Skoðun

Ójafn leikur í samkeppni við innflutning

Anton Kristinn Guðmundsson skrifar

Um þess­ar mund­ir eru bænd­ur að fara að sækja fé sitt af fjalli og skila inn til slátr­un­ar. Heil­næm­ari fæðu er vart að finna í heim­in­um en ís­lenskt lamba­kjöt. Íslenska sauðféð býr við aðstæður sem eru ein­stak­ar og þekkj­ast ekki víðast hvar. Villi­bráðin sem lif­ir úti í nátt­úr­unni og drekk­ur ís­lenska lind­ar­vatnið. Í land­búnaði hér­lend­is eru sýkla­lyf og eit­ur­efni ekki mæl­an­leg.

Í vor fékk ís­lenskt lamba­kjöt upp­runa­vott­un frá Evr­ópu­sam­band­inu. Um er að ræða vott­un með til­vís­un til upp­runa eða „Protected Designati­on Of Orig­in“ (PDO), og fær ís­lenskt lamba­kjöt nú að bera merki vott­un­ar­inn­ar í markaðssetn­ingu. Það á að stuðla að neyt­enda­vernd, auka virði afurða og koma í veg fyr­ir órétt­mæta viðskipta­hætti.

Inn­flutn­ing­ur á lamba­kjöti hef­ur færst í vöxt á und­an­förn­um árum og er það bæði selt í mat­vöru­versl­un­um hér­lend­is og einnig á veit­inga­markaði, meðal ann­ars mötu­neyt­um og veit­inga­hús­um. Færst hef­ur í vöxt að minni kjötvinnsl­ur kaupi slík­ar afurðir og end­ur­selji á veit­inga­markaði, þíði kjötið sem kem­ur frosið til lands­ins, leggi í krydd­lög og selji svo til stór­eld­húsa og mat­vöru­versl­ana.

Slíkt at­hæfi get­ur verið afar vill­andi fyr­ir neyt­end­ur, þar sem pakkn­ing­ar sem er­lenda lamba­kjötið eru í eru oft á tíðum með ís­lensk­um fánarönd­um eða alla­vega ís­lenskt nafn á kjötvinnsl­unni.

Þú, sem neyt­andi, get­ur ekki verið þess full­viss þegar þú borðar á veit­inga­húsi eða í mötu­neyti á þínum vinnustað að lamba­kjötið sé frá Íslandi. Þetta er sá veru­leiki sem við búum við í dag.

Fjög­ur fyr­ir­tæki skiptu með sér toll­kvóta fyr­ir inn­flutn­ing á 345.000 kg af kinda- eða geita­kjöti á tíma­bil­inu 1. júlí 2022 til 30. júní 2023. Meðal­verð toll­kvót­ans var ein króna. Stjörnugrís ehf. fékk út­hlutað 280.929 kg, Ekr­an ehf. fékk 40.000 kg, Innn­es ehf. 20.000 kg og Sam­kaup 4.071 kg.

Á tíma­bil­inu frá júlí 2022 til og með fe­brú­ar 2023 hafa 14.606 kg af kinda- eða geita­kjöti verið flutt hingað til lands, lang­mest, eða 14.209 kg, frá Spáni.

Hækka þarf taf­ar­laust tolla á inn­flutt lamba­kjöt til þess að verja ís­lenska bænd­ur sem eru að berj­ast fyr­ir til­vist sinni á markaðnum þar sem inn­flytj­end­ur vinna mark­visst að því að und­ir­bjóða ís­lenska bænd­ur.

Með því að setja skorður á inn­flutn­ing­inn og hækka vernd­artolla stuðlum við sem þjóð að betri starfs­skil­yrðum bænda og vinn­um mark­visst að því að tryggja sjálf­bærni og um leið fæðuör­yggi ís­lensku þjóðar­inn­ar.

Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. 




Skoðun

Sjá meira


×