Vilja sæti við borðið: „Gríðarlegt ósætti í öllum dómarahópnum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2023 11:31 Ísak Ernir Kristinsson er formaður samningsnefndar KKDÍ. Vísir/Steingrímur Dúi Körfuboltadómarar á Íslandi hafa lagt niður störf og munu ekki dæma meistaraflokksleiki þangað til að Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, mætir launakröfum þeirra. Mikil samstaða er um málið meðal dómara en eftir um þriggja klukkustunda fund Körfknattleiksdómarafélags Íslands, KKDÍ, á föstudag var samþykkt einróma að leggja niður störf. Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar, segir ósættið að mestu stafa að því að KKÍ og félögin ákvarði laun dómara sem hafi litla rödd í slíkum viðræðum. „Við höfum verið samningslausir síðan 2014, í níu ár,“ sagði Ísak í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. „Þar áður höfðum við haft samninga sem við gerðum við félögin sem innihélt þessa þætti sem ég lýsti. Það er gríðarlegt ósætti í öllum dómarahópnum að við sem verktakastétt fáum rétt bara að hafa skoðun á því hvernig laun og kjör okkar eru. En okkur er ekki hleypt að borðinu með raunverulegum hætti til að fá að semja um kaup og kjör sem munu halda til lengri tíma.“ Hafna fyrirkomulagi KKÍ Hann segir ekkert hafa breyst undanfarin misseri, þrátt fyrir ákall dómarastéttarinnar. „Fyrir einu ári síðan vorum við á nákvæmlega sama stað. Við ákváðum að fara inn í tímabilið með góðri trú að sambandið ætlaði að semja við okkur. Það var samningur á borðinu í desember árið 2022 sem innihélt ekki gjaldskrá, en allt er varðar faglegu umgjörðina.“ „Þessi samningur var felldur með öllum greiddum atkvæðum félagsmanna KKDÍ í desember. KKÍ gaf út einhliða gjaldskrá og við höfnum því að þetta fyrirkomulag verði áfram við lýði að KKÍ ákveði hver verktakalaun verktakanna eru sem vinna vinnuna.“ Vilja ekki standa í vegi fyrir sókn körfuboltans Ísak ítrekar þó að þrátt fyrir að körfuboltadómarar landsins muni ekki dæma meistaraflokksleiki á næstunni sé það ekki þeirra vilji að standa í vegi fyrir þeirri sókn sem körfubolti á Íslandi hefur verið í seinustu ár. „Við höfum sett það líka fram í okkar kröfugerð að við viljum gera greinarmun á afreksstarfi og barna- og unglingastarfi. Körfuboltinn er í sókn og við erum hluti af körfuboltafjölskyldunni. Við erum ekki þriðji aðili út í bæ líkt og við upplifum með því að fá ekki samning sem innifelur okkar kjör.“ „Við viljum stuðla að því að körfuboltinn haldi áfram í sókn. Deildin hefur blómstrað undanfarin ár og úrslitakeppnin er algjörlega mögnuð. Ég segi bara semjum um kaup og kjör, aðbúnað og aðstöðu, og byrjum,“ sagði Ísak að lokum. Klippa: Vilja sæti við borðið Körfubolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Mikil samstaða er um málið meðal dómara en eftir um þriggja klukkustunda fund Körfknattleiksdómarafélags Íslands, KKDÍ, á föstudag var samþykkt einróma að leggja niður störf. Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar, segir ósættið að mestu stafa að því að KKÍ og félögin ákvarði laun dómara sem hafi litla rödd í slíkum viðræðum. „Við höfum verið samningslausir síðan 2014, í níu ár,“ sagði Ísak í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. „Þar áður höfðum við haft samninga sem við gerðum við félögin sem innihélt þessa þætti sem ég lýsti. Það er gríðarlegt ósætti í öllum dómarahópnum að við sem verktakastétt fáum rétt bara að hafa skoðun á því hvernig laun og kjör okkar eru. En okkur er ekki hleypt að borðinu með raunverulegum hætti til að fá að semja um kaup og kjör sem munu halda til lengri tíma.“ Hafna fyrirkomulagi KKÍ Hann segir ekkert hafa breyst undanfarin misseri, þrátt fyrir ákall dómarastéttarinnar. „Fyrir einu ári síðan vorum við á nákvæmlega sama stað. Við ákváðum að fara inn í tímabilið með góðri trú að sambandið ætlaði að semja við okkur. Það var samningur á borðinu í desember árið 2022 sem innihélt ekki gjaldskrá, en allt er varðar faglegu umgjörðina.“ „Þessi samningur var felldur með öllum greiddum atkvæðum félagsmanna KKDÍ í desember. KKÍ gaf út einhliða gjaldskrá og við höfnum því að þetta fyrirkomulag verði áfram við lýði að KKÍ ákveði hver verktakalaun verktakanna eru sem vinna vinnuna.“ Vilja ekki standa í vegi fyrir sókn körfuboltans Ísak ítrekar þó að þrátt fyrir að körfuboltadómarar landsins muni ekki dæma meistaraflokksleiki á næstunni sé það ekki þeirra vilji að standa í vegi fyrir þeirri sókn sem körfubolti á Íslandi hefur verið í seinustu ár. „Við höfum sett það líka fram í okkar kröfugerð að við viljum gera greinarmun á afreksstarfi og barna- og unglingastarfi. Körfuboltinn er í sókn og við erum hluti af körfuboltafjölskyldunni. Við erum ekki þriðji aðili út í bæ líkt og við upplifum með því að fá ekki samning sem innifelur okkar kjör.“ „Við viljum stuðla að því að körfuboltinn haldi áfram í sókn. Deildin hefur blómstrað undanfarin ár og úrslitakeppnin er algjörlega mögnuð. Ég segi bara semjum um kaup og kjör, aðbúnað og aðstöðu, og byrjum,“ sagði Ísak að lokum. Klippa: Vilja sæti við borðið
Körfubolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti