verulega við sér í sumar,“ segir Sigurður. Brýnt að allir taki þátt „ Byggingarverktakar eru held ég alveg í stakk búnir að bæta í og byggja en við þurfum að ná þessu efnahagsjafnvægi. Það er ekki bara Seðlabankinn og ríkisvaldið sem þurfa að koma að því, þar þurfa aðilar vinnumarkaðarins líka að koma að. Ef við leggjumst öll á plóginn þá náum við verðbólgunni niður og komumst inn í betra vaxtaumhverfi,“ segir Sigurður. Ekki er enn útlit fyrir lækkun verðbólgu en í dag kom fram að hún er aftur á uppleið eftir lækkanir síðustu mánaða. Hún mældist 7,7 prósent í ágúst og hækkaði um 0,34 prósent milli mánaða. Brýnt að bregðast við Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir að brýnt að bregðast við of lítilli uppbyggingu fyrir næstu kjarasamningalotu. „Við höfum lagt höfuðáherslu á félagslega kerfið og munum gera það inn í komandi kjarasamningum. Þetta útspil innviðaráðherra er ágætis innlegg inn í það. Það verður hins vegar að gera þetta mjög hratt,“ segir Finnbjörn. Aðspurður um hvort hann sé vongóður um að það verði gert svarar Finnbjörn: „Ég veit það ekki, við sáum þessa kynningu 2019, svo aftur 2021 og svo 2022 og svo aftur núna og kannski fylgir hugur máli núna það verður bara að koma í ljós,“ segir Finnbjörn að lokum.
Húsnæðismál Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir SI telja íbúðauppbyggingu fara í öfuga átt Samtök iðnaðarins telja stjórnvöld leggja of litla áherslu á uppbyggingu séreignarhúsnæðis. Nú sé skortur á íbúðum og mikil uppbyggingarþörf en samtökin óttast að íbúðauppbygging stefni í öfuga átt. Þetta kemur fram í nýrri greiningu samtakanna. 24. ágúst 2023 10:23 Mesti samdráttur í íbúðafjárfestingu frá fjármálakreppunni 2008 Íbúðafjárfesting dróst saman um 14 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Það er mesti samdráttur frá fjármálakreppunni 2008, segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. Íbúðafjárfesting reyndist töluvert minni en Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir í spá. 23. ágúst 2023 11:20 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
SI telja íbúðauppbyggingu fara í öfuga átt Samtök iðnaðarins telja stjórnvöld leggja of litla áherslu á uppbyggingu séreignarhúsnæðis. Nú sé skortur á íbúðum og mikil uppbyggingarþörf en samtökin óttast að íbúðauppbygging stefni í öfuga átt. Þetta kemur fram í nýrri greiningu samtakanna. 24. ágúst 2023 10:23
Mesti samdráttur í íbúðafjárfestingu frá fjármálakreppunni 2008 Íbúðafjárfesting dróst saman um 14 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Það er mesti samdráttur frá fjármálakreppunni 2008, segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. Íbúðafjárfesting reyndist töluvert minni en Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir í spá. 23. ágúst 2023 11:20