Skaut ólétta konu sem sökuð var um búðahnupl til bana Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2023 08:17 Annar lögregluþjónanna stóð fyrir framan bíl Ta’Kiya Young og miðaði byssu á hana. AP/Lögreglan í Blendon Yfirvöld í Ohio í Bandaríkjunum birtu í gær myndband sem sýnir þegar lögregluþjónn skaut ólétta unga konu til bana, eftir að hún hafði verið sökuð um þjófnað í verslun. Fjölskylda konunnar kallar eftir því að umræddur lögregluþjónn verði rekinn og ákærður fyrir banaskotið. Ta‘Kiya Young sat í bíl sínum í Blendon í Ohio þann 24. ágúst þegar tvo lögregluþjóna bar að garði og skipuðu þeir henni að fara úr bílnum. Í stað þess að stíga út úr bílnum reyndi hún að keyra á brott en annar lögregluþjónanna stóð þá fyrir framan bílinn. Sá var með byssu á lofti og skaut Young einu sinni í gegnum framrúðuna. Rétt áður hafði hún spurt hvort þeir myndu skjóta hana. Young dó og ófædd dóttir hennar einnig. AP fréttaveitan segir dauða Yong koma á hæla fleiri atvika þar sem lögregluþjónar í Ohio skutu svart fólk og jafnvel börn til bana. Á undanförnum árum hafi atvik sem þessi vakið gífurlega athygli um öll Bandaríkin og hafa farið fram umfangsmikil mótmæli þeirra vegna þar sem endurbóta á löggæslu í Bandaríkjunum hefur verið krafist. Lögregluþjóninn sem banaði Young er í leyfi á meðan æðsta löggæslustofnun Ohio, OBCI, hefur banaskotið til rannsóknar. Hinn lögregluþjónninn er kominn aftur til starfa. Myndband af banaskotinu, sem sett er saman úr upptökum úr vestismyndavélum beggja lögregluþjóna má sjá hér að neðan. Myndbandið gæti vakið óhug lesenda. Fjölskylda Young fékk að horfa á myndbandið áður en það var birt og gáfu þau út yfirlýsingu í gegnum lögmann. Þar segja þau ljóst að dauði hennar var alfarið óþarfur og að lögregluþjónarnir hefði misbeitt valdi þeirra. Í samtali við AP segir lögmaðurinn að fjölskyldan sé miður sín og sérstaklega vitandi það að lögregluþjónarnir hefðu getað stöðvað hana svo fljótt og svipt hana lífi án réttlætanlegrar ástæðu. Lögmaðurinn segir einnig að Young hafi ekki stolið neinu í versluninni. Vitni hefði sagt að hún hefði lagt frá sér flöskur af áfengi, áður en hún gekk út. Einn forsvarsmanna stéttarfélags lögregluþjóna á svæðinu gagnrýnir ummæli lögmannsins og sagðist telja að rannsókn muni leiða í ljós að banaskotið hafi verið réttlætanlegt. Það væri vegna þess að lögregluþjónninn hefði þurft að taka skyndiákvörðun á meðan hann stæði frammi fyrir „þúsund kílóa vopni“. Sérfræðingur í valdbeitingu lögregluþjóna og lögmaður sem sérhæfir sig í málum sem þessum sagði rétt að lögregluþjónninn hefði haft tilefni til að óttast um líf sitt. Það færi þó gegn allri þjálfun lögregluþjóna að standa fyrir framan bíl Young, eins og hann hefði gert, sérstaklega með tilliti til þess hve smávægilegan glæp hún var sökuð um. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Héldu handjárnuðum manni niðri í ellefu mínútur þar til hann dó Héraðssaksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum hefur ákært sjö lögregluþjóna og þrjá starfsmenn sjúkrahúss fyrir morð. Myndbönd úr öryggisvélum sýna hvernig hópur manna hélt handjárnuðum Irvo Otieno niðri í um ellefu mínútur, þar til hann dó. 22. mars 2023 10:48 Dró mann út úr bíl fyrir að gleypa pillu og skaut hann Lögregluþjónn dró hinn 32 ára gamla Richard Ward út úr bíl móður hans í fyrra og skaut hann þrisvar sinnum í bringuna. Tilefnið virðist hafa verið að Ward stakk upp í sig pillu eftir að hann lýsti því yfir að hann yrði stressaður í návígi við lögregluþjóna. 24. febrúar 2023 14:57 Lögregluþjónn ákærður eftir skothríð á tvo táninga Saksóknarar í San Antonio í Texas í Bandaríkjunum ákærðu í gær lögregluþjón sem skaut sautján ára dreng á bílastæði við McDonalds um þar síðustu helgi, 2. október. James Brennand, lögregluþjóninn, skaut hinn sautján ára gamla Erik Cantu, sem liggur á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. 12. október 2022 13:46 Hringdi eftir hjálp en var skotinn til bana af lögregluþjónum Foreldrar ungs mans frá Colorado í Bandaríkjunum krefjast þess að lögregluþjónar verði ákærðir fyrir að bana honum. Hinn 22 ára gamli Christian Glass var skotinn til bana í júní eftir að hann hringdi í neyðarlínuna og bað um hjálp eftir að hann festi bíl sinn. 15. september 2022 09:39 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Ta‘Kiya Young sat í bíl sínum í Blendon í Ohio þann 24. ágúst þegar tvo lögregluþjóna bar að garði og skipuðu þeir henni að fara úr bílnum. Í stað þess að stíga út úr bílnum reyndi hún að keyra á brott en annar lögregluþjónanna stóð þá fyrir framan bílinn. Sá var með byssu á lofti og skaut Young einu sinni í gegnum framrúðuna. Rétt áður hafði hún spurt hvort þeir myndu skjóta hana. Young dó og ófædd dóttir hennar einnig. AP fréttaveitan segir dauða Yong koma á hæla fleiri atvika þar sem lögregluþjónar í Ohio skutu svart fólk og jafnvel börn til bana. Á undanförnum árum hafi atvik sem þessi vakið gífurlega athygli um öll Bandaríkin og hafa farið fram umfangsmikil mótmæli þeirra vegna þar sem endurbóta á löggæslu í Bandaríkjunum hefur verið krafist. Lögregluþjóninn sem banaði Young er í leyfi á meðan æðsta löggæslustofnun Ohio, OBCI, hefur banaskotið til rannsóknar. Hinn lögregluþjónninn er kominn aftur til starfa. Myndband af banaskotinu, sem sett er saman úr upptökum úr vestismyndavélum beggja lögregluþjóna má sjá hér að neðan. Myndbandið gæti vakið óhug lesenda. Fjölskylda Young fékk að horfa á myndbandið áður en það var birt og gáfu þau út yfirlýsingu í gegnum lögmann. Þar segja þau ljóst að dauði hennar var alfarið óþarfur og að lögregluþjónarnir hefði misbeitt valdi þeirra. Í samtali við AP segir lögmaðurinn að fjölskyldan sé miður sín og sérstaklega vitandi það að lögregluþjónarnir hefðu getað stöðvað hana svo fljótt og svipt hana lífi án réttlætanlegrar ástæðu. Lögmaðurinn segir einnig að Young hafi ekki stolið neinu í versluninni. Vitni hefði sagt að hún hefði lagt frá sér flöskur af áfengi, áður en hún gekk út. Einn forsvarsmanna stéttarfélags lögregluþjóna á svæðinu gagnrýnir ummæli lögmannsins og sagðist telja að rannsókn muni leiða í ljós að banaskotið hafi verið réttlætanlegt. Það væri vegna þess að lögregluþjónninn hefði þurft að taka skyndiákvörðun á meðan hann stæði frammi fyrir „þúsund kílóa vopni“. Sérfræðingur í valdbeitingu lögregluþjóna og lögmaður sem sérhæfir sig í málum sem þessum sagði rétt að lögregluþjónninn hefði haft tilefni til að óttast um líf sitt. Það færi þó gegn allri þjálfun lögregluþjóna að standa fyrir framan bíl Young, eins og hann hefði gert, sérstaklega með tilliti til þess hve smávægilegan glæp hún var sökuð um.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Héldu handjárnuðum manni niðri í ellefu mínútur þar til hann dó Héraðssaksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum hefur ákært sjö lögregluþjóna og þrjá starfsmenn sjúkrahúss fyrir morð. Myndbönd úr öryggisvélum sýna hvernig hópur manna hélt handjárnuðum Irvo Otieno niðri í um ellefu mínútur, þar til hann dó. 22. mars 2023 10:48 Dró mann út úr bíl fyrir að gleypa pillu og skaut hann Lögregluþjónn dró hinn 32 ára gamla Richard Ward út úr bíl móður hans í fyrra og skaut hann þrisvar sinnum í bringuna. Tilefnið virðist hafa verið að Ward stakk upp í sig pillu eftir að hann lýsti því yfir að hann yrði stressaður í návígi við lögregluþjóna. 24. febrúar 2023 14:57 Lögregluþjónn ákærður eftir skothríð á tvo táninga Saksóknarar í San Antonio í Texas í Bandaríkjunum ákærðu í gær lögregluþjón sem skaut sautján ára dreng á bílastæði við McDonalds um þar síðustu helgi, 2. október. James Brennand, lögregluþjóninn, skaut hinn sautján ára gamla Erik Cantu, sem liggur á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. 12. október 2022 13:46 Hringdi eftir hjálp en var skotinn til bana af lögregluþjónum Foreldrar ungs mans frá Colorado í Bandaríkjunum krefjast þess að lögregluþjónar verði ákærðir fyrir að bana honum. Hinn 22 ára gamli Christian Glass var skotinn til bana í júní eftir að hann hringdi í neyðarlínuna og bað um hjálp eftir að hann festi bíl sinn. 15. september 2022 09:39 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Héldu handjárnuðum manni niðri í ellefu mínútur þar til hann dó Héraðssaksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum hefur ákært sjö lögregluþjóna og þrjá starfsmenn sjúkrahúss fyrir morð. Myndbönd úr öryggisvélum sýna hvernig hópur manna hélt handjárnuðum Irvo Otieno niðri í um ellefu mínútur, þar til hann dó. 22. mars 2023 10:48
Dró mann út úr bíl fyrir að gleypa pillu og skaut hann Lögregluþjónn dró hinn 32 ára gamla Richard Ward út úr bíl móður hans í fyrra og skaut hann þrisvar sinnum í bringuna. Tilefnið virðist hafa verið að Ward stakk upp í sig pillu eftir að hann lýsti því yfir að hann yrði stressaður í návígi við lögregluþjóna. 24. febrúar 2023 14:57
Lögregluþjónn ákærður eftir skothríð á tvo táninga Saksóknarar í San Antonio í Texas í Bandaríkjunum ákærðu í gær lögregluþjón sem skaut sautján ára dreng á bílastæði við McDonalds um þar síðustu helgi, 2. október. James Brennand, lögregluþjóninn, skaut hinn sautján ára gamla Erik Cantu, sem liggur á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. 12. október 2022 13:46
Hringdi eftir hjálp en var skotinn til bana af lögregluþjónum Foreldrar ungs mans frá Colorado í Bandaríkjunum krefjast þess að lögregluþjónar verði ákærðir fyrir að bana honum. Hinn 22 ára gamli Christian Glass var skotinn til bana í júní eftir að hann hringdi í neyðarlínuna og bað um hjálp eftir að hann festi bíl sinn. 15. september 2022 09:39