Vakandi rútína Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 1. september 2023 08:30 Árstíðaskiptin hafa ávallt yfir sér ákveðinn sjarma. Eftir ferðalög sumarsins og fjölbreyttari takt fellur lífið í ákveðnar skorður að hausti, jafnvel taka nýjar áskoranir við og stundaskráin verður taktfastari. Trén fella laufin og sýna okkur hversu náttúrulegt það er að sleppa því sem þjónar okkur ekki lengur og opna faðminn fyrir nýjum tíma. Haustið er rómantískur tími þó svo hversdagsleikinn sýni ekki alltaf sínar rómantískustu hliðar þegar við sitjum föst í umferðinni, erum að verða of sein í skólann eða vinnuna og lægðirnar láta til sín taka. En við getum valið hvernig við bregðumst við þeim áskorunum. Jafnvægið góða Eflaust þekkja margir það að sitja fastir í umferðinni nú þegar skólar og atvinnulíf fara aftur af stað. Umferðarþunginn eykst og verður jafnvel enn meiri þegar verið er að breyta og lagfæra vegakerfið. Þá reynir á þolinmæði og skynsemi í akstri. Græðum við raunverulega eitthvað á því að láta skapið hlaupa með okkur í gönur? Dæsa og engjast ein ,,í búri úr gleri og stáli“, svo vitnað sé í dægurlagasmellinn Á rauðu ljósi eftir Magnús Eiríksson: „Og ég bíð í röð á rauðu ljósi, á eftir hinum fíflunum. Alveg klár á ég er að fara yfir um.“ Við könnumst öll við að verða ergileg í umferðinni, ekki síst þegar á okkur er tímapressa og vinnuskyldan kallar. En við sumt er ekki ráðið. Ef ljóst er að tafir munu verða á ákveðnum vegakafla er hægt að gera ráð fyrir því í skipulaginu, ræða við vinnuveitandann um þessar tímabundnu aðstæður og ákveða að ergja sig ekki á því sem ekki verður umflúið. Setja góða hljóðbók í gang eða uppáhalds tónlistina til að stytta stundirnar. Ákveða að keyra skynsamlega, vera vakandi og sýna öðrum tillitssemi. Koma þá betur stemmd til starfa og eiga einfaldlega betri dag fyrir vikið. Svo má alltaf senda vel rökstutt erindi til yfirvalda síðar. Aukin fjölbreytni í umferð Nú hafa skólarnir hafið göngu sína og á morgnana eru börn og ungmenni á leið í skólann. Mörg hver eru þau gangandi eða hjólandi en einnig hefur færst í aukana að þau séu á rafhlaupahjólum. Að sögn aðalvarðstjóra hjá umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru börn á smáfarartækjum sláandi stór hluti þeirra sem lentu í umferðarslysum í júlí og því miður hafa alvarleg meiðsli á börnum aukist í umferðinni síðustu ár. Skilgreining á alvarlegum meiðslum getur verið beinbrot eða álíka meiðsli en ekki endilega lífshættulegir áverkar. Þá aukningu má að öllum líkindum skýra með tilkomu rafknúinna smáfarartækja. Þetta er nýr veruleiki í umferðinni og nauðsynlegt að taka tillit til þessa hóps sem þeysist um á smáfarartækjum. Vissulega þurfa þeir sem eru á smáfarartækjum líka að axla sína ábyrgð og börn ættu ekki að vera á farartækjum sem eru þeim ofviða en ljóst er að varkárni ökumanna hefur þó einna mest að segja þar sem þeir stýra stærri og þyngri farartækjum. Það vill enginn lenda í því að aka á vegfaranda, hvað þá barn. Tíma tekur að byggja upp viðunandi innviði fyrir blandaða umferð en það sem við getum gert til að efla öryggi í umferðinni er einfaldlega að vera vakandi með fulla athygli og allsgáð, fara að umferðarlögum og fara varlega. Gleymum okkur ekki í rútínunni þegar við erum á ferðinni. Ábyrg og sýnileg í umferðinni Þar sem við búum við blandaða umferð akandi, hjólandi og gangandi er gríðarlega mikilvægt að ökumenn virði hámarkshraða. Með því móti auka þeir öryggi allra vegfarenda. Nauðsynlegt er að halda athygli við aksturinn og ekki freistast til að vera í símanum á ferð. Ekki einungis er það ólöglegt og getur haft í för með sér háar sektir heldur er það einfaldlega stórhættulegt og getur haft afdrifaríkar afleiðingar. En það er einnig nauðsynlegt að óvarðir vegfarendur séu vel sýnilegir í umferðinni. Börn á leið í skóla sjást oft illa í ljósaskiptunum og allir óvarðir vegfarendur ættu að hafa einhvers konar endurskin á klæðnaði. Gott er að setja líka endurskin á smáfarartæki. Einnig er mikilvægt að ökumenn muni eftir að kveikja á ökuljósum. Hægt er meðal annars að nálgast endurskinsmerki og endurskinsvesti hjá tryggingafélögum. Hólpin í haustlægðum Við getum varla rætt um haustið án þess að tæpa á hinum árvissu haustlægðum. Það er nefnilega ekki bara tvennt í lífinu sem er öruggt (dauðinn og skattar) heldur getum við verið nokkuð viss um að fá nokkrar hressandi lægðir líka, ekki síst hér á landi. Þá er mikilvægt að vera búin að ganga frá lausamunum úti við, tjóðra nýju og gömlu ruslatunnurnar, pakka saman trampólínum og hreinsa rennur og niðurföll til að forðast tjón vegna foks og vatnavaxta. Með því að koma í veg fyrir tjón minnkum við sóun, stuðlum að sjálfbærni og öðlumst hugarró. Þá er hægt að njóta lífsins inni við áhyggjulaus í landsins lægðum, jafnvel undir hlýju teppi með ljúfa tónlist í græjunum á meðan vindurinn nauðar úti. Magnús Eiríksson var nefndur til sögunnar hér framar en kannski Árstíðirnar fjórar eftir Vivaldi eigi ekki síður við. Góðar hauststundir. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Veður Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árstíðaskiptin hafa ávallt yfir sér ákveðinn sjarma. Eftir ferðalög sumarsins og fjölbreyttari takt fellur lífið í ákveðnar skorður að hausti, jafnvel taka nýjar áskoranir við og stundaskráin verður taktfastari. Trén fella laufin og sýna okkur hversu náttúrulegt það er að sleppa því sem þjónar okkur ekki lengur og opna faðminn fyrir nýjum tíma. Haustið er rómantískur tími þó svo hversdagsleikinn sýni ekki alltaf sínar rómantískustu hliðar þegar við sitjum föst í umferðinni, erum að verða of sein í skólann eða vinnuna og lægðirnar láta til sín taka. En við getum valið hvernig við bregðumst við þeim áskorunum. Jafnvægið góða Eflaust þekkja margir það að sitja fastir í umferðinni nú þegar skólar og atvinnulíf fara aftur af stað. Umferðarþunginn eykst og verður jafnvel enn meiri þegar verið er að breyta og lagfæra vegakerfið. Þá reynir á þolinmæði og skynsemi í akstri. Græðum við raunverulega eitthvað á því að láta skapið hlaupa með okkur í gönur? Dæsa og engjast ein ,,í búri úr gleri og stáli“, svo vitnað sé í dægurlagasmellinn Á rauðu ljósi eftir Magnús Eiríksson: „Og ég bíð í röð á rauðu ljósi, á eftir hinum fíflunum. Alveg klár á ég er að fara yfir um.“ Við könnumst öll við að verða ergileg í umferðinni, ekki síst þegar á okkur er tímapressa og vinnuskyldan kallar. En við sumt er ekki ráðið. Ef ljóst er að tafir munu verða á ákveðnum vegakafla er hægt að gera ráð fyrir því í skipulaginu, ræða við vinnuveitandann um þessar tímabundnu aðstæður og ákveða að ergja sig ekki á því sem ekki verður umflúið. Setja góða hljóðbók í gang eða uppáhalds tónlistina til að stytta stundirnar. Ákveða að keyra skynsamlega, vera vakandi og sýna öðrum tillitssemi. Koma þá betur stemmd til starfa og eiga einfaldlega betri dag fyrir vikið. Svo má alltaf senda vel rökstutt erindi til yfirvalda síðar. Aukin fjölbreytni í umferð Nú hafa skólarnir hafið göngu sína og á morgnana eru börn og ungmenni á leið í skólann. Mörg hver eru þau gangandi eða hjólandi en einnig hefur færst í aukana að þau séu á rafhlaupahjólum. Að sögn aðalvarðstjóra hjá umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru börn á smáfarartækjum sláandi stór hluti þeirra sem lentu í umferðarslysum í júlí og því miður hafa alvarleg meiðsli á börnum aukist í umferðinni síðustu ár. Skilgreining á alvarlegum meiðslum getur verið beinbrot eða álíka meiðsli en ekki endilega lífshættulegir áverkar. Þá aukningu má að öllum líkindum skýra með tilkomu rafknúinna smáfarartækja. Þetta er nýr veruleiki í umferðinni og nauðsynlegt að taka tillit til þessa hóps sem þeysist um á smáfarartækjum. Vissulega þurfa þeir sem eru á smáfarartækjum líka að axla sína ábyrgð og börn ættu ekki að vera á farartækjum sem eru þeim ofviða en ljóst er að varkárni ökumanna hefur þó einna mest að segja þar sem þeir stýra stærri og þyngri farartækjum. Það vill enginn lenda í því að aka á vegfaranda, hvað þá barn. Tíma tekur að byggja upp viðunandi innviði fyrir blandaða umferð en það sem við getum gert til að efla öryggi í umferðinni er einfaldlega að vera vakandi með fulla athygli og allsgáð, fara að umferðarlögum og fara varlega. Gleymum okkur ekki í rútínunni þegar við erum á ferðinni. Ábyrg og sýnileg í umferðinni Þar sem við búum við blandaða umferð akandi, hjólandi og gangandi er gríðarlega mikilvægt að ökumenn virði hámarkshraða. Með því móti auka þeir öryggi allra vegfarenda. Nauðsynlegt er að halda athygli við aksturinn og ekki freistast til að vera í símanum á ferð. Ekki einungis er það ólöglegt og getur haft í för með sér háar sektir heldur er það einfaldlega stórhættulegt og getur haft afdrifaríkar afleiðingar. En það er einnig nauðsynlegt að óvarðir vegfarendur séu vel sýnilegir í umferðinni. Börn á leið í skóla sjást oft illa í ljósaskiptunum og allir óvarðir vegfarendur ættu að hafa einhvers konar endurskin á klæðnaði. Gott er að setja líka endurskin á smáfarartæki. Einnig er mikilvægt að ökumenn muni eftir að kveikja á ökuljósum. Hægt er meðal annars að nálgast endurskinsmerki og endurskinsvesti hjá tryggingafélögum. Hólpin í haustlægðum Við getum varla rætt um haustið án þess að tæpa á hinum árvissu haustlægðum. Það er nefnilega ekki bara tvennt í lífinu sem er öruggt (dauðinn og skattar) heldur getum við verið nokkuð viss um að fá nokkrar hressandi lægðir líka, ekki síst hér á landi. Þá er mikilvægt að vera búin að ganga frá lausamunum úti við, tjóðra nýju og gömlu ruslatunnurnar, pakka saman trampólínum og hreinsa rennur og niðurföll til að forðast tjón vegna foks og vatnavaxta. Með því að koma í veg fyrir tjón minnkum við sóun, stuðlum að sjálfbærni og öðlumst hugarró. Þá er hægt að njóta lífsins inni við áhyggjulaus í landsins lægðum, jafnvel undir hlýju teppi með ljúfa tónlist í græjunum á meðan vindurinn nauðar úti. Magnús Eiríksson var nefndur til sögunnar hér framar en kannski Árstíðirnar fjórar eftir Vivaldi eigi ekki síður við. Góðar hauststundir. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun