Í hungurverkfalli vegna ákvörðunar Svandísar Bjarki Sigurðsson skrifar 3. september 2023 18:56 Samuel Rostøl er á fjórða degi hungurverkfalls síns. Vísir/Steingrímur Dúi Norskur dýravelferðarsinni er í hungurverkfalli eftir að matvælaráðherra aflétti hvalveiðibanni. Hann segir fátt geta stoppað sig. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir forstjóra Hvals hf. þurfa að vanda sig verulega þegar haldið verður til veiða síðar í vikunni. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og 9 áttu að leggja af stað úr höfn rétt fyrir hádegi í dag. Þau eru þó enn hér í Reykjavíkurhöfn og verða það eitthvað áfram. Ekki eru allir sáttir við það að skipin muni brátt leggja af stað í veiðar og hafa einhverjir slett málningu á annað skipanna. Um mánaðamótin rann út reglugerð sem bannaði hvalveiðar tímabundið. Á sama tíma var sett ný reglugerð sem heimilaði veiðarnar með bættri umgjörð. Er það því leyfilegt að veiða langreyðar sem stendur. Veðrið bjargað nokkrum hvölum Veðrið um helgina hefur valdið því að hvalskipin tvö hafa ekki komist úr höfn. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að þarna hafi veðrið bjargað lífi nokkurra hvala. Hann segir Kristján Loftsson, eiganda Hvals hf, verða að vanda sig. „Það verða eftirlitsmenn um borð, það verða teknar myndir. Þannig væntanlega mun Kristján vanda sig betur en í fyrra sumar,“ segir Árni. „Ég veit ekki en hann verður, þetta sem gerðist í fyrra var alveg skelfilegt. Hann veit að ef það gerist aftur er þetta bara búið.“ Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Hann telur að Hvalur hf fái veiðileyfi sitt ekki endurnýjað. „Fimm ára leyfið rennur út núna í lok árs þannig ég sé ekki að Svandís geti gert neitt annað en að segja nei. Þetta er bara skrípaleikur. Við erum fiskveiðiþjóð og við þurfum að vernda hafið. Það eru mjög fáar þjóðir úti í heimi núna sem skija til hvers að veiða hvali. Bara tilgangslaust og á sinn hátt ógeðslegt,“ segir Árni. Norðmaður í hungurverkfalli Samuel Rostøl, norskur náttúruverndarsinni, er einn þeirra sem eru á móti hvalveiðum Íslendinga. Hann er staddur hér á landi og hefur verið í hungurverkfalli síðan matvælaráðherra kynnti ákvörðun sína á fimmtudag. „Mér varð ljóst að grípa yrði til beinna aðgerða hér og sýna að við sættum okkur ekki við þetta. Að hvalveiðar voru leyfðar á ný eftir að heildarskýrslan sýndi fram á þau skaðlegu áhrif sem þetta hefði á hvalina getum við ekki bara staðið álengdar og látið þetta gerast. Þetta er ein leið fyrir mig að sýna með hungurverkfalli allri ríkisstjórninni að ekki eigi að heimila hvalveiðar. Við erum manneskjur sem sýna með afgerandi hætti og notum líkama okkar sem vopn til að koma skilaboðum okkar á framfæri,“ segir Samuel. Enn heill heilsu Hann segist vera ansi svangur og með hausverk en annars sé hann heill heilsu. Vonast hann til þess að verkfall sitt skili einhverjum árangri. „Ef hungurverkfall mitt er það eina sem ég geri eru þetta a.m.k. sterk skilaboð og beitum þannig líkama okkar og fórnum heilsu okkar til að hindra það sem er að gerast hér,“ segir Samuel. Hvalir Hvalveiðar Dýr Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og 9 áttu að leggja af stað úr höfn rétt fyrir hádegi í dag. Þau eru þó enn hér í Reykjavíkurhöfn og verða það eitthvað áfram. Ekki eru allir sáttir við það að skipin muni brátt leggja af stað í veiðar og hafa einhverjir slett málningu á annað skipanna. Um mánaðamótin rann út reglugerð sem bannaði hvalveiðar tímabundið. Á sama tíma var sett ný reglugerð sem heimilaði veiðarnar með bættri umgjörð. Er það því leyfilegt að veiða langreyðar sem stendur. Veðrið bjargað nokkrum hvölum Veðrið um helgina hefur valdið því að hvalskipin tvö hafa ekki komist úr höfn. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að þarna hafi veðrið bjargað lífi nokkurra hvala. Hann segir Kristján Loftsson, eiganda Hvals hf, verða að vanda sig. „Það verða eftirlitsmenn um borð, það verða teknar myndir. Þannig væntanlega mun Kristján vanda sig betur en í fyrra sumar,“ segir Árni. „Ég veit ekki en hann verður, þetta sem gerðist í fyrra var alveg skelfilegt. Hann veit að ef það gerist aftur er þetta bara búið.“ Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Hann telur að Hvalur hf fái veiðileyfi sitt ekki endurnýjað. „Fimm ára leyfið rennur út núna í lok árs þannig ég sé ekki að Svandís geti gert neitt annað en að segja nei. Þetta er bara skrípaleikur. Við erum fiskveiðiþjóð og við þurfum að vernda hafið. Það eru mjög fáar þjóðir úti í heimi núna sem skija til hvers að veiða hvali. Bara tilgangslaust og á sinn hátt ógeðslegt,“ segir Árni. Norðmaður í hungurverkfalli Samuel Rostøl, norskur náttúruverndarsinni, er einn þeirra sem eru á móti hvalveiðum Íslendinga. Hann er staddur hér á landi og hefur verið í hungurverkfalli síðan matvælaráðherra kynnti ákvörðun sína á fimmtudag. „Mér varð ljóst að grípa yrði til beinna aðgerða hér og sýna að við sættum okkur ekki við þetta. Að hvalveiðar voru leyfðar á ný eftir að heildarskýrslan sýndi fram á þau skaðlegu áhrif sem þetta hefði á hvalina getum við ekki bara staðið álengdar og látið þetta gerast. Þetta er ein leið fyrir mig að sýna með hungurverkfalli allri ríkisstjórninni að ekki eigi að heimila hvalveiðar. Við erum manneskjur sem sýna með afgerandi hætti og notum líkama okkar sem vopn til að koma skilaboðum okkar á framfæri,“ segir Samuel. Enn heill heilsu Hann segist vera ansi svangur og með hausverk en annars sé hann heill heilsu. Vonast hann til þess að verkfall sitt skili einhverjum árangri. „Ef hungurverkfall mitt er það eina sem ég geri eru þetta a.m.k. sterk skilaboð og beitum þannig líkama okkar og fórnum heilsu okkar til að hindra það sem er að gerast hér,“ segir Samuel.
Hvalir Hvalveiðar Dýr Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira