Flugmaður dó eftir brotlendingu í kynjaveislu Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2023 10:43 Flugmaður lét lífið í Mexíkó á sunnudaginn þegar annar vængur flugvéla hans rifnaði af. Þá var flugmaðurinn að taka þátt í kynjaveislu og notaði hann flugvélina til að dreifa bleikum reyk yfir veislugesti, til marks um það að parið sem hélt veisluna var að eignast stúlkubarn. Flugvélin brotlenti skammt frá en nokkrir gestir í veislunni og parið sem hélt veisluna virtust ekki taka eftir því. Samkvæmt frétt CNN lést flugmaðurinn á sjúkrahúsi skömmu síðar. Héraðsmiðillinn Línea Directa segir flugmanninn hafa verið 32 ára gamlan og hét hann Luis Ángel. Engan annan sakaði í slysinu. Pilot killed after his Piper PA-25 left wing failed at a gender reveal party in the town of San Pedro, Mexico. pic.twitter.com/6JILK7fsGm— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) September 3, 2023 Kynjaveislur eru tiltölulega nýjar af nálinni en þær voru notaðar til að tilkynna nánustu ættingjum para kyn væntanlegs barns þeirra. Veislurnar hafa undið upp á sig og þá sérstaklega vestanhafs. Í Arisóna árið 2017 voru veislugestir látnir skjóta tvö skotmörk sem voru merkt „Drengur“ og „stúlka“. Rétta skotmarkið sprakk svo í loft upp, með bláum reyk. Sprengingin kveikti þó í nærliggjandi gróðri og úr varð umfangsmikill skógareldur. Parinu var á endanum gert að greiða rúmar átta milljónir dala í skaðabætur. Það samsvarar um milljarði króna en í heildina brunnu um nítján þúsund hektarar. Sambærilega sögu er að segja frá kynjaveislu í Kaliforníu árið 2020. Sú kynjaveisla leiddi til El Dorado eldana. Minnst einn slökkviliðsmaður dó við að berjast gegn eldunum og fjölmargir særðust. Eldarnir loguðu í 24 daga og minnst fimm heimili brunnu til grunna og fjögur skemmdust. Réttarhöld gegn parinu eiga að hefjast á þessu ári en þau standa frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist. Í Iowa árið 2019 smíðaði par óvitandi rörasprengju sem innihélt litað skraut. Þegar sprengjan var sprengd, sprakk rörið og dreifðust sprengibrot víða. Ein amma barnsins sem verið var að opinbera varð fyrir sprengibroti og dó á staðnum. Árið 2021 dó bandarískur maður sem átti von á sínu fyrsta barni er hann var að smíða einhvers konar sprengju sem nota á til að afhjúpa kyn barnsins. Bróðir mannsins slasaðist einnig þegar sprengingin varð. Mexíkó Börn og uppeldi Bandaríkin Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira
Flugvélin brotlenti skammt frá en nokkrir gestir í veislunni og parið sem hélt veisluna virtust ekki taka eftir því. Samkvæmt frétt CNN lést flugmaðurinn á sjúkrahúsi skömmu síðar. Héraðsmiðillinn Línea Directa segir flugmanninn hafa verið 32 ára gamlan og hét hann Luis Ángel. Engan annan sakaði í slysinu. Pilot killed after his Piper PA-25 left wing failed at a gender reveal party in the town of San Pedro, Mexico. pic.twitter.com/6JILK7fsGm— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) September 3, 2023 Kynjaveislur eru tiltölulega nýjar af nálinni en þær voru notaðar til að tilkynna nánustu ættingjum para kyn væntanlegs barns þeirra. Veislurnar hafa undið upp á sig og þá sérstaklega vestanhafs. Í Arisóna árið 2017 voru veislugestir látnir skjóta tvö skotmörk sem voru merkt „Drengur“ og „stúlka“. Rétta skotmarkið sprakk svo í loft upp, með bláum reyk. Sprengingin kveikti þó í nærliggjandi gróðri og úr varð umfangsmikill skógareldur. Parinu var á endanum gert að greiða rúmar átta milljónir dala í skaðabætur. Það samsvarar um milljarði króna en í heildina brunnu um nítján þúsund hektarar. Sambærilega sögu er að segja frá kynjaveislu í Kaliforníu árið 2020. Sú kynjaveisla leiddi til El Dorado eldana. Minnst einn slökkviliðsmaður dó við að berjast gegn eldunum og fjölmargir særðust. Eldarnir loguðu í 24 daga og minnst fimm heimili brunnu til grunna og fjögur skemmdust. Réttarhöld gegn parinu eiga að hefjast á þessu ári en þau standa frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist. Í Iowa árið 2019 smíðaði par óvitandi rörasprengju sem innihélt litað skraut. Þegar sprengjan var sprengd, sprakk rörið og dreifðust sprengibrot víða. Ein amma barnsins sem verið var að opinbera varð fyrir sprengibroti og dó á staðnum. Árið 2021 dó bandarískur maður sem átti von á sínu fyrsta barni er hann var að smíða einhvers konar sprengju sem nota á til að afhjúpa kyn barnsins. Bróðir mannsins slasaðist einnig þegar sprengingin varð.
Mexíkó Börn og uppeldi Bandaríkin Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira