Fótbolti

Marka­hæsti leik­maður Bestu deildarinnar „ekki klár“ í A-lands­liðið

Aron Guðmundsson skrifar
Bryndís Arna Níelsdóttir í leik með Val í sumar. 
Bryndís Arna Níelsdóttir í leik með Val í sumar.  Vísir/Vilhelm

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa valið Bryndísi Örnu Níelsdóttur, leikmann Vals og markahæsta leikmann Bestu deildarinnar í landsliðið því hún sé ekki alveg klár í það.

Þorsteinn sat fyrir svörum á blaðmannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag en framundan eru fyrstu tveir leikir liðsins í Þjóðadeild UEFA og var landsliðshópur Íslands fyrir þá leiki opinberaður í dag.

Það vakti athygli að ekki er pláss í landsliðshópi Íslands fyrir Bryndísi Örnu sem farið hefur á kostum í liði Íslandsmeistara Vals á yfirstandandi tímabili.

Bryndís er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með fjórtán mörk í átján leikjum. 

„Mér finnst hún ekki alveg klár í þetta,“ sagði Þorsteinn aðspurður af hverju Bryndís hafi ekki verið valin í landsliðið. „Ég horfði á hana um daginn með u-23 ára landsliðinu á móti Danmörku, það vantaði svolítið upp á hjá henni þar. Vonandi sýnir hún bara í komandi leikjum með u-23 ára landsliðinu að hún sé klár í A-landsliðið.“

En ræddirðu eitthvað við hana í aðdraganda valsins í landsliðshópinn?

„Nei, ég ræddi ekki við hana.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×