Barcelona með þriðja sigurinn í röð Siggeir Ævarsson skrifar 3. september 2023 21:23 Lewandowski og Ferran Torres fagna marki þess fyrrnefnda Twitter@FCBarcelona Börsungar virðast vera óðum að ná vopnum sínum í spænsku úrvalsdeildinni en liðið vann sinn þriðja sigur í röð í kvöld þegar það lagði Osasuna á útivelli. Í fremur tíðindalitlum fyrri hálfleik dró loks til tíðinda í uppbótartíma þegar Jules Koundé kom gestunum frá Barcelona yfir 0-1. Börsungar voru töluvert meira með boltann í leiknum en gekk lítið að skapa sér afgerandi færi. Chimy Avila jafnaði leikinn með marki á 76. mínútu en á 84. mínútu fékk Alejandro Catena að líta rauða spjaldið og Barcelona fengu vítaspyrnu. Robert Lewandowski afgreiddi spyrnuna í netið og Barcelona sluppu með þrjú stig úr þessum slag. Fyrr í dag átti leikur Atletico Madrid og Sevilla að fara fram en honum var frestað vegna úrhellis í Madríd, en borgaryfirvöld beindu þeim tilmælum til fólks að halda sig heima í dag vegna veðurs. Spænski boltinn Fótbolti
Börsungar virðast vera óðum að ná vopnum sínum í spænsku úrvalsdeildinni en liðið vann sinn þriðja sigur í röð í kvöld þegar það lagði Osasuna á útivelli. Í fremur tíðindalitlum fyrri hálfleik dró loks til tíðinda í uppbótartíma þegar Jules Koundé kom gestunum frá Barcelona yfir 0-1. Börsungar voru töluvert meira með boltann í leiknum en gekk lítið að skapa sér afgerandi færi. Chimy Avila jafnaði leikinn með marki á 76. mínútu en á 84. mínútu fékk Alejandro Catena að líta rauða spjaldið og Barcelona fengu vítaspyrnu. Robert Lewandowski afgreiddi spyrnuna í netið og Barcelona sluppu með þrjú stig úr þessum slag. Fyrr í dag átti leikur Atletico Madrid og Sevilla að fara fram en honum var frestað vegna úrhellis í Madríd, en borgaryfirvöld beindu þeim tilmælum til fólks að halda sig heima í dag vegna veðurs.
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn