Gullkálfarnir í GOGG Guðrún Njálsdóttir skrifar 5. september 2023 13:30 Mikið ofboðslega hef ég komist að mörgu síðan við hjónin byggðum okkur frístundahús í Grímsnes- og Grafningshreppi (GOGG) enda vorum við ekkert í byrjun að velta því fyrir okkur hvað það þýddi í raun og ég þori að fullyrða að það eru örugglega mjög margir í sömu stöðu hvað þetta varðar. Hvernig byrjar þetta allt? Tökum dæmi. Þegar aðili t.d. bóndi skipuleggur frístundasvæði úr landi sínu þá er hann auðvitað að því til að hagnast. Hann selur lóðirnar og þegar sölunni er lokið þarf hann ekki að hafa neinar áhyggjur því hann hefur ekki lengur neinar kvaðir við kaupendur enda búinn að afhenda lóðirnar. Við lóðarhafar í frístundabyggð verðum fljótlega „Gullkálfar„ sveitarfélagsins því fyrst greiðum við lóðargjöld og síðar fasteignagjöld þegar frístundahúsið hefur fengið lokaúttekt. Frístundahús og íbúðarhús borga sömu prósentu í fasteignagjöld, en íbúðarhúsið fær mun meira frá sveitarfélaginu, t.d. malbikaða götu, ljósastaura, stéttar, viðgerðir, sorphirðu og skólaakstur svo eitthvað sé nefnt. Þarna er að mínu mati húseigendum mismunað. Sama verð ætti að vera fyrir sömu þjónustu. Ekkert breytist þó frístundahúsaeigandi skrái sig hjá Þjóðskrá sem íbúi GOGG og fari að greiða útsvar til hreppsins. Hann er bara settur í hóp sem nefnist „Ótilgreindur í húsi“ sem í raun þýðir að viðkomandi er orðinn „Ósýnilegur“. Þessu eiga margir erfitt með að kyngja og vildu leita lausna hjá GOGG með stofnun samráðs-/samtalshóps um málefni þessa fólks sem óskar þess eins að vera sýnilegt. Þetta mætti gera með einhvers konar skráningu B eða tilhliðrunum af einhverju tagi. Sveitarstjórn hafnaði beiðninni með þeim rökum að óheimilt væri að hafa samráð um eitthvað sem væri ólöglegt. Svo ég vitni í orð oddvita GOGG þá vinnur sveitarstjórn „innan ramma laganna“ og ætlast til þess að ég kyngi þessu svari þeirra um að hér sé ég ólöglegur íbúi. Jafnvel hefur heyrst að seljendur frístundalóða séu að kvarta við sveitarstjórn yfir því að þeir vilji ekki að fólkið noti frístundahúsin of mikið því það sé ónæði af þeim. Fái frístundahúsaeigandi þá flugu í hausinn að gerast íbúi þá er hann „orðinn heimtufrekur“. Er ekki eitthvað rangt við þetta? Búsetufrelsi var stofnað í GOGG (Grímsnes- & Grafninghreppi) til að leita réttar þess fólks sem velja að búa í frístundahúsi sínu og telur tíma til kominn að fá úr því skorið hvort um lögbrot sé að ræða þegar löggjafinn leyfir því að flytja lögheimilið. Nú er spurning hvort rétt sé að fara með samtökin á landsvísu og berjast fyrir frístundahúsaeigendur. Fá þannig úr því skorið hvort frístundahús sé í raun ekki jafnsett og íbúðarhús fyrst báðar húsagerðir eru að borga sömu prósentu í fasteignagjöld. Ótti sveitarstjórnarfólks við fjölgun íbúa t.d í fámennum hreppi eins og GOGG virðist helstur sá að „völd riðlist“ og mögulega gætu þá einhverjir misst spón úr aski sínum eða nýir íbúar komið með aðra sýn á sveitapólitíkina. Í raun snýst þetta eingögnu um það hvort frístundaeigendur ætli sér að vera „Gullkálfar framtíðarinnar“ fyrir sveitarfélögin. Halda áfram að greiða fasteignagjöld í hæstu hæðum til sveitarfélagsins, án þess að fá fyrir það nokkuð í staðinn. Höfundur er stjórnarkona í Búsetufrelsi og stoltur íbúi Grímsnes- & Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Húsnæðismál Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið ofboðslega hef ég komist að mörgu síðan við hjónin byggðum okkur frístundahús í Grímsnes- og Grafningshreppi (GOGG) enda vorum við ekkert í byrjun að velta því fyrir okkur hvað það þýddi í raun og ég þori að fullyrða að það eru örugglega mjög margir í sömu stöðu hvað þetta varðar. Hvernig byrjar þetta allt? Tökum dæmi. Þegar aðili t.d. bóndi skipuleggur frístundasvæði úr landi sínu þá er hann auðvitað að því til að hagnast. Hann selur lóðirnar og þegar sölunni er lokið þarf hann ekki að hafa neinar áhyggjur því hann hefur ekki lengur neinar kvaðir við kaupendur enda búinn að afhenda lóðirnar. Við lóðarhafar í frístundabyggð verðum fljótlega „Gullkálfar„ sveitarfélagsins því fyrst greiðum við lóðargjöld og síðar fasteignagjöld þegar frístundahúsið hefur fengið lokaúttekt. Frístundahús og íbúðarhús borga sömu prósentu í fasteignagjöld, en íbúðarhúsið fær mun meira frá sveitarfélaginu, t.d. malbikaða götu, ljósastaura, stéttar, viðgerðir, sorphirðu og skólaakstur svo eitthvað sé nefnt. Þarna er að mínu mati húseigendum mismunað. Sama verð ætti að vera fyrir sömu þjónustu. Ekkert breytist þó frístundahúsaeigandi skrái sig hjá Þjóðskrá sem íbúi GOGG og fari að greiða útsvar til hreppsins. Hann er bara settur í hóp sem nefnist „Ótilgreindur í húsi“ sem í raun þýðir að viðkomandi er orðinn „Ósýnilegur“. Þessu eiga margir erfitt með að kyngja og vildu leita lausna hjá GOGG með stofnun samráðs-/samtalshóps um málefni þessa fólks sem óskar þess eins að vera sýnilegt. Þetta mætti gera með einhvers konar skráningu B eða tilhliðrunum af einhverju tagi. Sveitarstjórn hafnaði beiðninni með þeim rökum að óheimilt væri að hafa samráð um eitthvað sem væri ólöglegt. Svo ég vitni í orð oddvita GOGG þá vinnur sveitarstjórn „innan ramma laganna“ og ætlast til þess að ég kyngi þessu svari þeirra um að hér sé ég ólöglegur íbúi. Jafnvel hefur heyrst að seljendur frístundalóða séu að kvarta við sveitarstjórn yfir því að þeir vilji ekki að fólkið noti frístundahúsin of mikið því það sé ónæði af þeim. Fái frístundahúsaeigandi þá flugu í hausinn að gerast íbúi þá er hann „orðinn heimtufrekur“. Er ekki eitthvað rangt við þetta? Búsetufrelsi var stofnað í GOGG (Grímsnes- & Grafninghreppi) til að leita réttar þess fólks sem velja að búa í frístundahúsi sínu og telur tíma til kominn að fá úr því skorið hvort um lögbrot sé að ræða þegar löggjafinn leyfir því að flytja lögheimilið. Nú er spurning hvort rétt sé að fara með samtökin á landsvísu og berjast fyrir frístundahúsaeigendur. Fá þannig úr því skorið hvort frístundahús sé í raun ekki jafnsett og íbúðarhús fyrst báðar húsagerðir eru að borga sömu prósentu í fasteignagjöld. Ótti sveitarstjórnarfólks við fjölgun íbúa t.d í fámennum hreppi eins og GOGG virðist helstur sá að „völd riðlist“ og mögulega gætu þá einhverjir misst spón úr aski sínum eða nýir íbúar komið með aðra sýn á sveitapólitíkina. Í raun snýst þetta eingögnu um það hvort frístundaeigendur ætli sér að vera „Gullkálfar framtíðarinnar“ fyrir sveitarfélögin. Halda áfram að greiða fasteignagjöld í hæstu hæðum til sveitarfélagsins, án þess að fá fyrir það nokkuð í staðinn. Höfundur er stjórnarkona í Búsetufrelsi og stoltur íbúi Grímsnes- & Grafningshrepps.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun