Þræðir lands og þjóðar Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 3. september 2023 07:01 Gott munstur einkennist ekki einungis af útliti og áferð heldur einnig hversu vel það þolir áreynslu, hnjask og hversu vel það prjónast saman. Munstur er enn fremur vandmeðfarið eftir gerð þráða því grófir þræðir magna upp og einfalda munstur á meðan fínir þræðir bjóða upp á flóknari útfærslur og gætu verið viðkvæmari. Íslenska ullin er til að mynda einstök því munstur í ullarpeysum læsast saman eftir nokkur votveður, sem þéttir brjóstbekkinn og ullarpeysan nær hámarks ætlaðri virkni – að veita vörn og halda hlýju og yl á eigandanum. Sama má segja um þræði lands og þjóðar. Við náum ekki góðu samfélagsmunstri nema taka tillit til þeirra þráða sem þjóðin spinnur hverju sinni. Við þurfum að ganga saman áveðurs bæði í raun veðrum sem öðrum áskorunum samtímans og þá skiptir undirbúningur ekki einungis máli heldur einnig viðhorf. Það þýðir lítið að státa sig af áferðarfögrum þjóðarbrag ef hann markast einvörðungu af útliti og áferð – innihaldið er það sem skiptir máli. Hvað þarf til að þétta brjóstbekkinn, þjappa þjóðarsálinni saman og mynda góða vörn fyrir eðlilegum taktföstum váveðrum? Prjónfesta er hér lykilhugtak. Það er hversu fast er prjónað – eða styrkleika iðkunar. Munstur verður aldrei endingargott né áferðarfagurt sé það þvingað eða losaralegt. Sé undirbúningur aftur á móti góður, skilningur á eðli þráða, rými gefið til mátunar, þolinmæði, natni, mýkt, þolinmæði og þrautseigja – má ætla að niðurstaðan verði með ágætum og helst framúrskarandi. Gefum okkur rými til að hlusta á ólík sjónarmið því þannig gerum við okkur betur grein fyrir hvaða þráðum samfélagið er gert úr. Framúrskarandi góð samfélagsleg ullarpeysa með einstöku endingargóðu munstri mun læsa þráðum saman, þola áreynslu, hnjask og hvers konar votviðri því við gáfum okkur rými til að móta flíkina saman í sátt og samlyndi. Höfundur er fjárfestir, prjónakona og fyrrverandi formaður FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Gott munstur einkennist ekki einungis af útliti og áferð heldur einnig hversu vel það þolir áreynslu, hnjask og hversu vel það prjónast saman. Munstur er enn fremur vandmeðfarið eftir gerð þráða því grófir þræðir magna upp og einfalda munstur á meðan fínir þræðir bjóða upp á flóknari útfærslur og gætu verið viðkvæmari. Íslenska ullin er til að mynda einstök því munstur í ullarpeysum læsast saman eftir nokkur votveður, sem þéttir brjóstbekkinn og ullarpeysan nær hámarks ætlaðri virkni – að veita vörn og halda hlýju og yl á eigandanum. Sama má segja um þræði lands og þjóðar. Við náum ekki góðu samfélagsmunstri nema taka tillit til þeirra þráða sem þjóðin spinnur hverju sinni. Við þurfum að ganga saman áveðurs bæði í raun veðrum sem öðrum áskorunum samtímans og þá skiptir undirbúningur ekki einungis máli heldur einnig viðhorf. Það þýðir lítið að státa sig af áferðarfögrum þjóðarbrag ef hann markast einvörðungu af útliti og áferð – innihaldið er það sem skiptir máli. Hvað þarf til að þétta brjóstbekkinn, þjappa þjóðarsálinni saman og mynda góða vörn fyrir eðlilegum taktföstum váveðrum? Prjónfesta er hér lykilhugtak. Það er hversu fast er prjónað – eða styrkleika iðkunar. Munstur verður aldrei endingargott né áferðarfagurt sé það þvingað eða losaralegt. Sé undirbúningur aftur á móti góður, skilningur á eðli þráða, rými gefið til mátunar, þolinmæði, natni, mýkt, þolinmæði og þrautseigja – má ætla að niðurstaðan verði með ágætum og helst framúrskarandi. Gefum okkur rými til að hlusta á ólík sjónarmið því þannig gerum við okkur betur grein fyrir hvaða þráðum samfélagið er gert úr. Framúrskarandi góð samfélagsleg ullarpeysa með einstöku endingargóðu munstri mun læsa þráðum saman, þola áreynslu, hnjask og hvers konar votviðri því við gáfum okkur rými til að móta flíkina saman í sátt og samlyndi. Höfundur er fjárfestir, prjónakona og fyrrverandi formaður FKA.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar