Sætta sig ekki við að bera kostnaðinn af því að gera Laugardalsvöll leikfæran Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2023 19:30 Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjóri Blika telur að KSÍ verði samkvæmt reglum sambandsins að hafa Laugardalsvöll leikfæran í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar hefja leik í þeirri keppni síðar í þessum mánuði. Blikar hafa tilkynnt Laugardalsvöll sem heimavöll sinn í Sambandsdeild Evrópu. Völlurinn þarf að vera leikfær í lok nóvember og framkvæmdarstjóri félagsins segir KSÍ bera ábyrgð á því. Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk í riðlakeppninni sem fer fram frá 21. september til 14.desember. Kópavogsvöllur er ekki löglegur í riðlakeppni og þurf því Blikar leika tvo heimaleiki í nóvember, þann 9. og 30. nóvember. Einn heimaleikur fer síðan fram í október. Það gæti orðið flókið verkefni að hafa völlinn leikfæran. „Það er búið að vera smá bras á þessu en við urðum að tilkynna völl og ég get upplýst um það að við tilkynntum Laugardalsvöllinn,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjóri Blika, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Til að Laugardalsvöllur verði leikfær í lok nóvember þá liggur alveg fyrir að gera þurfi töluverðar ráðstafanir eins og sést hefur í gegnum tíðina þar sem dúkkur hefur verið lagður á grasið í aðdraganda leiks sem og pulsan fræga sem komið var á völlinn á sínum tíma. „UEFA hefur gert þá kröfu á KSÍ að þeir svari hvernig þeir ætla sér að hafa völlinn leikfæran. Svona lausnir eins og hafa verið áður hafa verið ræddar en hnífurinn stendur þar núna í kúnni, hver borgar kostnaðinn? KSÍ er aðili að UEFA og á að tryggja Evrópuliðunum völl. Þetta er okkar þjóðarleikvangur. Við komum að sjálfsögðu eins og önnur lið og leigjum þennan völl. En að við þurfum að bera kostnaðinn af því að gera völlinn leikfæran er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og erum ekki tilbúnir að taka þann kostnað sem hleypur á tugi milljóna,“ segir Eysteinn og bætir því við að samtal við KSÍ um málið sé hafið. „Þeim ber að skaffa þennan völl samkvæmt reglugerð. Þetta er bara staðan núna og við erum svo sem ekki búnir að sjá fyrir því hvernig þetta endar. Síðan er það þannig að Reykjavík á þennan völl og ég átta mig á því að þeir eru ekkert tilbúnir að leggja í auka kostnað. Þá spyr maður sig á móti. Skiptir máli hvaðan liðið kemur sem er í Evrópukeppni, þar sem við erum í Kópavogi, ekki Reykjavík.“ Reglugerðin sem Blikar vísa til úr Leyfisreglugerð KSÍ. Eysteinn segir að Blikar hafi skoðað það að fara með heimaleikina erlendis. „Það er náttúrlega gríðarlegur kostnaður líka. En auðvitað eiga okkar áhorfendur heimtingu á því að sjá okkar lið heima. Núna þurfa þessi aðilar að fara hætta þessari störukeppni, ríki og borg. Þó það væri ekki nema gera ástandi á núverandi leikvelli sómasamlegt, þó það væri ekki nema til bráðabyrgða. Þetta gengur ekkert svona. Landsliðið eiga eftir að fá leiki yfir vetrartímann. Meistara- Evrópu – og Sambandsdeildin, það er verið fjölga liðum í þeim öllum á næsta ári. Ég er handviss um það að fleiri lið verða í þessum sporum á næstu árum.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik KSÍ Laugardalsvöllur Reykjavík Kópavogur Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk í riðlakeppninni sem fer fram frá 21. september til 14.desember. Kópavogsvöllur er ekki löglegur í riðlakeppni og þurf því Blikar leika tvo heimaleiki í nóvember, þann 9. og 30. nóvember. Einn heimaleikur fer síðan fram í október. Það gæti orðið flókið verkefni að hafa völlinn leikfæran. „Það er búið að vera smá bras á þessu en við urðum að tilkynna völl og ég get upplýst um það að við tilkynntum Laugardalsvöllinn,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjóri Blika, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Til að Laugardalsvöllur verði leikfær í lok nóvember þá liggur alveg fyrir að gera þurfi töluverðar ráðstafanir eins og sést hefur í gegnum tíðina þar sem dúkkur hefur verið lagður á grasið í aðdraganda leiks sem og pulsan fræga sem komið var á völlinn á sínum tíma. „UEFA hefur gert þá kröfu á KSÍ að þeir svari hvernig þeir ætla sér að hafa völlinn leikfæran. Svona lausnir eins og hafa verið áður hafa verið ræddar en hnífurinn stendur þar núna í kúnni, hver borgar kostnaðinn? KSÍ er aðili að UEFA og á að tryggja Evrópuliðunum völl. Þetta er okkar þjóðarleikvangur. Við komum að sjálfsögðu eins og önnur lið og leigjum þennan völl. En að við þurfum að bera kostnaðinn af því að gera völlinn leikfæran er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og erum ekki tilbúnir að taka þann kostnað sem hleypur á tugi milljóna,“ segir Eysteinn og bætir því við að samtal við KSÍ um málið sé hafið. „Þeim ber að skaffa þennan völl samkvæmt reglugerð. Þetta er bara staðan núna og við erum svo sem ekki búnir að sjá fyrir því hvernig þetta endar. Síðan er það þannig að Reykjavík á þennan völl og ég átta mig á því að þeir eru ekkert tilbúnir að leggja í auka kostnað. Þá spyr maður sig á móti. Skiptir máli hvaðan liðið kemur sem er í Evrópukeppni, þar sem við erum í Kópavogi, ekki Reykjavík.“ Reglugerðin sem Blikar vísa til úr Leyfisreglugerð KSÍ. Eysteinn segir að Blikar hafi skoðað það að fara með heimaleikina erlendis. „Það er náttúrlega gríðarlegur kostnaður líka. En auðvitað eiga okkar áhorfendur heimtingu á því að sjá okkar lið heima. Núna þurfa þessi aðilar að fara hætta þessari störukeppni, ríki og borg. Þó það væri ekki nema gera ástandi á núverandi leikvelli sómasamlegt, þó það væri ekki nema til bráðabyrgða. Þetta gengur ekkert svona. Landsliðið eiga eftir að fá leiki yfir vetrartímann. Meistara- Evrópu – og Sambandsdeildin, það er verið fjölga liðum í þeim öllum á næsta ári. Ég er handviss um það að fleiri lið verða í þessum sporum á næstu árum.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik KSÍ Laugardalsvöllur Reykjavík Kópavogur Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn