Al-Ittihad stefnir á að bjóða í Salah fyrir gluggalok Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2023 17:30 Endar Mo Salah í Sádi-Arabíu eftir allt saman? Visionhaus/Getty Images Al-Ittihad frá Sádi-Arabíu stefnir á að bjóða einu sinni til viðbótar í Mohamed Salah, framherja enska knattspyrnufélagsins Liverpool, áður en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar á fimmtudaginn kemur. Í sumar má segja að Sádi-Arabía hafi tröllriðið félagaskiptaglugganum í Evrópu í sumar. Fjölmargir leikmenn hafa ákveðið að færa sig um set enda gull og grænir skógar í boði. Það var ekki fyrr en síðla sumars þó sem áhugi Al-Ittihad á Mo Salah var opinberaður. Al-Ittihad hefur áður boðið í Salah en Liverpool hefur eðlilega ekki mikinn áhuga á að selja leikmanninn. Það er talið að tilboð Al-Ittihad hafi verið upp á vel yfir 100 milljónir punda en 100 milljónir punda samsvara tæpum 17 milljörðum íslenskum króna. Nú hefur Sky Sports staðfest að Al-Ittihad ætli að bjóða í Salah á ný fyrir fimmtudag en þá lokar félagaskiptaglugginn í Sádi-Arabíu. Talið er næsta öruggt að Al-Ittihad vilji borga hinum 31 árs gamla Salah eina og og hálfa milljón punda í vikulaun. Gerir það rúmlega 250 milljónir íslenskra króna á viku. BREAKING: Al-Ittihad want to make another offer for Mohamed Salah before the Saudi Pro League window closes on Thursday pic.twitter.com/XcoYT8T55M— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 4, 2023 Al-Ittihad hefur nú þegar sótt Fabinho til Liverpool og Jota til Celtic. Þá komu Karim Benzema og N‘Golo Kanté á frjálsri sölu til Real Madríd og Chelsea. Al-Ittihad er eitt fjögurra liða í Sádi-Arabíu sem er í eign fjárfestingasjóðs landsins, PIF. Sami fjárfestingasjóður á 80 prósent eignarhlut í Newcastle United. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Búist við 200 milljóna risatilboði frá Sádi-Arabíu í Salah Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hafi lokað í gær er enn um vika eftir af glugganum í Sádi-Arabíu. Búist er við því að Al-Ittihad muni bjóða 200 milljónir punda í Mohamed Salah, leikmann Liverpool. 2. september 2023 15:15 Al-Ittihad undirbýr tæplega tuttugu milljarða tilboð í Salah Sádiarabíska félagið Al-Ittihad virðist ekki vera tilbúið að gefast upp á því að fá egypska sóknarmanninn Mohamed Salah í sínar raðir frá Liverpool. Félagið undirbýr nú nýtt risatilboð í leikmanninn. 31. ágúst 2023 10:00 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Í sumar má segja að Sádi-Arabía hafi tröllriðið félagaskiptaglugganum í Evrópu í sumar. Fjölmargir leikmenn hafa ákveðið að færa sig um set enda gull og grænir skógar í boði. Það var ekki fyrr en síðla sumars þó sem áhugi Al-Ittihad á Mo Salah var opinberaður. Al-Ittihad hefur áður boðið í Salah en Liverpool hefur eðlilega ekki mikinn áhuga á að selja leikmanninn. Það er talið að tilboð Al-Ittihad hafi verið upp á vel yfir 100 milljónir punda en 100 milljónir punda samsvara tæpum 17 milljörðum íslenskum króna. Nú hefur Sky Sports staðfest að Al-Ittihad ætli að bjóða í Salah á ný fyrir fimmtudag en þá lokar félagaskiptaglugginn í Sádi-Arabíu. Talið er næsta öruggt að Al-Ittihad vilji borga hinum 31 árs gamla Salah eina og og hálfa milljón punda í vikulaun. Gerir það rúmlega 250 milljónir íslenskra króna á viku. BREAKING: Al-Ittihad want to make another offer for Mohamed Salah before the Saudi Pro League window closes on Thursday pic.twitter.com/XcoYT8T55M— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 4, 2023 Al-Ittihad hefur nú þegar sótt Fabinho til Liverpool og Jota til Celtic. Þá komu Karim Benzema og N‘Golo Kanté á frjálsri sölu til Real Madríd og Chelsea. Al-Ittihad er eitt fjögurra liða í Sádi-Arabíu sem er í eign fjárfestingasjóðs landsins, PIF. Sami fjárfestingasjóður á 80 prósent eignarhlut í Newcastle United.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Búist við 200 milljóna risatilboði frá Sádi-Arabíu í Salah Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hafi lokað í gær er enn um vika eftir af glugganum í Sádi-Arabíu. Búist er við því að Al-Ittihad muni bjóða 200 milljónir punda í Mohamed Salah, leikmann Liverpool. 2. september 2023 15:15 Al-Ittihad undirbýr tæplega tuttugu milljarða tilboð í Salah Sádiarabíska félagið Al-Ittihad virðist ekki vera tilbúið að gefast upp á því að fá egypska sóknarmanninn Mohamed Salah í sínar raðir frá Liverpool. Félagið undirbýr nú nýtt risatilboð í leikmanninn. 31. ágúst 2023 10:00 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Búist við 200 milljóna risatilboði frá Sádi-Arabíu í Salah Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hafi lokað í gær er enn um vika eftir af glugganum í Sádi-Arabíu. Búist er við því að Al-Ittihad muni bjóða 200 milljónir punda í Mohamed Salah, leikmann Liverpool. 2. september 2023 15:15
Al-Ittihad undirbýr tæplega tuttugu milljarða tilboð í Salah Sádiarabíska félagið Al-Ittihad virðist ekki vera tilbúið að gefast upp á því að fá egypska sóknarmanninn Mohamed Salah í sínar raðir frá Liverpool. Félagið undirbýr nú nýtt risatilboð í leikmanninn. 31. ágúst 2023 10:00