Segja viðbrögð lögreglunnar við mótmælunum óásættanleg Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 6. september 2023 18:40 Aðgerðasinnarnir Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou voru 33 klukkustundir í tunnum í möstrum hvalveiðiskipa Hvals hf. Vísir Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir lögreglunnar í upphafi mótmælanna hneykslanlegar. Lögreglan hér hafi sýnt ofbeldisfyllri hegðun en önnur þeirra hafi lent í hjá írönskum kollegum þeirra. Þær telja að mótmælin hafi borið árangur. Elissa og Anahita, konurnar sem komu sér fyrir í möstrum hvalveiðibáta Hvals í Reykjavíkurhöfn á mánudagsmorgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga hafa vakið mikla athygli. Alls mótmæltu þær í 33 klukkustundir og önnur þeirra Anahita var án drykkjar og vatns mest allan tímann eftir að lögreglan tók af henni bakpoka. Fréttakona náði tali af konunum í dag, sem enn voru að jafna sig eftir dvölina í möstrunum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Elissa og Anahita voru færðar í skýrslutöku á lögreglustöðina í gær eftir að mótmælunum lauk en eigandi hvals hefur kært þær fyrir hústöku samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þær gagnrýna vinnubrögð lögreglu í upphafi mótmælanna. Þær segja málið í ferli hjá lögmönnum en dómsmálaráðherra hefur verið látinn vita af því og umboðsmaður alþingis. Nánari upplýsingar gátu þær ekki gefið að svo stöddu. Ónauðsynleg hegðun Konurnar segjast hneykslaðar á aðgerðum lögreglu fyrstu klukkustund mótmælanna, áður en gestir og fjölmiðlar mættu á svæðið. Þær segja lögreglu hafa veist an Anahitu í körfubíl, sem ekki náði til mastursins sem Elissa dvaldi í. „Eins og þið hafið séð á myndskeiðunum voru þau ótrúlega áköf. Þau reyndu að lyfta mér á hettunni sem varð til þess að húðin á vörinni minni rifnaði og ég gat ekki andað. Ég sagði þeim að ég gæfi ekki eftir og bað þá um að hætta að meiða mig,“ segir Anahita. Þá segir hún lögreglumennina hafa slegið höfði hennar þrisvar í sætið í tunnunni sem hún faldi sig undir. „Ég er frá Íran og ég hef sætt slæmri meðferð lögreglu sem aðgerðarsinni í Íran. Það var hneykslanlegt að eitthvað slíkt myndi gerast á Íslandi,“ bætir Anahita við. Hún segir áfallið sem fylgdi lögregluaðgerðunum hafa litað dvöl hennar í mastrinu og hún átt erfitt með að slaka á vegna hræðslu um að þeir kæmu og beittu sömu brögðum aftur. Anahita segist vita að samkvæmt íslenskum lögum hafi gjörðir lögreglunnar ekki verið nauðsynlegar. „Mér finnst þetta eiginlega óásættanlegt.“ Konurnar árétta að þær séu einungis hneykslaðar á viðbrögðum lögreglu í fyrstu, en eftir það hafi þeir lögreglumenn sem lögðu sér leið upp til þeirra verið kurteisir og sýnt þeim virðingu, þrátt fyrir að hafa ekki getað útvegað þeim vatn. Bjuggu sig undir salernisleysið Eflaust velta því margir fyrir sér hvernig hægt sé að dvelja í tunnu í svo langan tíma án þess að hafa aðgang að salerni. Konurnar gáfu opinskátt svar við því. „Mér varð í raun aldrei mál meðan við vorum þarna uppi. Við vorum í mjög flottum fullorðinsbleyjum,“ segir Elissa. Anahita tekur í sama streng. „Ég var ekki með neinn vökva í líkamanum þannig að mér varð aldrei mál.“ Anahita er listakona að írönskum uppruna og búsett í Mílanó á Ítalíu og Elissa er búsett í Lundúnum. Þær voru þreyttar en ánægðar eftir mótmælin í dag og ákváðu að vera í íslenskum lopapeysum sem ónefnd stuðningsmanneskja gaf þeim í mótmælunum. Þær segjast ekki tilheyra neinum hópum og mótmælin hafi verið árangursrík en þær ákváðu þau þegar hvalveiðibanninu var aflétt 1. september. Elissa segir þær þá hafa uppgötvað að friðsæl mótmæli myndu ekki nægja til þess að stöðva hvalveiðarnar og ákveðið að grípa til annarra ráða. Hvalveiðar Reykjavík Hvalir Lögreglan Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Elissa og Anahita, konurnar sem komu sér fyrir í möstrum hvalveiðibáta Hvals í Reykjavíkurhöfn á mánudagsmorgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga hafa vakið mikla athygli. Alls mótmæltu þær í 33 klukkustundir og önnur þeirra Anahita var án drykkjar og vatns mest allan tímann eftir að lögreglan tók af henni bakpoka. Fréttakona náði tali af konunum í dag, sem enn voru að jafna sig eftir dvölina í möstrunum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Elissa og Anahita voru færðar í skýrslutöku á lögreglustöðina í gær eftir að mótmælunum lauk en eigandi hvals hefur kært þær fyrir hústöku samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þær gagnrýna vinnubrögð lögreglu í upphafi mótmælanna. Þær segja málið í ferli hjá lögmönnum en dómsmálaráðherra hefur verið látinn vita af því og umboðsmaður alþingis. Nánari upplýsingar gátu þær ekki gefið að svo stöddu. Ónauðsynleg hegðun Konurnar segjast hneykslaðar á aðgerðum lögreglu fyrstu klukkustund mótmælanna, áður en gestir og fjölmiðlar mættu á svæðið. Þær segja lögreglu hafa veist an Anahitu í körfubíl, sem ekki náði til mastursins sem Elissa dvaldi í. „Eins og þið hafið séð á myndskeiðunum voru þau ótrúlega áköf. Þau reyndu að lyfta mér á hettunni sem varð til þess að húðin á vörinni minni rifnaði og ég gat ekki andað. Ég sagði þeim að ég gæfi ekki eftir og bað þá um að hætta að meiða mig,“ segir Anahita. Þá segir hún lögreglumennina hafa slegið höfði hennar þrisvar í sætið í tunnunni sem hún faldi sig undir. „Ég er frá Íran og ég hef sætt slæmri meðferð lögreglu sem aðgerðarsinni í Íran. Það var hneykslanlegt að eitthvað slíkt myndi gerast á Íslandi,“ bætir Anahita við. Hún segir áfallið sem fylgdi lögregluaðgerðunum hafa litað dvöl hennar í mastrinu og hún átt erfitt með að slaka á vegna hræðslu um að þeir kæmu og beittu sömu brögðum aftur. Anahita segist vita að samkvæmt íslenskum lögum hafi gjörðir lögreglunnar ekki verið nauðsynlegar. „Mér finnst þetta eiginlega óásættanlegt.“ Konurnar árétta að þær séu einungis hneykslaðar á viðbrögðum lögreglu í fyrstu, en eftir það hafi þeir lögreglumenn sem lögðu sér leið upp til þeirra verið kurteisir og sýnt þeim virðingu, þrátt fyrir að hafa ekki getað útvegað þeim vatn. Bjuggu sig undir salernisleysið Eflaust velta því margir fyrir sér hvernig hægt sé að dvelja í tunnu í svo langan tíma án þess að hafa aðgang að salerni. Konurnar gáfu opinskátt svar við því. „Mér varð í raun aldrei mál meðan við vorum þarna uppi. Við vorum í mjög flottum fullorðinsbleyjum,“ segir Elissa. Anahita tekur í sama streng. „Ég var ekki með neinn vökva í líkamanum þannig að mér varð aldrei mál.“ Anahita er listakona að írönskum uppruna og búsett í Mílanó á Ítalíu og Elissa er búsett í Lundúnum. Þær voru þreyttar en ánægðar eftir mótmælin í dag og ákváðu að vera í íslenskum lopapeysum sem ónefnd stuðningsmanneskja gaf þeim í mótmælunum. Þær segjast ekki tilheyra neinum hópum og mótmælin hafi verið árangursrík en þær ákváðu þau þegar hvalveiðibanninu var aflétt 1. september. Elissa segir þær þá hafa uppgötvað að friðsæl mótmæli myndu ekki nægja til þess að stöðva hvalveiðarnar og ákveðið að grípa til annarra ráða.
Hvalveiðar Reykjavík Hvalir Lögreglan Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira