Ætlar að tvöfalda uppbyggingu til að bregðast við niðursveiflu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. ágúst 2023 21:39 Sigurður Ingi Jóhannsson ætlar að tvöfalda uppbyggingu á húsnæði fyrir tekjulága til að bregðast við samdrátt í uppbyggingu húsnæðis. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir brýnt að bregðast við svo málið þvælist ekki fyrir í næstu kjarasamningum. Vísir Framboð á nýjum íbúðum virðist vera að dragast saman þrátt fyrir að ríki og borg hafi gert með sér tímamótasamkomulag á síðasta ári um fjölgun þeirra. Innviðaráðherra segist ætla að tvöfalda uppbyggingu leiguíbúða á næstu þremur árum. Innviðaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og HMS kynntu það sem þau kölluðu tímamótasamning í fyrra um byggingu fjögur þúsund íbúða árlega næstu fimm ár. Á húsnæðisþingi ráðuneytisins og HMS á Hótel Hilton í dag kom hins vegar fram að það væru blikur á lofti með að þetta náist. Samband íslenskra sveitafélaga hafði bent á það strax í vor. Elmar Erlendsson framkvæmdastjóri lánasviðs hjá HMS segir hátt vaxtarstig og verðbólgu draga úr uppbyggingu á húsnæði.Vísir/Einar Elmar Erlendsson framkvæmdastjóri lánasviðs hjá HMS segir hátt vaxtarstig og verðbólgu draga úr uppbyggingu á húsnæði. „Við erum búin að sjá skýrar vísbendingar um það undanfarið að það hafi verulega hægt á sem leiðir til þess að það muni fækka í fullbúnum íbúðum á næstu árum. Út af efnahagsástandinu virðast byggingaraðilar vera að halda að sér höndum þar til aðstæður breytast,“ segir Elmar. Ætlar að tvöfalda uppbyggingu Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti nýja húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar á þinginu og segir að þegar hafi verið ákveðið að bregðast við núverandi stöðu með ýmsu móti. „Við ætlum að meira en tvöfalda almennar íbúðir á leigumarkaði fyrir hina tekjulágu í ár og næstu tvö ár með stofnframlögum. Þetta eru í heild 2.800 íbúðir á þessum þremur árum. Þá breyttum við markmiðum í kringum hlutdeildarlánin í sumar sem er stuðningur fyrir þá sem kaupa húsnæði í fyrsta skipti með stuðningi hins opinbera. Sá markaður tók verulega við sér í sumar,“ segir Sigurður. Brýnt að allir taki þátt „ Byggingarverktakar eru held ég alveg í stakk búnir að bæta í og byggja en við þurfum að ná þessu efnahagsjafnvægi. Það er ekki bara Seðlabankinn og ríkisvaldið sem þurfa að koma að því, þar þurfa aðilar vinnumarkaðarins líka að koma að. Ef við leggjumst öll á plóginn þá náum við verðbólgunni niður og komumst inn í betra vaxtaumhverfi,“ segir Sigurður. Ekki er enn útlit fyrir lækkun verðbólgu en í dag kom fram að hún er aftur á uppleið eftir lækkanir síðustu mánaða. Hún mældist 7,7 prósent í ágúst og hækkaði um 0,34 prósent milli mánaða. Brýnt að bregðast við Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir að brýnt að bregðast við of lítilli uppbyggingu fyrir næstu kjarasamningalotu. „Við höfum lagt höfuðáherslu á félagslega kerfið og munum gera það inn í komandi kjarasamningum. Þetta útspil innviðaráðherra er ágætis innlegg inn í það. Það verður hins vegar að gera þetta mjög hratt,“ segir Finnbjörn. Aðspurður um hvort hann sé vongóður um að það verði gert svarar Finnbjörn: „Ég veit það ekki, við sáum þessa kynningu 2019, svo aftur 2021 og svo 2022 og svo aftur núna og kannski fylgir hugur máli núna það verður bara að koma í ljós,“ segir Finnbjörn að lokum. Húsnæðismál Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir SI telja íbúðauppbyggingu fara í öfuga átt Samtök iðnaðarins telja stjórnvöld leggja of litla áherslu á uppbyggingu séreignarhúsnæðis. Nú sé skortur á íbúðum og mikil uppbyggingarþörf en samtökin óttast að íbúðauppbygging stefni í öfuga átt. Þetta kemur fram í nýrri greiningu samtakanna. 24. ágúst 2023 10:23 Mesti samdráttur í íbúðafjárfestingu frá fjármálakreppunni 2008 Íbúðafjárfesting dróst saman um 14 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Það er mesti samdráttur frá fjármálakreppunni 2008, segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. Íbúðafjárfesting reyndist töluvert minni en Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir í spá. 23. ágúst 2023 11:20 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Innviðaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og HMS kynntu það sem þau kölluðu tímamótasamning í fyrra um byggingu fjögur þúsund íbúða árlega næstu fimm ár. Á húsnæðisþingi ráðuneytisins og HMS á Hótel Hilton í dag kom hins vegar fram að það væru blikur á lofti með að þetta náist. Samband íslenskra sveitafélaga hafði bent á það strax í vor. Elmar Erlendsson framkvæmdastjóri lánasviðs hjá HMS segir hátt vaxtarstig og verðbólgu draga úr uppbyggingu á húsnæði.Vísir/Einar Elmar Erlendsson framkvæmdastjóri lánasviðs hjá HMS segir hátt vaxtarstig og verðbólgu draga úr uppbyggingu á húsnæði. „Við erum búin að sjá skýrar vísbendingar um það undanfarið að það hafi verulega hægt á sem leiðir til þess að það muni fækka í fullbúnum íbúðum á næstu árum. Út af efnahagsástandinu virðast byggingaraðilar vera að halda að sér höndum þar til aðstæður breytast,“ segir Elmar. Ætlar að tvöfalda uppbyggingu Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti nýja húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar á þinginu og segir að þegar hafi verið ákveðið að bregðast við núverandi stöðu með ýmsu móti. „Við ætlum að meira en tvöfalda almennar íbúðir á leigumarkaði fyrir hina tekjulágu í ár og næstu tvö ár með stofnframlögum. Þetta eru í heild 2.800 íbúðir á þessum þremur árum. Þá breyttum við markmiðum í kringum hlutdeildarlánin í sumar sem er stuðningur fyrir þá sem kaupa húsnæði í fyrsta skipti með stuðningi hins opinbera. Sá markaður tók verulega við sér í sumar,“ segir Sigurður. Brýnt að allir taki þátt „ Byggingarverktakar eru held ég alveg í stakk búnir að bæta í og byggja en við þurfum að ná þessu efnahagsjafnvægi. Það er ekki bara Seðlabankinn og ríkisvaldið sem þurfa að koma að því, þar þurfa aðilar vinnumarkaðarins líka að koma að. Ef við leggjumst öll á plóginn þá náum við verðbólgunni niður og komumst inn í betra vaxtaumhverfi,“ segir Sigurður. Ekki er enn útlit fyrir lækkun verðbólgu en í dag kom fram að hún er aftur á uppleið eftir lækkanir síðustu mánaða. Hún mældist 7,7 prósent í ágúst og hækkaði um 0,34 prósent milli mánaða. Brýnt að bregðast við Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir að brýnt að bregðast við of lítilli uppbyggingu fyrir næstu kjarasamningalotu. „Við höfum lagt höfuðáherslu á félagslega kerfið og munum gera það inn í komandi kjarasamningum. Þetta útspil innviðaráðherra er ágætis innlegg inn í það. Það verður hins vegar að gera þetta mjög hratt,“ segir Finnbjörn. Aðspurður um hvort hann sé vongóður um að það verði gert svarar Finnbjörn: „Ég veit það ekki, við sáum þessa kynningu 2019, svo aftur 2021 og svo 2022 og svo aftur núna og kannski fylgir hugur máli núna það verður bara að koma í ljós,“ segir Finnbjörn að lokum.
Húsnæðismál Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir SI telja íbúðauppbyggingu fara í öfuga átt Samtök iðnaðarins telja stjórnvöld leggja of litla áherslu á uppbyggingu séreignarhúsnæðis. Nú sé skortur á íbúðum og mikil uppbyggingarþörf en samtökin óttast að íbúðauppbygging stefni í öfuga átt. Þetta kemur fram í nýrri greiningu samtakanna. 24. ágúst 2023 10:23 Mesti samdráttur í íbúðafjárfestingu frá fjármálakreppunni 2008 Íbúðafjárfesting dróst saman um 14 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Það er mesti samdráttur frá fjármálakreppunni 2008, segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. Íbúðafjárfesting reyndist töluvert minni en Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir í spá. 23. ágúst 2023 11:20 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
SI telja íbúðauppbyggingu fara í öfuga átt Samtök iðnaðarins telja stjórnvöld leggja of litla áherslu á uppbyggingu séreignarhúsnæðis. Nú sé skortur á íbúðum og mikil uppbyggingarþörf en samtökin óttast að íbúðauppbygging stefni í öfuga átt. Þetta kemur fram í nýrri greiningu samtakanna. 24. ágúst 2023 10:23
Mesti samdráttur í íbúðafjárfestingu frá fjármálakreppunni 2008 Íbúðafjárfesting dróst saman um 14 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Það er mesti samdráttur frá fjármálakreppunni 2008, segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. Íbúðafjárfesting reyndist töluvert minni en Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir í spá. 23. ágúst 2023 11:20