„Það er allt í lagi“ Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2023 11:05 Jevgení Prígósjín í Afríku, skömmu áður en hann dó. Gray Zone Myndband, sem talið er eitt það síðasta sem tekið var af rússneska auðjöfrinum Jevgení Prígóshín var birt í gær. Það mun hafa verið tekið upp í Afríku nokkrum dögum áður en hann dó og ræddi hann meðal annars það að fólk hefði áhyggjur af honum og öryggi hans. Eins og frægt er dó auðjöfurinn og stríðsherrann, sem rak málaliðahópinn Wagner Group, í síðustu viku þegar einkaflugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu. Aðrir leiðtogar Wagner voru um borð en talið er að mennirnir hafi verið myrtir og að flugvélin hafi verið skotin niður eða að sprengju hafi verið komið fyrir um borð. „Fyrir þá sem er að tala um hvort ég sé á lífi eða ekki, hvernig ég hef það, þá er helgi núna í seinni helming ágúst 2023. Ég er í Afríku,“ sagði Prigósjín í myndbandinu. Þá staðhæfði hann að hann hefði það fínt. „Það er allt í lagi.“ Myndbandið var birt á Telegram á rás sem tengist málaliðahópnum en í frétt Reuters segir að klæðnaður hans sé sambærilegur þeim sem hann var í á öðru myndbandi sem hafði verið birt áður. Þar segir einnig að myndbandið hafi líklega verið tekið upp 19. eða 20. ágúst, nokkrum dögum áður en Prígósjín dó. Yfirvöld í Moskvu þvertaka fyrir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi látið bana Prígósjín en segja mögulegt að flugvélinni hafi verið grandað. Spjótin beinast að Pútín vegna uppreisnar Prígósjíns gegn Pútín og forsvarsmönnum varnarmálaráðuneytis Rússlands í sumar. Auðjöfurinn samdi um frið við Pútín en varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Hann er svo sagður hafa farið til Moskvu til að reyna að koma í veg fyrir að varnarmálaráðuneytið tæki yfir málaliðahópinn. Skömmu eftir flugtak frá Moskvu féll flugvélin svo til jarðar. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Ætla ekki að rannsaka flugvélarhrap Prigozhin eftir alþjóðareglum Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því. 30. ágúst 2023 08:57 Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. 27. ágúst 2023 11:31 Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. 26. ágúst 2023 19:16 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Eins og frægt er dó auðjöfurinn og stríðsherrann, sem rak málaliðahópinn Wagner Group, í síðustu viku þegar einkaflugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu. Aðrir leiðtogar Wagner voru um borð en talið er að mennirnir hafi verið myrtir og að flugvélin hafi verið skotin niður eða að sprengju hafi verið komið fyrir um borð. „Fyrir þá sem er að tala um hvort ég sé á lífi eða ekki, hvernig ég hef það, þá er helgi núna í seinni helming ágúst 2023. Ég er í Afríku,“ sagði Prigósjín í myndbandinu. Þá staðhæfði hann að hann hefði það fínt. „Það er allt í lagi.“ Myndbandið var birt á Telegram á rás sem tengist málaliðahópnum en í frétt Reuters segir að klæðnaður hans sé sambærilegur þeim sem hann var í á öðru myndbandi sem hafði verið birt áður. Þar segir einnig að myndbandið hafi líklega verið tekið upp 19. eða 20. ágúst, nokkrum dögum áður en Prígósjín dó. Yfirvöld í Moskvu þvertaka fyrir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi látið bana Prígósjín en segja mögulegt að flugvélinni hafi verið grandað. Spjótin beinast að Pútín vegna uppreisnar Prígósjíns gegn Pútín og forsvarsmönnum varnarmálaráðuneytis Rússlands í sumar. Auðjöfurinn samdi um frið við Pútín en varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Hann er svo sagður hafa farið til Moskvu til að reyna að koma í veg fyrir að varnarmálaráðuneytið tæki yfir málaliðahópinn. Skömmu eftir flugtak frá Moskvu féll flugvélin svo til jarðar.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Ætla ekki að rannsaka flugvélarhrap Prigozhin eftir alþjóðareglum Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því. 30. ágúst 2023 08:57 Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. 27. ágúst 2023 11:31 Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. 26. ágúst 2023 19:16 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Ætla ekki að rannsaka flugvélarhrap Prigozhin eftir alþjóðareglum Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því. 30. ágúst 2023 08:57
Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. 27. ágúst 2023 11:31
Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. 26. ágúst 2023 19:16