Fimm stjörnu lúxushótel bananaflugunnar Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 4. september 2023 08:31 Þessi fagurlega mótaða karfa undir matarafganga sem SORPA færði okkur að gjöf um daginn er gott dæmi um mjög góða hönnun. Um matarafgangana leikur gott loftflæði og bananaflugurnar sem ég skaut yfir skjólshúsi núna nýlega hafa gott aðgengi að sinni fæðu allan sólarhringinn. Vegna þessa fína loftflæðis er engin lykt af þessu. Þessi elskulega, fagurmótaða, rauðbrúna fluga er líka kölluð ediksgerla, sem mér finnst mun fallegra nafn á svona fallega flugu. Samkvæmt Náttúruvísindastofnun er ediksgerlan bara helvítis fyllibytta sem er sjúk í gamlan mat sem er farinn að skemmast, opinn bjór og vínflöskur og ef þú kemur heim af djamminu löðrandi í bjór um munninn þá kemur hún í sleik við þig. Þetta vissi ég náttúrlega ekki þegar ég tók við körfunni góðu og opnaði heimili mitt fyrir vandalausum edikgerlunum. En nú búum við í sátt og samlyndi því ég hef ekkert val. Okkur hefur verið þröngvað í sambúð, gegn vilja mínum allavega. Þær eru bara hressar með þennan ráðahag. Þær hafa tekið þögnina á mig þegar ég hef reynt að brydda upp á því við þær að við þyrftum kannski aðeins að tala saman. En ég hef verið að leita allra leiða til að senda þeim skýr skilaboð en þær ansa engu. Ég hef til dæmis reynt að vera aðeins þrifalegri og vera ekki að skilja eftir skemmdan mat út um allt, setja hann í almennileg ílát eins og þessa forláta körfu og skilja ekki eftir flöskur og dósir frá áfengisverslun ríkisins út um allt hús. Ég hef reynt að flokka þetta rétt og hætta þessum sóðaskap. Annars er ég að bjóða ediksgerlu í gott partý og þegar hún er komin í gott partý þá fer hún ekkert heim ef það er til vín. Svona eins og vont Tinderdeit sem ég ætlaði bara að sofa hjá einu sinni en er flutt inn mér að óvörum og búin að hirða eina skúffu í kommóðunni og komin með sinn eigin tannbursta inn á bað. En aftur að þessarri fínu hönnun á matarleifatunnunni. Fimmtán hæða hótel edikgerlunnar þar sem er hlaðborð allan sólarhringinn, opið tventíforseven og fyrsta Michelin-stjarnan komin í hús. Pokarnir sem fylgdu með mígleka þannig að vökvinn lendir þarna á botninum á körfunni. Samkvæmt leiðbeiningarbleðlinum sem fylgdi með má alls ekki setja tvo poka því það eykur hættu á leka því ef maður er með tvo poka þá er ekkert loftflæði. Það er víst mjög góð uppgufun af vökva í þessum pokum þannig að það þarf bara alls ekki tvo. Því þá lekur bara svo miklu miklu meira. Því þetta eru svona loftflæðispokar sem haldast þurrir ef maður er bara með einn. En ef svo ólíklega vill til að þeir leki þá passar maður bara að skipta mjög ört um poka svo það fari ekki að flæða upp úr og yfir lága kantana á körfunni. Einu sinni á dag, javel tvisvar. Svona allavega á meðan pokarnir eru ókeypis en þeir verða það til að byrja með. Á meðan við pöpullinn erum að ná þessu. Það er mjög auðvelt að þrífa botninn á körfunni með sápu og séruppþvottabursta sem maður kaupir bara í matvöruverslun eða Jysk, sem nýverið skipti um nafn því Rúmfatalagerinn var ekki lengur lýsandi fyrir starfsemina. Það er Jysk hinsvegar, eins og öllum ætti að vera ljóst. Þeir segja líka þarna hjá SORPU að karfan undir bréfpokana passi auðveldlega í flokkunarhirslur eldhúsinnréttinga því við erum öll með slíkar hirslur í okkar glænýju eldhúsum. Ég er byrjuð að rífa út mína 25 ára gömlu eldhúsinnréttingu svo ég komi tunnunum fyrir í betra skipulagi. Þetta verður heill veggur í eldhúsinu sem fer undir þetta flokkunakerfi í nýja eldhúsinu því ég vil flokka rétt og gera það vel. Það verður sko nóg pláss fyrir körfuna því hún fær sér skúffu. En það verður enginn skynjari. Ég hef aldrei átt ruslatunnu með skynjara og hef aldrei skilið slíkar tunnur. Þetta eru sekúndur sem ég fæ aldrei til baka, sekúndur sem ég hef eytt við það að bíða eftir að ruslatunnan heima hjá systur minni opnist svo ég geti hent einu snýtibréfi eða öðru smálegu. En nú fer það náttúrlega í nýju körfuna. Almennt sorp hlýtur að heyra sögunni til innan skamms og þá losnar náttúrlega pláss þarna undir vaskinum. Þetta er allt gert af hugsjón og það er eins gott að við stöndum okkur öll í stykkinu svo SORPA geti staðið við sín loforð. Þegar pöpullinn fer svo að gera þetta almennilega og sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu festir sig í sessi verður einnig unnið úr þessu jarðvegsbæti eða moltu og matarleifar heimilisins komast því á góðan stað og þá fer okkar vinna loksins að skila sér. En það er ekki fyrr en við starfsmenn á plani förum að vanda okkur aðeins við þetta, gera meira af þessu og gera það vel. Það skrýtna við þetta allt saman er að undanfarna daga hef ég gefið matarsóun mikinn gaum og er eiginlega orðin frekar nísk á það hvað fer í þessa körfu og set það oft frekar upp í mig frekar en að gefa SORPU mína matarafganga. Ég sem hef hingað til ekki verið mjög gefin fyrir matarafganga. En ég fann til dæmis um daginn sódavatnsdós með smá gutli í botninum, skellti síðasta sopanum í mig og komst þá að því að þar var öskubakki frá konu sem reykir myntulauf í laumi. Maðurinn minn heimsótti ruslageymsluna um daginn því örmjóa ruslarennan frá 1966 var stífluð og hann fór að losa hana með kústskafti. Það var hátíð sem mætti honum þar því einhver í húsinu hafði kastað tveggja lítra sódavatnsflösku ofan í rennuna. Einn poki rifnaði og eitthvað skvettist framan í manninn minn sem við viljum ekki vita hvað var. Þetta var allt honum til mikillar gleði og yndisauka. En eitthvað hefur þeim sem henti flöskunni láðst að lesa flokkunarleiðbeiningarnar enda doðrantur sem tekur svolítinn tíma að komast í gegnum svo ég lái þeim það ekki. En þar var sko eftirpartý í ruslageymslunni hjá edikgerlunum! Þar var ekki bara saman kominn heill ættbálkur af bananaflugum heldur líka köngulær í ofurstærð sem hafa þar nóg að bíta og brenna, japlandi á bananaflugum allan sólarhringinn. Þarna er hringrás náttúrunnar að verki, risaköngulær og bananaflugur í ruslageymslu í Reykjavík ætti að vera góður innblástur í enn aðra ógeðslega hryllingssögu fyrir börn eftir vin minn Ævar Þór Benediktsson um eitthvað alveg hræðilegt og ógeðslegt sem auðveldlega svæfir börn á kvöldin. Að fá tækifæri til að setja matarleifarnar í þessa fínu öskju er gjöf. Mér er þakklæti efst í huga og bý í sátt og samlyndi við edikgerlurnar svo ég geti stutt við bakið á SORPU svo þau geti búið til metangas og grætt fullt af pening. Við erum öll ókeypis vinnuafl í metagasframleiðslu SORPU og þurfum því að fara að hysja upp um okkur og gera þetta almennilega í skráðri sambúð við bananaflugurnar sem við þurfum bara að læra að elska mjög heitt. En ættum við ekki að fá prósentu fyrir metangasið? Og mér er spurn: Af hverju er ekki lok á fjandans körfunni? Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorphirða Umhverfismál Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessi fagurlega mótaða karfa undir matarafganga sem SORPA færði okkur að gjöf um daginn er gott dæmi um mjög góða hönnun. Um matarafgangana leikur gott loftflæði og bananaflugurnar sem ég skaut yfir skjólshúsi núna nýlega hafa gott aðgengi að sinni fæðu allan sólarhringinn. Vegna þessa fína loftflæðis er engin lykt af þessu. Þessi elskulega, fagurmótaða, rauðbrúna fluga er líka kölluð ediksgerla, sem mér finnst mun fallegra nafn á svona fallega flugu. Samkvæmt Náttúruvísindastofnun er ediksgerlan bara helvítis fyllibytta sem er sjúk í gamlan mat sem er farinn að skemmast, opinn bjór og vínflöskur og ef þú kemur heim af djamminu löðrandi í bjór um munninn þá kemur hún í sleik við þig. Þetta vissi ég náttúrlega ekki þegar ég tók við körfunni góðu og opnaði heimili mitt fyrir vandalausum edikgerlunum. En nú búum við í sátt og samlyndi því ég hef ekkert val. Okkur hefur verið þröngvað í sambúð, gegn vilja mínum allavega. Þær eru bara hressar með þennan ráðahag. Þær hafa tekið þögnina á mig þegar ég hef reynt að brydda upp á því við þær að við þyrftum kannski aðeins að tala saman. En ég hef verið að leita allra leiða til að senda þeim skýr skilaboð en þær ansa engu. Ég hef til dæmis reynt að vera aðeins þrifalegri og vera ekki að skilja eftir skemmdan mat út um allt, setja hann í almennileg ílát eins og þessa forláta körfu og skilja ekki eftir flöskur og dósir frá áfengisverslun ríkisins út um allt hús. Ég hef reynt að flokka þetta rétt og hætta þessum sóðaskap. Annars er ég að bjóða ediksgerlu í gott partý og þegar hún er komin í gott partý þá fer hún ekkert heim ef það er til vín. Svona eins og vont Tinderdeit sem ég ætlaði bara að sofa hjá einu sinni en er flutt inn mér að óvörum og búin að hirða eina skúffu í kommóðunni og komin með sinn eigin tannbursta inn á bað. En aftur að þessarri fínu hönnun á matarleifatunnunni. Fimmtán hæða hótel edikgerlunnar þar sem er hlaðborð allan sólarhringinn, opið tventíforseven og fyrsta Michelin-stjarnan komin í hús. Pokarnir sem fylgdu með mígleka þannig að vökvinn lendir þarna á botninum á körfunni. Samkvæmt leiðbeiningarbleðlinum sem fylgdi með má alls ekki setja tvo poka því það eykur hættu á leka því ef maður er með tvo poka þá er ekkert loftflæði. Það er víst mjög góð uppgufun af vökva í þessum pokum þannig að það þarf bara alls ekki tvo. Því þá lekur bara svo miklu miklu meira. Því þetta eru svona loftflæðispokar sem haldast þurrir ef maður er bara með einn. En ef svo ólíklega vill til að þeir leki þá passar maður bara að skipta mjög ört um poka svo það fari ekki að flæða upp úr og yfir lága kantana á körfunni. Einu sinni á dag, javel tvisvar. Svona allavega á meðan pokarnir eru ókeypis en þeir verða það til að byrja með. Á meðan við pöpullinn erum að ná þessu. Það er mjög auðvelt að þrífa botninn á körfunni með sápu og séruppþvottabursta sem maður kaupir bara í matvöruverslun eða Jysk, sem nýverið skipti um nafn því Rúmfatalagerinn var ekki lengur lýsandi fyrir starfsemina. Það er Jysk hinsvegar, eins og öllum ætti að vera ljóst. Þeir segja líka þarna hjá SORPU að karfan undir bréfpokana passi auðveldlega í flokkunarhirslur eldhúsinnréttinga því við erum öll með slíkar hirslur í okkar glænýju eldhúsum. Ég er byrjuð að rífa út mína 25 ára gömlu eldhúsinnréttingu svo ég komi tunnunum fyrir í betra skipulagi. Þetta verður heill veggur í eldhúsinu sem fer undir þetta flokkunakerfi í nýja eldhúsinu því ég vil flokka rétt og gera það vel. Það verður sko nóg pláss fyrir körfuna því hún fær sér skúffu. En það verður enginn skynjari. Ég hef aldrei átt ruslatunnu með skynjara og hef aldrei skilið slíkar tunnur. Þetta eru sekúndur sem ég fæ aldrei til baka, sekúndur sem ég hef eytt við það að bíða eftir að ruslatunnan heima hjá systur minni opnist svo ég geti hent einu snýtibréfi eða öðru smálegu. En nú fer það náttúrlega í nýju körfuna. Almennt sorp hlýtur að heyra sögunni til innan skamms og þá losnar náttúrlega pláss þarna undir vaskinum. Þetta er allt gert af hugsjón og það er eins gott að við stöndum okkur öll í stykkinu svo SORPA geti staðið við sín loforð. Þegar pöpullinn fer svo að gera þetta almennilega og sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu festir sig í sessi verður einnig unnið úr þessu jarðvegsbæti eða moltu og matarleifar heimilisins komast því á góðan stað og þá fer okkar vinna loksins að skila sér. En það er ekki fyrr en við starfsmenn á plani förum að vanda okkur aðeins við þetta, gera meira af þessu og gera það vel. Það skrýtna við þetta allt saman er að undanfarna daga hef ég gefið matarsóun mikinn gaum og er eiginlega orðin frekar nísk á það hvað fer í þessa körfu og set það oft frekar upp í mig frekar en að gefa SORPU mína matarafganga. Ég sem hef hingað til ekki verið mjög gefin fyrir matarafganga. En ég fann til dæmis um daginn sódavatnsdós með smá gutli í botninum, skellti síðasta sopanum í mig og komst þá að því að þar var öskubakki frá konu sem reykir myntulauf í laumi. Maðurinn minn heimsótti ruslageymsluna um daginn því örmjóa ruslarennan frá 1966 var stífluð og hann fór að losa hana með kústskafti. Það var hátíð sem mætti honum þar því einhver í húsinu hafði kastað tveggja lítra sódavatnsflösku ofan í rennuna. Einn poki rifnaði og eitthvað skvettist framan í manninn minn sem við viljum ekki vita hvað var. Þetta var allt honum til mikillar gleði og yndisauka. En eitthvað hefur þeim sem henti flöskunni láðst að lesa flokkunarleiðbeiningarnar enda doðrantur sem tekur svolítinn tíma að komast í gegnum svo ég lái þeim það ekki. En þar var sko eftirpartý í ruslageymslunni hjá edikgerlunum! Þar var ekki bara saman kominn heill ættbálkur af bananaflugum heldur líka köngulær í ofurstærð sem hafa þar nóg að bíta og brenna, japlandi á bananaflugum allan sólarhringinn. Þarna er hringrás náttúrunnar að verki, risaköngulær og bananaflugur í ruslageymslu í Reykjavík ætti að vera góður innblástur í enn aðra ógeðslega hryllingssögu fyrir börn eftir vin minn Ævar Þór Benediktsson um eitthvað alveg hræðilegt og ógeðslegt sem auðveldlega svæfir börn á kvöldin. Að fá tækifæri til að setja matarleifarnar í þessa fínu öskju er gjöf. Mér er þakklæti efst í huga og bý í sátt og samlyndi við edikgerlurnar svo ég geti stutt við bakið á SORPU svo þau geti búið til metangas og grætt fullt af pening. Við erum öll ókeypis vinnuafl í metagasframleiðslu SORPU og þurfum því að fara að hysja upp um okkur og gera þetta almennilega í skráðri sambúð við bananaflugurnar sem við þurfum bara að læra að elska mjög heitt. En ættum við ekki að fá prósentu fyrir metangasið? Og mér er spurn: Af hverju er ekki lok á fjandans körfunni? Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun