Nokkur orð um sátt og sektir Hörður Felix Harðarson skrifar 6. september 2023 11:00 Eimskip er markaðsráðandi aðili á íslenskum flutningamarkaði. Félagið hefur mikla yfirburði í flutningum til og frá Evrópu og í einokunarstöðu í beinum flutningum til og frá N-Ameríku. Eimskip hefur misnotað þessa stöðu sína með fjölmörgum og endurteknum aðgerðum í gegnum tíðina gegn helsta keppinauti sínum, Samskipum. Fyrir það var félagið sektað af samkeppnisyfirvöldum. Þá var félagið dæmt til að greiða Samskipum bætur vegna umræddra brota. Við meðferð þess máls sem hefur verið til umfjöllunar síðustu daga tók Eimskip til varna. Í vörnum félagsins, sem voru mjög umfangsmiklar, var því m.a. lýst að samráðskenningar Samkeppniseftirlitsins væru „skáldaður tilbúningur“ og þær ættu „enga stoð í raunveruleikanum“. Var vinnubrögðum stofnunarinnar og fullkomnum skorti á hlutlægni réttilega andmælt mjög harðlega. Vorið 2021 ákváðu stjórnendur félagsins eftir sem áður að ljúka málinu með sátt við Samkeppniseftirlitið. Það var ekki forsenda sáttarinnar að Eimskip færði fram ný gögn eða upplýsingar af nokkrum toga. Enginn einstaklingur hefur stigið fram og lýst sig samþykkan samsæriskenningum stofnunarinnar. Kenning Samkeppniseftirlitsins er sú að forsvarsmenn félaganna hafi hist á fundi 6. júní 2008 og skipulagt víðtækt samráð. Þá hafi aðrir fundir milli félaganna, sem vissulega hafi að nafni til lotið að lögmætum viðskiptum, einnig verið nýttir til ólögmætra samskipta. Það sama hafi að líkindum einnig gerst í afmælisveislum, á þorrablótum, árgangamótum og íþróttaviðburðum. Þetta fullyrðir stofnunin einfaldlega ranglega að hafi gerst. Fjölmargir starfsmenn Eimskips, núverandi og fyrrverandi, sátu þessa fundi eða voru viðstaddir þessa viðburði. Mætti því ætla að mikilvægt væri að a.m.k. einhver þeirra hefði staðfest við sáttargerðina að samsæriskenningar stofnunarinnar væru réttar. Þess var hins vegar sýnilega ekki krafist. Félagið Eimskip lýsti því einfaldlega með almennum hætti að það féllist á málatilbúnað Samkeppniseftirlitsins og væri reiðubúið að greiða sekt að fjárhæð 1,5 milljarðar króna. Með því náðu stjórnendur félagsins m.a. þessu fram: Félagið, sem skráð er á hlutabréfamarkaði, eyddi óvissu í rekstri sem óhjákvæmilega hlýst af rannsókn af þessum toga Virði félagsins á markaði jókst umtalsvert í kjölfarið Sök var ranglega varpað á keppinaut sem hefur reynst Eimskipi óþægur ljár í þúfu í gegnum tíðina Tryggt var að þessi keppinautur fengi a.m.k. jafn háa sekt frá Samkeppniseftirlitinu Tryggt var með sáttinni að Eimskipi væri eftirleiðis óskylt, þrátt fyrir markaðsráðandi stöðu félagsins, að eiga í viðskiptum af nokkru tagi við Samskip Vegna fjárhagslegs styrks félagsins sá vart högg á vatni í hagnaðartölum Eimskips fyrri hluta árs 2021 þrátt fyrir sektargreiðsluna. Samkeppniseftirlitið brást ekki væntingum Eimskips og hefur nú ákveðið að réttmætt sé að minni aðilinn á markaðnum fái sekt sem er nær þreföld sú fjárhæð sem markaðsráðandi fyrirtækið bauðst til að greiða. Með því eru send þau skilaboð að fyrirtækjum landsins sé hollast að standa ekki í hárinu á stofnuninni eða leita réttar síns. Hvatinn til að játa brot, burtséð frá réttmæti ásakana, verður sífellt meiri. Höfundur er lögmaður Samskipa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Eimskip Skipaflutningar Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eimskip er markaðsráðandi aðili á íslenskum flutningamarkaði. Félagið hefur mikla yfirburði í flutningum til og frá Evrópu og í einokunarstöðu í beinum flutningum til og frá N-Ameríku. Eimskip hefur misnotað þessa stöðu sína með fjölmörgum og endurteknum aðgerðum í gegnum tíðina gegn helsta keppinauti sínum, Samskipum. Fyrir það var félagið sektað af samkeppnisyfirvöldum. Þá var félagið dæmt til að greiða Samskipum bætur vegna umræddra brota. Við meðferð þess máls sem hefur verið til umfjöllunar síðustu daga tók Eimskip til varna. Í vörnum félagsins, sem voru mjög umfangsmiklar, var því m.a. lýst að samráðskenningar Samkeppniseftirlitsins væru „skáldaður tilbúningur“ og þær ættu „enga stoð í raunveruleikanum“. Var vinnubrögðum stofnunarinnar og fullkomnum skorti á hlutlægni réttilega andmælt mjög harðlega. Vorið 2021 ákváðu stjórnendur félagsins eftir sem áður að ljúka málinu með sátt við Samkeppniseftirlitið. Það var ekki forsenda sáttarinnar að Eimskip færði fram ný gögn eða upplýsingar af nokkrum toga. Enginn einstaklingur hefur stigið fram og lýst sig samþykkan samsæriskenningum stofnunarinnar. Kenning Samkeppniseftirlitsins er sú að forsvarsmenn félaganna hafi hist á fundi 6. júní 2008 og skipulagt víðtækt samráð. Þá hafi aðrir fundir milli félaganna, sem vissulega hafi að nafni til lotið að lögmætum viðskiptum, einnig verið nýttir til ólögmætra samskipta. Það sama hafi að líkindum einnig gerst í afmælisveislum, á þorrablótum, árgangamótum og íþróttaviðburðum. Þetta fullyrðir stofnunin einfaldlega ranglega að hafi gerst. Fjölmargir starfsmenn Eimskips, núverandi og fyrrverandi, sátu þessa fundi eða voru viðstaddir þessa viðburði. Mætti því ætla að mikilvægt væri að a.m.k. einhver þeirra hefði staðfest við sáttargerðina að samsæriskenningar stofnunarinnar væru réttar. Þess var hins vegar sýnilega ekki krafist. Félagið Eimskip lýsti því einfaldlega með almennum hætti að það féllist á málatilbúnað Samkeppniseftirlitsins og væri reiðubúið að greiða sekt að fjárhæð 1,5 milljarðar króna. Með því náðu stjórnendur félagsins m.a. þessu fram: Félagið, sem skráð er á hlutabréfamarkaði, eyddi óvissu í rekstri sem óhjákvæmilega hlýst af rannsókn af þessum toga Virði félagsins á markaði jókst umtalsvert í kjölfarið Sök var ranglega varpað á keppinaut sem hefur reynst Eimskipi óþægur ljár í þúfu í gegnum tíðina Tryggt var að þessi keppinautur fengi a.m.k. jafn háa sekt frá Samkeppniseftirlitinu Tryggt var með sáttinni að Eimskipi væri eftirleiðis óskylt, þrátt fyrir markaðsráðandi stöðu félagsins, að eiga í viðskiptum af nokkru tagi við Samskip Vegna fjárhagslegs styrks félagsins sá vart högg á vatni í hagnaðartölum Eimskips fyrri hluta árs 2021 þrátt fyrir sektargreiðsluna. Samkeppniseftirlitið brást ekki væntingum Eimskips og hefur nú ákveðið að réttmætt sé að minni aðilinn á markaðnum fái sekt sem er nær þreföld sú fjárhæð sem markaðsráðandi fyrirtækið bauðst til að greiða. Með því eru send þau skilaboð að fyrirtækjum landsins sé hollast að standa ekki í hárinu á stofnuninni eða leita réttar síns. Hvatinn til að játa brot, burtséð frá réttmæti ásakana, verður sífellt meiri. Höfundur er lögmaður Samskipa.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun