Í hungurverkfalli vegna ákvörðunar Svandísar Bjarki Sigurðsson skrifar 3. september 2023 18:56 Samuel Rostøl er á fjórða degi hungurverkfalls síns. Vísir/Steingrímur Dúi Norskur dýravelferðarsinni er í hungurverkfalli eftir að matvælaráðherra aflétti hvalveiðibanni. Hann segir fátt geta stoppað sig. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir forstjóra Hvals hf. þurfa að vanda sig verulega þegar haldið verður til veiða síðar í vikunni. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og 9 áttu að leggja af stað úr höfn rétt fyrir hádegi í dag. Þau eru þó enn hér í Reykjavíkurhöfn og verða það eitthvað áfram. Ekki eru allir sáttir við það að skipin muni brátt leggja af stað í veiðar og hafa einhverjir slett málningu á annað skipanna. Um mánaðamótin rann út reglugerð sem bannaði hvalveiðar tímabundið. Á sama tíma var sett ný reglugerð sem heimilaði veiðarnar með bættri umgjörð. Er það því leyfilegt að veiða langreyðar sem stendur. Veðrið bjargað nokkrum hvölum Veðrið um helgina hefur valdið því að hvalskipin tvö hafa ekki komist úr höfn. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að þarna hafi veðrið bjargað lífi nokkurra hvala. Hann segir Kristján Loftsson, eiganda Hvals hf, verða að vanda sig. „Það verða eftirlitsmenn um borð, það verða teknar myndir. Þannig væntanlega mun Kristján vanda sig betur en í fyrra sumar,“ segir Árni. „Ég veit ekki en hann verður, þetta sem gerðist í fyrra var alveg skelfilegt. Hann veit að ef það gerist aftur er þetta bara búið.“ Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Hann telur að Hvalur hf fái veiðileyfi sitt ekki endurnýjað. „Fimm ára leyfið rennur út núna í lok árs þannig ég sé ekki að Svandís geti gert neitt annað en að segja nei. Þetta er bara skrípaleikur. Við erum fiskveiðiþjóð og við þurfum að vernda hafið. Það eru mjög fáar þjóðir úti í heimi núna sem skija til hvers að veiða hvali. Bara tilgangslaust og á sinn hátt ógeðslegt,“ segir Árni. Norðmaður í hungurverkfalli Samuel Rostøl, norskur náttúruverndarsinni, er einn þeirra sem eru á móti hvalveiðum Íslendinga. Hann er staddur hér á landi og hefur verið í hungurverkfalli síðan matvælaráðherra kynnti ákvörðun sína á fimmtudag. „Mér varð ljóst að grípa yrði til beinna aðgerða hér og sýna að við sættum okkur ekki við þetta. Að hvalveiðar voru leyfðar á ný eftir að heildarskýrslan sýndi fram á þau skaðlegu áhrif sem þetta hefði á hvalina getum við ekki bara staðið álengdar og látið þetta gerast. Þetta er ein leið fyrir mig að sýna með hungurverkfalli allri ríkisstjórninni að ekki eigi að heimila hvalveiðar. Við erum manneskjur sem sýna með afgerandi hætti og notum líkama okkar sem vopn til að koma skilaboðum okkar á framfæri,“ segir Samuel. Enn heill heilsu Hann segist vera ansi svangur og með hausverk en annars sé hann heill heilsu. Vonast hann til þess að verkfall sitt skili einhverjum árangri. „Ef hungurverkfall mitt er það eina sem ég geri eru þetta a.m.k. sterk skilaboð og beitum þannig líkama okkar og fórnum heilsu okkar til að hindra það sem er að gerast hér,“ segir Samuel. Hvalir Hvalveiðar Dýr Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og 9 áttu að leggja af stað úr höfn rétt fyrir hádegi í dag. Þau eru þó enn hér í Reykjavíkurhöfn og verða það eitthvað áfram. Ekki eru allir sáttir við það að skipin muni brátt leggja af stað í veiðar og hafa einhverjir slett málningu á annað skipanna. Um mánaðamótin rann út reglugerð sem bannaði hvalveiðar tímabundið. Á sama tíma var sett ný reglugerð sem heimilaði veiðarnar með bættri umgjörð. Er það því leyfilegt að veiða langreyðar sem stendur. Veðrið bjargað nokkrum hvölum Veðrið um helgina hefur valdið því að hvalskipin tvö hafa ekki komist úr höfn. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að þarna hafi veðrið bjargað lífi nokkurra hvala. Hann segir Kristján Loftsson, eiganda Hvals hf, verða að vanda sig. „Það verða eftirlitsmenn um borð, það verða teknar myndir. Þannig væntanlega mun Kristján vanda sig betur en í fyrra sumar,“ segir Árni. „Ég veit ekki en hann verður, þetta sem gerðist í fyrra var alveg skelfilegt. Hann veit að ef það gerist aftur er þetta bara búið.“ Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Hann telur að Hvalur hf fái veiðileyfi sitt ekki endurnýjað. „Fimm ára leyfið rennur út núna í lok árs þannig ég sé ekki að Svandís geti gert neitt annað en að segja nei. Þetta er bara skrípaleikur. Við erum fiskveiðiþjóð og við þurfum að vernda hafið. Það eru mjög fáar þjóðir úti í heimi núna sem skija til hvers að veiða hvali. Bara tilgangslaust og á sinn hátt ógeðslegt,“ segir Árni. Norðmaður í hungurverkfalli Samuel Rostøl, norskur náttúruverndarsinni, er einn þeirra sem eru á móti hvalveiðum Íslendinga. Hann er staddur hér á landi og hefur verið í hungurverkfalli síðan matvælaráðherra kynnti ákvörðun sína á fimmtudag. „Mér varð ljóst að grípa yrði til beinna aðgerða hér og sýna að við sættum okkur ekki við þetta. Að hvalveiðar voru leyfðar á ný eftir að heildarskýrslan sýndi fram á þau skaðlegu áhrif sem þetta hefði á hvalina getum við ekki bara staðið álengdar og látið þetta gerast. Þetta er ein leið fyrir mig að sýna með hungurverkfalli allri ríkisstjórninni að ekki eigi að heimila hvalveiðar. Við erum manneskjur sem sýna með afgerandi hætti og notum líkama okkar sem vopn til að koma skilaboðum okkar á framfæri,“ segir Samuel. Enn heill heilsu Hann segist vera ansi svangur og með hausverk en annars sé hann heill heilsu. Vonast hann til þess að verkfall sitt skili einhverjum árangri. „Ef hungurverkfall mitt er það eina sem ég geri eru þetta a.m.k. sterk skilaboð og beitum þannig líkama okkar og fórnum heilsu okkar til að hindra það sem er að gerast hér,“ segir Samuel.
Hvalir Hvalveiðar Dýr Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira