Sætta sig ekki við að bera kostnaðinn af því að gera Laugardalsvöll leikfæran Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2023 19:30 Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjóri Blika telur að KSÍ verði samkvæmt reglum sambandsins að hafa Laugardalsvöll leikfæran í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar hefja leik í þeirri keppni síðar í þessum mánuði. Blikar hafa tilkynnt Laugardalsvöll sem heimavöll sinn í Sambandsdeild Evrópu. Völlurinn þarf að vera leikfær í lok nóvember og framkvæmdarstjóri félagsins segir KSÍ bera ábyrgð á því. Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk í riðlakeppninni sem fer fram frá 21. september til 14.desember. Kópavogsvöllur er ekki löglegur í riðlakeppni og þurf því Blikar leika tvo heimaleiki í nóvember, þann 9. og 30. nóvember. Einn heimaleikur fer síðan fram í október. Það gæti orðið flókið verkefni að hafa völlinn leikfæran. „Það er búið að vera smá bras á þessu en við urðum að tilkynna völl og ég get upplýst um það að við tilkynntum Laugardalsvöllinn,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjóri Blika, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Til að Laugardalsvöllur verði leikfær í lok nóvember þá liggur alveg fyrir að gera þurfi töluverðar ráðstafanir eins og sést hefur í gegnum tíðina þar sem dúkkur hefur verið lagður á grasið í aðdraganda leiks sem og pulsan fræga sem komið var á völlinn á sínum tíma. „UEFA hefur gert þá kröfu á KSÍ að þeir svari hvernig þeir ætla sér að hafa völlinn leikfæran. Svona lausnir eins og hafa verið áður hafa verið ræddar en hnífurinn stendur þar núna í kúnni, hver borgar kostnaðinn? KSÍ er aðili að UEFA og á að tryggja Evrópuliðunum völl. Þetta er okkar þjóðarleikvangur. Við komum að sjálfsögðu eins og önnur lið og leigjum þennan völl. En að við þurfum að bera kostnaðinn af því að gera völlinn leikfæran er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og erum ekki tilbúnir að taka þann kostnað sem hleypur á tugi milljóna,“ segir Eysteinn og bætir því við að samtal við KSÍ um málið sé hafið. „Þeim ber að skaffa þennan völl samkvæmt reglugerð. Þetta er bara staðan núna og við erum svo sem ekki búnir að sjá fyrir því hvernig þetta endar. Síðan er það þannig að Reykjavík á þennan völl og ég átta mig á því að þeir eru ekkert tilbúnir að leggja í auka kostnað. Þá spyr maður sig á móti. Skiptir máli hvaðan liðið kemur sem er í Evrópukeppni, þar sem við erum í Kópavogi, ekki Reykjavík.“ Reglugerðin sem Blikar vísa til úr Leyfisreglugerð KSÍ. Eysteinn segir að Blikar hafi skoðað það að fara með heimaleikina erlendis. „Það er náttúrlega gríðarlegur kostnaður líka. En auðvitað eiga okkar áhorfendur heimtingu á því að sjá okkar lið heima. Núna þurfa þessi aðilar að fara hætta þessari störukeppni, ríki og borg. Þó það væri ekki nema gera ástandi á núverandi leikvelli sómasamlegt, þó það væri ekki nema til bráðabyrgða. Þetta gengur ekkert svona. Landsliðið eiga eftir að fá leiki yfir vetrartímann. Meistara- Evrópu – og Sambandsdeildin, það er verið fjölga liðum í þeim öllum á næsta ári. Ég er handviss um það að fleiri lið verða í þessum sporum á næstu árum.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik KSÍ Laugardalsvöllur Reykjavík Kópavogur Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk í riðlakeppninni sem fer fram frá 21. september til 14.desember. Kópavogsvöllur er ekki löglegur í riðlakeppni og þurf því Blikar leika tvo heimaleiki í nóvember, þann 9. og 30. nóvember. Einn heimaleikur fer síðan fram í október. Það gæti orðið flókið verkefni að hafa völlinn leikfæran. „Það er búið að vera smá bras á þessu en við urðum að tilkynna völl og ég get upplýst um það að við tilkynntum Laugardalsvöllinn,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjóri Blika, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Til að Laugardalsvöllur verði leikfær í lok nóvember þá liggur alveg fyrir að gera þurfi töluverðar ráðstafanir eins og sést hefur í gegnum tíðina þar sem dúkkur hefur verið lagður á grasið í aðdraganda leiks sem og pulsan fræga sem komið var á völlinn á sínum tíma. „UEFA hefur gert þá kröfu á KSÍ að þeir svari hvernig þeir ætla sér að hafa völlinn leikfæran. Svona lausnir eins og hafa verið áður hafa verið ræddar en hnífurinn stendur þar núna í kúnni, hver borgar kostnaðinn? KSÍ er aðili að UEFA og á að tryggja Evrópuliðunum völl. Þetta er okkar þjóðarleikvangur. Við komum að sjálfsögðu eins og önnur lið og leigjum þennan völl. En að við þurfum að bera kostnaðinn af því að gera völlinn leikfæran er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og erum ekki tilbúnir að taka þann kostnað sem hleypur á tugi milljóna,“ segir Eysteinn og bætir því við að samtal við KSÍ um málið sé hafið. „Þeim ber að skaffa þennan völl samkvæmt reglugerð. Þetta er bara staðan núna og við erum svo sem ekki búnir að sjá fyrir því hvernig þetta endar. Síðan er það þannig að Reykjavík á þennan völl og ég átta mig á því að þeir eru ekkert tilbúnir að leggja í auka kostnað. Þá spyr maður sig á móti. Skiptir máli hvaðan liðið kemur sem er í Evrópukeppni, þar sem við erum í Kópavogi, ekki Reykjavík.“ Reglugerðin sem Blikar vísa til úr Leyfisreglugerð KSÍ. Eysteinn segir að Blikar hafi skoðað það að fara með heimaleikina erlendis. „Það er náttúrlega gríðarlegur kostnaður líka. En auðvitað eiga okkar áhorfendur heimtingu á því að sjá okkar lið heima. Núna þurfa þessi aðilar að fara hætta þessari störukeppni, ríki og borg. Þó það væri ekki nema gera ástandi á núverandi leikvelli sómasamlegt, þó það væri ekki nema til bráðabyrgða. Þetta gengur ekkert svona. Landsliðið eiga eftir að fá leiki yfir vetrartímann. Meistara- Evrópu – og Sambandsdeildin, það er verið fjölga liðum í þeim öllum á næsta ári. Ég er handviss um það að fleiri lið verða í þessum sporum á næstu árum.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik KSÍ Laugardalsvöllur Reykjavík Kópavogur Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti