Litáen skellti Bandaríkjunum í lokaleik J-riðils Siggeir Ævarsson skrifar 3. september 2023 22:11 Jonas Valanciunas fór fyrir sínum mönnum í dag Vísir/EPA Litáen lagði Bandaríkin nokkuð örugglega í lokaleik J-riðils á Heimsmeistaramótinu í körfubolta í dag en þetta var fyrsta tap Bandaríkjanna í riðlakeppni á HM síðan 2002. Sigur Litáen var nokkuð öruggur en undir lok fyrri hálfleiks var staðan orðin 52-31 þeim í vil. Steve Kerr, þjálfari Bandaríkjanna, náði greinilega að stilla sína menn betur af í hálfleik og Bandaríkjamenn mættu mun einbeittari til leiks, þá sérstaklega varnarlega þar sem Litár skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks. Staðan 71-65 fyrir síðustu tíu mínúturnar en góður fjórði leikhluti hjá Litán tryggði þeim að lokum 110-104 sigur. Kazys Maksvytis, þjálfari Litáen, var búinn að spara sína bestu menn fyrir lokaátökin þar sem enginn hafði spilað meira en 18 mínútur. SHOWTIME LIETUVA #FIBAWC pic.twitter.com/EA0PEFIY1W— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 3, 2023 Miðherjarnir Jonas Valanciunas og Donatas Motiejunas voru traustir í teignum hjá Litáen á báðum endum vallarins en sóknarfráköstin voru drjúg fyrir liðið í dag. Liðið setti niður fyrstu níu þriggjastiga skot sín í leiknum en þegar þau fóru að klikka hreinsuðu þeir einfaldlega upp sóknarfráköstin. 18 sóknarfráköst skiluðu þeim 17 stigum úr annarri tilraun meðan Bandaríkin náðu aðeins að skora eina körfu eftir sóknarfrákast. Valanciunas var að lokum valinn maður leiksins fyrir sína frammistöðu. Anthony Edwards fór fyrir sóknarleik Bandaríkjanna og skoraði 35 stig. Hann hefði eflaust þegið meiri hjálp frá samherjum sínum en næstu menn voru aðeins með 14 stig. Litár hafa á stundum reynst Bandaríkjamönnum óþægur ljár í þúfu á HM en þetta var þriðji sigur þeirra gegn Bandaríkjunum. Litáen vann Bandaríkin 1998, 2004 og nú árið 2023 í þriðja sinn, og verða að teljast líklegir til að ná langt á mótinu í ár. Bandaríkin hafa ekki lokið leik þrátt fyrir tapið og mæta Ítalíu í 8-liða úrslitum en Litáen mætir Serbíu. Báðir leikirnir fara fram 5. september. Þann 6. september mætast svo Þýskaland og Lettland annars vegar og Kanada og Slóvenía hins vegar. Hér að neðan má sjá brot af því besta úr leiknum. HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira
Sigur Litáen var nokkuð öruggur en undir lok fyrri hálfleiks var staðan orðin 52-31 þeim í vil. Steve Kerr, þjálfari Bandaríkjanna, náði greinilega að stilla sína menn betur af í hálfleik og Bandaríkjamenn mættu mun einbeittari til leiks, þá sérstaklega varnarlega þar sem Litár skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks. Staðan 71-65 fyrir síðustu tíu mínúturnar en góður fjórði leikhluti hjá Litán tryggði þeim að lokum 110-104 sigur. Kazys Maksvytis, þjálfari Litáen, var búinn að spara sína bestu menn fyrir lokaátökin þar sem enginn hafði spilað meira en 18 mínútur. SHOWTIME LIETUVA #FIBAWC pic.twitter.com/EA0PEFIY1W— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 3, 2023 Miðherjarnir Jonas Valanciunas og Donatas Motiejunas voru traustir í teignum hjá Litáen á báðum endum vallarins en sóknarfráköstin voru drjúg fyrir liðið í dag. Liðið setti niður fyrstu níu þriggjastiga skot sín í leiknum en þegar þau fóru að klikka hreinsuðu þeir einfaldlega upp sóknarfráköstin. 18 sóknarfráköst skiluðu þeim 17 stigum úr annarri tilraun meðan Bandaríkin náðu aðeins að skora eina körfu eftir sóknarfrákast. Valanciunas var að lokum valinn maður leiksins fyrir sína frammistöðu. Anthony Edwards fór fyrir sóknarleik Bandaríkjanna og skoraði 35 stig. Hann hefði eflaust þegið meiri hjálp frá samherjum sínum en næstu menn voru aðeins með 14 stig. Litár hafa á stundum reynst Bandaríkjamönnum óþægur ljár í þúfu á HM en þetta var þriðji sigur þeirra gegn Bandaríkjunum. Litáen vann Bandaríkin 1998, 2004 og nú árið 2023 í þriðja sinn, og verða að teljast líklegir til að ná langt á mótinu í ár. Bandaríkin hafa ekki lokið leik þrátt fyrir tapið og mæta Ítalíu í 8-liða úrslitum en Litáen mætir Serbíu. Báðir leikirnir fara fram 5. september. Þann 6. september mætast svo Þýskaland og Lettland annars vegar og Kanada og Slóvenía hins vegar. Hér að neðan má sjá brot af því besta úr leiknum.
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira